Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, sem óttast að ógilding Héraðsdóms Reykjavíkur á gær á virkjunarleyfinu gæti þýtt eins til tveggja ára töf á virkjuninni.

Samtökin hafa áætlað fjárhagstjón vegna skerðinga sem stórkaupendur raforku urðu fyrir í fyrravetur.
„Stærðargráðan var 14 til 17 milljarðar vegna tapaðra útflutningstekna. Ál, kísill, starfsemi gagnavera og fleira. Þannig að ef það er stærðargráðan; eitt, tvö ár þýða þá kannski 15 til 30 milljarðar í tjón,“ segir Sigurður.
Þá sé ótalið tjón vegna glataðra tækifæra og seinkunar á nýrri uppbyggingu. Þetta snúist einnig um nýjar greinar sem ætlað er að standa undir framtíðarhagvexti, eins og á sviði stafrænnar uppbyggingar og gervigreindar.
Nánar er fjallað um málið í frétt Stöðvar 2: