Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2025 12:16 Lionel Messi og Kylian Mbappé léku saman hjá Paris Saint-Germain um tveggja ára skeið. getty/Ian MacNicol Að sögn Neymars breyttist Kylian Mbappé þegar Lionel Messi gekk í raðir Paris Saint-Germain 2021. Frakkinn varð afbrýðisamur út í Argentínumanninn. Neymar og Mbappé eru ekki bestu vinir og í hlaðvarpi með Romário spurði gamla hetjan hvort Frakkinn væri pirrandi. „Nei, hann er það ekki. Við lentum í smá deilum en hann var algjör lykilmaður þegar hann kom. Ég kallaði hann gulldrenginn,“ sagði Neymar. „Ég spilaði alltaf með honum og sagði að hann yrði einn af þeim bestu. Ég hjálpaði honum alltaf, talaði við hann og við snæddum kvöldverð saman.“ PSG tefldi fram sannkölluðu stórstjörnutríói eftir að Messi kom til liðsins frá Barcelona 2021. En eftir það skynjaði Neymar breytingu á Mbappé. „Við áttum nokkur góð ár saman en eftir að Messi kom varð hann smá afbrýðisamur. Það voru einhver átök, breyting á hugarfari.“ Neymar segir að PSG hafi átt í vandræðum í stærstu leikjunum vegna stórra egóa leikmanna liðsins. „Það er gott að hafa egó en þú verður að vita að þú spilar ekki einsamall. Þú þarft annan við hlið þér. Alls staðar voru stór egó. Það virkar ekki. Ef enginn hleypur eða hjálpar er ómögulegt að vinna nokkuð,“ sagði Neymar. Brassinn hefur nær ekkert spilað með Al Hilal síðan hann kom til liðsins haustið 2023 vegna erfiðra meiðsla. Þjálfari Al Hilal, Jorge Jesus, sagði að Neymar væri frjálst að ákveða næstu skref hjá sér en hann var ekki skráður til leiks hjá liðinu fyrir seinni hluta tímabilsins í Sádi-Arabíu. Franski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Sjá meira
Neymar og Mbappé eru ekki bestu vinir og í hlaðvarpi með Romário spurði gamla hetjan hvort Frakkinn væri pirrandi. „Nei, hann er það ekki. Við lentum í smá deilum en hann var algjör lykilmaður þegar hann kom. Ég kallaði hann gulldrenginn,“ sagði Neymar. „Ég spilaði alltaf með honum og sagði að hann yrði einn af þeim bestu. Ég hjálpaði honum alltaf, talaði við hann og við snæddum kvöldverð saman.“ PSG tefldi fram sannkölluðu stórstjörnutríói eftir að Messi kom til liðsins frá Barcelona 2021. En eftir það skynjaði Neymar breytingu á Mbappé. „Við áttum nokkur góð ár saman en eftir að Messi kom varð hann smá afbrýðisamur. Það voru einhver átök, breyting á hugarfari.“ Neymar segir að PSG hafi átt í vandræðum í stærstu leikjunum vegna stórra egóa leikmanna liðsins. „Það er gott að hafa egó en þú verður að vita að þú spilar ekki einsamall. Þú þarft annan við hlið þér. Alls staðar voru stór egó. Það virkar ekki. Ef enginn hleypur eða hjálpar er ómögulegt að vinna nokkuð,“ sagði Neymar. Brassinn hefur nær ekkert spilað með Al Hilal síðan hann kom til liðsins haustið 2023 vegna erfiðra meiðsla. Þjálfari Al Hilal, Jorge Jesus, sagði að Neymar væri frjálst að ákveða næstu skref hjá sér en hann var ekki skráður til leiks hjá liðinu fyrir seinni hluta tímabilsins í Sádi-Arabíu.
Franski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Sjá meira