Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2025 09:01 Eins og sjá má voru mörg laus sæti í Unity Arena í Bærum. epa/Beate Oma Dahle Afar tómlegt var um að lítast í stúkunni í Unity Arena í Bærum í Noregi þegar Svíar unnu Japani, 39-21, í fyrsta leik sínum á HM í handbolta. Samkvæmt opinberri skráningu voru 1.685 manns á leik Svíþjóðar og Japans í gær. Unity Arena tekur tólf þúsund manns. Jonathan Carlsbogård, leikmaður sænska liðsins, finnst 1.685 manns þó ansi vel í lagt. Raunar hafi verið miklu færri í stúkunni. „Það voru ekki margir á leiknum. Það er ekki mögulegt að það hafi verið 1.685 manns hérna. Mér leið eins og það væru svona fimm hundruð manns, eins og í Lillekärrshallen heima í Kärra. Ég held að allir séu vonsviknir,“ sagði Carlsbogård sem skoraði tvö mörk í leiknum í gær. Fara þarf aftur til 2018 til að finna leik með Svíum á stórmóti þar sem voru jafn fáir áhorfendur. Fjórtán hundruð manns sáu leik Svíþjóðar og Hvíta-Rússlands á EM 2018. Covid-mótin 2021 og 2022 eru ekki tekin með inni í þessari jöfnu. Skipuleggjendur HM vonuðust til að með því að hafa leikina í Bærum myndu Svíar flykkjast yfir landamærin. Það hefur ekki enn gerst. „Þetta var fullkomið svar til gauranna í jakkafötunum að þú getur ekki bara sett mót einhvers staðar og haldið að margir Svíar eða Japanir ferðist þangað eins og þetta sé HM í fótbolta. Handboltinn þarf að vera klókur hvar mótin eru haldin. Því annars lítur þetta svona út,“ sagði Michael Apelgren, þjálfari sænska liðsins. Næsti leikur Svía í F-riðli er gegn Síle á morgun. Þeir ljúka svo leik í riðlakeppninni gegn Spánverjum á mánudaginn. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Sjá meira
Samkvæmt opinberri skráningu voru 1.685 manns á leik Svíþjóðar og Japans í gær. Unity Arena tekur tólf þúsund manns. Jonathan Carlsbogård, leikmaður sænska liðsins, finnst 1.685 manns þó ansi vel í lagt. Raunar hafi verið miklu færri í stúkunni. „Það voru ekki margir á leiknum. Það er ekki mögulegt að það hafi verið 1.685 manns hérna. Mér leið eins og það væru svona fimm hundruð manns, eins og í Lillekärrshallen heima í Kärra. Ég held að allir séu vonsviknir,“ sagði Carlsbogård sem skoraði tvö mörk í leiknum í gær. Fara þarf aftur til 2018 til að finna leik með Svíum á stórmóti þar sem voru jafn fáir áhorfendur. Fjórtán hundruð manns sáu leik Svíþjóðar og Hvíta-Rússlands á EM 2018. Covid-mótin 2021 og 2022 eru ekki tekin með inni í þessari jöfnu. Skipuleggjendur HM vonuðust til að með því að hafa leikina í Bærum myndu Svíar flykkjast yfir landamærin. Það hefur ekki enn gerst. „Þetta var fullkomið svar til gauranna í jakkafötunum að þú getur ekki bara sett mót einhvers staðar og haldið að margir Svíar eða Japanir ferðist þangað eins og þetta sé HM í fótbolta. Handboltinn þarf að vera klókur hvar mótin eru haldin. Því annars lítur þetta svona út,“ sagði Michael Apelgren, þjálfari sænska liðsins. Næsti leikur Svía í F-riðli er gegn Síle á morgun. Þeir ljúka svo leik í riðlakeppninni gegn Spánverjum á mánudaginn.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Sjá meira