Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar 17. janúar 2025 10:03 Forvitni um gervigreind Sem markþjálfi elska ég að læra, prófa nýja hluti, breyta hegðun, og skora á sjálfa mig og aðra. Þetta er drifkrafturinn minn – löngun til að vaxa og fá meira út úr lífinu. Þegar ég heyrði fyrst um ChatGPT varð ég forvitin: Hvaðan kemur þessi gervigreind og hvernig er best að nýta hana? Þetta er spurning sem líklega margir velta fyrir sér – og ég líka. Eins og með flesta nýjunga tekur það suma lengri tíma að læra, tileinka sér og skilja tæknina, en aðra. Sumir stökkva beint í djúpu laugina, á meðan aðrir taka því rólega. Sjálf er ég enn að læra á möguleika gervigreindarinnar, en forvitnin knýr mig áfram. Hvað er markþjálfun í grunninn? Þegar ég er spurð hvað markþjálfun er, svara ég oftast einfaldlega: „Markþjálfun snýst um sjálfsþekkingu.“ Sem markþjálfi tek ég samtöl sem styðja fólk við að vaxa, skilja styrkleika sína og lífsgildi, og finna stefnu í lífinu. Þetta samtal getur leitt til nýrra sýna og lausna. En spurningin sem ég hef verið að velta fyrir mér er: Getur gervigreind stutt við þessa sjálfsþekkingarvinnu? Gervigreind: Nýr leikmaður í markþjálfunarheiminum? Getur AI verið „markþjálfi“? Gervigreind og markþjálfun eiga margt sameiginlegt. Gervigreindin er þjálfuð – rétt eins og við markþjálfar erum. Við markþjálfar erum þjálfaðir í aðferðarfræðinni og erum stöðugt að læra meira, þannig höldum við okkur í góðu standi með handleiðslu frá öðrum reyndari markþjálfum. Á sama hátt er gervigreindin þjálfuð af okkur mannfólkinu til að hún nýtist okkur mannfólkinu og hana er hægt að þjálfa á marga vegu, þú getur eiginlega klónað þig, hægt er að gera AI Ástu markþjálfa sem ég er einmitt að leika mér við að gera þessa dagana í gegnum fyrirtæki sem bíður upp á slíka þjónustu. Svo hef ég verið hjá henni Bebby AI markþjálfa líka. Tækifærin sem gervigreind býður upp á Gervigreindin getur verið ómetanlegt tól. Hún getur greint gögn, veitt innsýn og jafnvel hjálpað til við sjálfsþekkingu. Við getum ímyndað okkur að AI-tól eins og ChatGPT geti gert ferlið markvissara, til dæmis með því að draga fram persónuleikaþætti sem gætu stutt samtalið okkar en betur sem markþjálfar. Gervigreindin gæti komið með sterkari spurningar en við markþjálfar sem dæmi. Ógnirnar sem þarf að hafa í huga Þrátt fyrir möguleikana koma líka áskoranir. Mun gervigreindin geta veitt þá samkennd og innsýn sem þarf í mannlegum samskiptum? Hvernig tryggjum við að gögn sem gervigreindin safnar séu örugg? Þetta eru stórar siðferðislegar spurningar og er markþjálfasamfélagið út um allan heim að skoða þessi mál. EU er komið með reglugerð sem hægt er að lesa sér til um hér: https://artificialintelligenceact.eu/ svo það er verið að halda utan um þetta sem er mikilvægt að sé gert svo þetta fari ekki úr böndunum. Framtíðarsýn: Gervigreindin og mannlegt innsæi Ég tel að þrátt fyrir alla möguleika gervigreindar verði samkennd og mannlegt innsæi alltaf það sem markþjálfun byggir á. Gervigreind getur þjálfast hratt, en hún hefur ekki sömu dýpt og við höfum í því að skilja tilfinningar og samhengi. Það er líka eitthvað við orðið “gervi” greind sem segir manni um að þetta sé ekki “ekta” sem við manneskjurnar erum eða hvað? Mikið hlakka ég til að deila lærdómnum mínum um gervigreindina og markþjálfun á markþjálfadaginn. Tækifærin eru endalaus í mínum heimi – engar hindranir, bara spennandi áskoranir og tímar framundan! Höfundur er MCC vottaður leiðtoga/stjórnenda markþjálfi og hefur verið sjálfstætt starfandi í 11 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Forvitni um gervigreind Sem markþjálfi elska ég að læra, prófa nýja hluti, breyta hegðun, og skora á sjálfa mig og aðra. Þetta er drifkrafturinn minn – löngun til að vaxa og fá meira út úr lífinu. Þegar ég heyrði fyrst um ChatGPT varð ég forvitin: Hvaðan kemur þessi gervigreind og hvernig er best að nýta hana? Þetta er spurning sem líklega margir velta fyrir sér – og ég líka. Eins og með flesta nýjunga tekur það suma lengri tíma að læra, tileinka sér og skilja tæknina, en aðra. Sumir stökkva beint í djúpu laugina, á meðan aðrir taka því rólega. Sjálf er ég enn að læra á möguleika gervigreindarinnar, en forvitnin knýr mig áfram. Hvað er markþjálfun í grunninn? Þegar ég er spurð hvað markþjálfun er, svara ég oftast einfaldlega: „Markþjálfun snýst um sjálfsþekkingu.“ Sem markþjálfi tek ég samtöl sem styðja fólk við að vaxa, skilja styrkleika sína og lífsgildi, og finna stefnu í lífinu. Þetta samtal getur leitt til nýrra sýna og lausna. En spurningin sem ég hef verið að velta fyrir mér er: Getur gervigreind stutt við þessa sjálfsþekkingarvinnu? Gervigreind: Nýr leikmaður í markþjálfunarheiminum? Getur AI verið „markþjálfi“? Gervigreind og markþjálfun eiga margt sameiginlegt. Gervigreindin er þjálfuð – rétt eins og við markþjálfar erum. Við markþjálfar erum þjálfaðir í aðferðarfræðinni og erum stöðugt að læra meira, þannig höldum við okkur í góðu standi með handleiðslu frá öðrum reyndari markþjálfum. Á sama hátt er gervigreindin þjálfuð af okkur mannfólkinu til að hún nýtist okkur mannfólkinu og hana er hægt að þjálfa á marga vegu, þú getur eiginlega klónað þig, hægt er að gera AI Ástu markþjálfa sem ég er einmitt að leika mér við að gera þessa dagana í gegnum fyrirtæki sem bíður upp á slíka þjónustu. Svo hef ég verið hjá henni Bebby AI markþjálfa líka. Tækifærin sem gervigreind býður upp á Gervigreindin getur verið ómetanlegt tól. Hún getur greint gögn, veitt innsýn og jafnvel hjálpað til við sjálfsþekkingu. Við getum ímyndað okkur að AI-tól eins og ChatGPT geti gert ferlið markvissara, til dæmis með því að draga fram persónuleikaþætti sem gætu stutt samtalið okkar en betur sem markþjálfar. Gervigreindin gæti komið með sterkari spurningar en við markþjálfar sem dæmi. Ógnirnar sem þarf að hafa í huga Þrátt fyrir möguleikana koma líka áskoranir. Mun gervigreindin geta veitt þá samkennd og innsýn sem þarf í mannlegum samskiptum? Hvernig tryggjum við að gögn sem gervigreindin safnar séu örugg? Þetta eru stórar siðferðislegar spurningar og er markþjálfasamfélagið út um allan heim að skoða þessi mál. EU er komið með reglugerð sem hægt er að lesa sér til um hér: https://artificialintelligenceact.eu/ svo það er verið að halda utan um þetta sem er mikilvægt að sé gert svo þetta fari ekki úr böndunum. Framtíðarsýn: Gervigreindin og mannlegt innsæi Ég tel að þrátt fyrir alla möguleika gervigreindar verði samkennd og mannlegt innsæi alltaf það sem markþjálfun byggir á. Gervigreind getur þjálfast hratt, en hún hefur ekki sömu dýpt og við höfum í því að skilja tilfinningar og samhengi. Það er líka eitthvað við orðið “gervi” greind sem segir manni um að þetta sé ekki “ekta” sem við manneskjurnar erum eða hvað? Mikið hlakka ég til að deila lærdómnum mínum um gervigreindina og markþjálfun á markþjálfadaginn. Tækifærin eru endalaus í mínum heimi – engar hindranir, bara spennandi áskoranir og tímar framundan! Höfundur er MCC vottaður leiðtoga/stjórnenda markþjálfi og hefur verið sjálfstætt starfandi í 11 ár.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun