Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar 17. janúar 2025 10:03 Forvitni um gervigreind Sem markþjálfi elska ég að læra, prófa nýja hluti, breyta hegðun, og skora á sjálfa mig og aðra. Þetta er drifkrafturinn minn – löngun til að vaxa og fá meira út úr lífinu. Þegar ég heyrði fyrst um ChatGPT varð ég forvitin: Hvaðan kemur þessi gervigreind og hvernig er best að nýta hana? Þetta er spurning sem líklega margir velta fyrir sér – og ég líka. Eins og með flesta nýjunga tekur það suma lengri tíma að læra, tileinka sér og skilja tæknina, en aðra. Sumir stökkva beint í djúpu laugina, á meðan aðrir taka því rólega. Sjálf er ég enn að læra á möguleika gervigreindarinnar, en forvitnin knýr mig áfram. Hvað er markþjálfun í grunninn? Þegar ég er spurð hvað markþjálfun er, svara ég oftast einfaldlega: „Markþjálfun snýst um sjálfsþekkingu.“ Sem markþjálfi tek ég samtöl sem styðja fólk við að vaxa, skilja styrkleika sína og lífsgildi, og finna stefnu í lífinu. Þetta samtal getur leitt til nýrra sýna og lausna. En spurningin sem ég hef verið að velta fyrir mér er: Getur gervigreind stutt við þessa sjálfsþekkingarvinnu? Gervigreind: Nýr leikmaður í markþjálfunarheiminum? Getur AI verið „markþjálfi“? Gervigreind og markþjálfun eiga margt sameiginlegt. Gervigreindin er þjálfuð – rétt eins og við markþjálfar erum. Við markþjálfar erum þjálfaðir í aðferðarfræðinni og erum stöðugt að læra meira, þannig höldum við okkur í góðu standi með handleiðslu frá öðrum reyndari markþjálfum. Á sama hátt er gervigreindin þjálfuð af okkur mannfólkinu til að hún nýtist okkur mannfólkinu og hana er hægt að þjálfa á marga vegu, þú getur eiginlega klónað þig, hægt er að gera AI Ástu markþjálfa sem ég er einmitt að leika mér við að gera þessa dagana í gegnum fyrirtæki sem bíður upp á slíka þjónustu. Svo hef ég verið hjá henni Bebby AI markþjálfa líka. Tækifærin sem gervigreind býður upp á Gervigreindin getur verið ómetanlegt tól. Hún getur greint gögn, veitt innsýn og jafnvel hjálpað til við sjálfsþekkingu. Við getum ímyndað okkur að AI-tól eins og ChatGPT geti gert ferlið markvissara, til dæmis með því að draga fram persónuleikaþætti sem gætu stutt samtalið okkar en betur sem markþjálfar. Gervigreindin gæti komið með sterkari spurningar en við markþjálfar sem dæmi. Ógnirnar sem þarf að hafa í huga Þrátt fyrir möguleikana koma líka áskoranir. Mun gervigreindin geta veitt þá samkennd og innsýn sem þarf í mannlegum samskiptum? Hvernig tryggjum við að gögn sem gervigreindin safnar séu örugg? Þetta eru stórar siðferðislegar spurningar og er markþjálfasamfélagið út um allan heim að skoða þessi mál. EU er komið með reglugerð sem hægt er að lesa sér til um hér: https://artificialintelligenceact.eu/ svo það er verið að halda utan um þetta sem er mikilvægt að sé gert svo þetta fari ekki úr böndunum. Framtíðarsýn: Gervigreindin og mannlegt innsæi Ég tel að þrátt fyrir alla möguleika gervigreindar verði samkennd og mannlegt innsæi alltaf það sem markþjálfun byggir á. Gervigreind getur þjálfast hratt, en hún hefur ekki sömu dýpt og við höfum í því að skilja tilfinningar og samhengi. Það er líka eitthvað við orðið “gervi” greind sem segir manni um að þetta sé ekki “ekta” sem við manneskjurnar erum eða hvað? Mikið hlakka ég til að deila lærdómnum mínum um gervigreindina og markþjálfun á markþjálfadaginn. Tækifærin eru endalaus í mínum heimi – engar hindranir, bara spennandi áskoranir og tímar framundan! Höfundur er MCC vottaður leiðtoga/stjórnenda markþjálfi og hefur verið sjálfstætt starfandi í 11 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Sjá meira
Forvitni um gervigreind Sem markþjálfi elska ég að læra, prófa nýja hluti, breyta hegðun, og skora á sjálfa mig og aðra. Þetta er drifkrafturinn minn – löngun til að vaxa og fá meira út úr lífinu. Þegar ég heyrði fyrst um ChatGPT varð ég forvitin: Hvaðan kemur þessi gervigreind og hvernig er best að nýta hana? Þetta er spurning sem líklega margir velta fyrir sér – og ég líka. Eins og með flesta nýjunga tekur það suma lengri tíma að læra, tileinka sér og skilja tæknina, en aðra. Sumir stökkva beint í djúpu laugina, á meðan aðrir taka því rólega. Sjálf er ég enn að læra á möguleika gervigreindarinnar, en forvitnin knýr mig áfram. Hvað er markþjálfun í grunninn? Þegar ég er spurð hvað markþjálfun er, svara ég oftast einfaldlega: „Markþjálfun snýst um sjálfsþekkingu.“ Sem markþjálfi tek ég samtöl sem styðja fólk við að vaxa, skilja styrkleika sína og lífsgildi, og finna stefnu í lífinu. Þetta samtal getur leitt til nýrra sýna og lausna. En spurningin sem ég hef verið að velta fyrir mér er: Getur gervigreind stutt við þessa sjálfsþekkingarvinnu? Gervigreind: Nýr leikmaður í markþjálfunarheiminum? Getur AI verið „markþjálfi“? Gervigreind og markþjálfun eiga margt sameiginlegt. Gervigreindin er þjálfuð – rétt eins og við markþjálfar erum. Við markþjálfar erum þjálfaðir í aðferðarfræðinni og erum stöðugt að læra meira, þannig höldum við okkur í góðu standi með handleiðslu frá öðrum reyndari markþjálfum. Á sama hátt er gervigreindin þjálfuð af okkur mannfólkinu til að hún nýtist okkur mannfólkinu og hana er hægt að þjálfa á marga vegu, þú getur eiginlega klónað þig, hægt er að gera AI Ástu markþjálfa sem ég er einmitt að leika mér við að gera þessa dagana í gegnum fyrirtæki sem bíður upp á slíka þjónustu. Svo hef ég verið hjá henni Bebby AI markþjálfa líka. Tækifærin sem gervigreind býður upp á Gervigreindin getur verið ómetanlegt tól. Hún getur greint gögn, veitt innsýn og jafnvel hjálpað til við sjálfsþekkingu. Við getum ímyndað okkur að AI-tól eins og ChatGPT geti gert ferlið markvissara, til dæmis með því að draga fram persónuleikaþætti sem gætu stutt samtalið okkar en betur sem markþjálfar. Gervigreindin gæti komið með sterkari spurningar en við markþjálfar sem dæmi. Ógnirnar sem þarf að hafa í huga Þrátt fyrir möguleikana koma líka áskoranir. Mun gervigreindin geta veitt þá samkennd og innsýn sem þarf í mannlegum samskiptum? Hvernig tryggjum við að gögn sem gervigreindin safnar séu örugg? Þetta eru stórar siðferðislegar spurningar og er markþjálfasamfélagið út um allan heim að skoða þessi mál. EU er komið með reglugerð sem hægt er að lesa sér til um hér: https://artificialintelligenceact.eu/ svo það er verið að halda utan um þetta sem er mikilvægt að sé gert svo þetta fari ekki úr böndunum. Framtíðarsýn: Gervigreindin og mannlegt innsæi Ég tel að þrátt fyrir alla möguleika gervigreindar verði samkennd og mannlegt innsæi alltaf það sem markþjálfun byggir á. Gervigreind getur þjálfast hratt, en hún hefur ekki sömu dýpt og við höfum í því að skilja tilfinningar og samhengi. Það er líka eitthvað við orðið “gervi” greind sem segir manni um að þetta sé ekki “ekta” sem við manneskjurnar erum eða hvað? Mikið hlakka ég til að deila lærdómnum mínum um gervigreindina og markþjálfun á markþjálfadaginn. Tækifærin eru endalaus í mínum heimi – engar hindranir, bara spennandi áskoranir og tímar framundan! Höfundur er MCC vottaður leiðtoga/stjórnenda markþjálfi og hefur verið sjálfstætt starfandi í 11 ár.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun