Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. janúar 2025 15:45 vísir/anton Valskonur eru komnar í 8-liða úrslit EHF-bikarsins í handbolta eftir 31-26 sigur á Malaga Costa del Sol í síðari leik liðanna sem fram fór í N1 höllinni. Fyrri leikurinn á Spáni fór 25-25 þar sem Thea Imani Sturludóttir skoraði jöfnunarmark í blálok leiksins. Þýddu þau úrslit að um algjöran úrslitaleik væri um að ræða á Hlíðarenda í dag um hvort liðið færi áfram. Um var að ræða feykilega sterkan andstæðing en Malaga situr á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og hafa unnið fjölda titla undanfarin ár, þar á meðal EHF-bikarinn árið 2021. Gestirnir hófu leikinn betur og komust í 3-1. Valskonur virtust ekki vera alveg viðbúnar framliggjandi vörn Malaga í upphafi leiks og sóknarleikurinn því örlítið hikstandi. Valskonur voru þó ekki lengi að finna lausnir sóknarlega og voru komnar yfir eftir um tíu mínútna leik, staðan 4-3. Eftir um fimmtán mínútna leik slasaðist leikmaður Malaga, Marta Regordán Silva, og var borin af velli á börum. Skall hún á Hafdísi Renötudóttur þegar hún stökk inn í teiginn og skoraði. Virtist þetta atvik slá Malaga liðið örlítið út af laginu og Valskonur nýttu sér það. Skoruðu heimakonur þrjú mörk í röð og staðan orðin 8-5. Tók þá Malaga leikhlé til þess að stöðva blæðinguna. Gekk það ekki eftir og náðu Valskonur að koma sér í fjögurra marka forystu. Malaga náði þó að minnka muninn rétt fyrir hálfleik niður í tvö mörk. Tók þá Ágúst Jóhannesson, þjálfari Vals, leikhlé og stillti upp í sókn þegar þrjátíu sekúndur voru eftir. Skilaði sú sókn marki og staðan því 13-10 Val í vil í hálfleik. Valskonur hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu tvö hraðaupphlaupsmörk strax í upphafi fyrri hálfleiks. Þjálfari Malaga tók því strax leikhlé eftir aðeins eina og hálfa mínútu í síðari hálfleik og lét sínar konur heyra það. Í framhaldinu náði Malaga að skora tvö mörk í röð en þá fór Valsliðið aftur á skrið. Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum voru Valskonur komnar með sex marka forskot, 22-16, og allt lék í lyndi. Um sama leyti fékk Hildigunnur Einarsdóttir sína þriðju tveggja mínútna brottvísun og þar af leiðandi rautt spjald. Hildigunnur hafði fram að því leikið einstaklega vel í miðri vörn Vals í leiknum. Það sem eftir lifði leiks reyndu gestirnir að saxa á forskot Vals. Náðu þær mest að minnka muninn niður í þrjú mörk en þá voru aðeins tvær mínútur eftir af leiknum. Valskonur sigldu því sigrinum heim að lokum og mikill fögnuður braust út í N1 höllinni þegar leiktíminn rann út. Atvik leiksins Hafdís Renötudóttir, markvörður Vals, var aðalkonan í atviki leiksins. Á 24. mínútu leiksins fékk Malaga víti sem Hafdís varði. Vítaskytta Malaga náði hins vegar frákastinu og var í algjöru dauðafæri. Hafdís gerði sér þó lítið fyrir og mætti skotinu og varði aftur. Frábær tvöföld varsla. Stjörnur og skúrkar Hafdís var frábær í leiknum og varði 17 skot eða rúmlega 40 prósent skota sem hún fékk á sig. Á kafla í síðari hálfleik virtist vera að leikmenn Malaga sæju aðeins svart þegar þær komust einar í gegn gegn Hafdísi. Varnarleikur Vals var einnig frábær í leiknum. Sóknarlega var Elísa Elíasdóttir, línumaður Vals, öflug. Skoraði hún sex mörk úr átta skotum af línunni. Þrátt fyrir að vera næst markahæst hjá Malaga með fjögur mörk þá átti Gabriela Clausson Bitolo ekki góðan dag. Þurfti hún tíu skot til þess að skora þessi fjögur mörk. Gabriela virtist vera lykilmaður Malaga sóknarlega en skilaði greinilega engan vegin því sem til hennar var ætlast í leiknum, enda sat hún á bekknum stóran hluta síðari hálfleiksins. Dómarar Þjóðverjarnir sem dæmdu þennan leik voru með allt á hreinu. Mögulega einn dómur hér og þar sem var vafasamur, en þetta er handbolti. Stemning og umgjörð Góð mæting á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn tjölduðu miklu til og mætti tónlistarmaðurinn Flóni rétt fyrir leik til þess að keyra stemninguna en betur upp. Viðtöl Ágúst Jóhannesson: Þetta er auðvitað einn af þeim Ágúst Jóhannesson, þjálfari ValsVísir/Anton Brink „Tilfinningin er frábær. Mér fannst við spila frábæran leik í dag. Varnarleikurinn var frábær og Hafdís frábær fyrir aftan og við náðum að keyra vel hraðaupphlaupin á þær og í rauninni klaufar að vera ekki meira yfir í hálfleik. Fórum illa með mikið af góðum færum. En svo héldum við bara uppteknum hætti og náðum jafnt og þétt að hrista þær af okkur. Þetta er reynslumikið lið og erfitt að klára þær en mér fannst varnarleikurinn vera grunnurinn að þessu. Við náðum að þétta vel miðjuna og það var gott að fá Elísu inn í þetta og Hildigunnur og Hildur gerðu þetta mjög vel inn í miðjunni og bakverðirnir voru góðir og þær voru að taka erfiðari skot og Hafdís bara öflug fyrir aftan.“ Ágúst telur það hafa gert liðinu gott að hafa tapað gegn Haukum í vikunni í undirbúningnum fyrir þennan leik, en Valur hafði ekki tapað í rúmlega ár þar á undan. „Ég held að eftir á að hyggja þá hafi það gert okkur gott að tapa þessum leik á móti Haukum upp á að ná stelpunum hérna á fullum krafti. Við erum bara á öllum vígstöðum að berjast og það bara tekur á og við vitum að við getum tapað einhverjum leik, en það var aldrei neitt vandamál að peppa þær upp í þetta. Mætingin frábær og stemningin frábær hérna og Evrópuumgjörð. Ég er gríðarlega ánægður og þakklátur fyrir það og stoltur af liðinu.“ Fyrirfram var Malaga liðið talið sterkasta liðið sem eftir væri í EHF-bikarnum en liði er á toppi spænsku deildarinnar. Aðspurður hvort sigurinn í dag væri sá stærsti í sögu íslensks kvenna félagsliðs í handbolta, þá taldi Ágúst hann vera einn af þeim. „Ég ætla svo sem ekkert að fara að fullyrða um það, en þetta er auðvitað einn af þeim. Þetta er auðvitað gríðarlega reynslumikið og gott lið og með mikið fjármagn á bakvið sig og bara allt atvinnumenn í þessu liði og mikið af landsliðsmönnum. Þannig að klárlega fer þetta einhvers staðar á þann skala, en mér finnst bara jákvætt fyrir íslenskan kvennahandbolta að við erum með tvö íslensk félagslið í 8-liða úrslitum, bæði Valur og Haukar og það verður bara spennandi að sjá hvernig framhaldið verður.“ Ágúst segir Valsliði stefna á titilinn en taka þó einn leik fyrir í einu. „Jú, en við skulum bara sjá hvernig drátturinn fer og svona og hvað við fáum næst í þessu. Ég hef svo sem ekki hugmynd um hvaða lið eru þarna eftir, en við sjáum bara til hvernig það verður og nálgumst það bara á fagmennsku áfram.“ EHF-bikarinn Valur
Valskonur eru komnar í 8-liða úrslit EHF-bikarsins í handbolta eftir 31-26 sigur á Malaga Costa del Sol í síðari leik liðanna sem fram fór í N1 höllinni. Fyrri leikurinn á Spáni fór 25-25 þar sem Thea Imani Sturludóttir skoraði jöfnunarmark í blálok leiksins. Þýddu þau úrslit að um algjöran úrslitaleik væri um að ræða á Hlíðarenda í dag um hvort liðið færi áfram. Um var að ræða feykilega sterkan andstæðing en Malaga situr á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og hafa unnið fjölda titla undanfarin ár, þar á meðal EHF-bikarinn árið 2021. Gestirnir hófu leikinn betur og komust í 3-1. Valskonur virtust ekki vera alveg viðbúnar framliggjandi vörn Malaga í upphafi leiks og sóknarleikurinn því örlítið hikstandi. Valskonur voru þó ekki lengi að finna lausnir sóknarlega og voru komnar yfir eftir um tíu mínútna leik, staðan 4-3. Eftir um fimmtán mínútna leik slasaðist leikmaður Malaga, Marta Regordán Silva, og var borin af velli á börum. Skall hún á Hafdísi Renötudóttur þegar hún stökk inn í teiginn og skoraði. Virtist þetta atvik slá Malaga liðið örlítið út af laginu og Valskonur nýttu sér það. Skoruðu heimakonur þrjú mörk í röð og staðan orðin 8-5. Tók þá Malaga leikhlé til þess að stöðva blæðinguna. Gekk það ekki eftir og náðu Valskonur að koma sér í fjögurra marka forystu. Malaga náði þó að minnka muninn rétt fyrir hálfleik niður í tvö mörk. Tók þá Ágúst Jóhannesson, þjálfari Vals, leikhlé og stillti upp í sókn þegar þrjátíu sekúndur voru eftir. Skilaði sú sókn marki og staðan því 13-10 Val í vil í hálfleik. Valskonur hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu tvö hraðaupphlaupsmörk strax í upphafi fyrri hálfleiks. Þjálfari Malaga tók því strax leikhlé eftir aðeins eina og hálfa mínútu í síðari hálfleik og lét sínar konur heyra það. Í framhaldinu náði Malaga að skora tvö mörk í röð en þá fór Valsliðið aftur á skrið. Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum voru Valskonur komnar með sex marka forskot, 22-16, og allt lék í lyndi. Um sama leyti fékk Hildigunnur Einarsdóttir sína þriðju tveggja mínútna brottvísun og þar af leiðandi rautt spjald. Hildigunnur hafði fram að því leikið einstaklega vel í miðri vörn Vals í leiknum. Það sem eftir lifði leiks reyndu gestirnir að saxa á forskot Vals. Náðu þær mest að minnka muninn niður í þrjú mörk en þá voru aðeins tvær mínútur eftir af leiknum. Valskonur sigldu því sigrinum heim að lokum og mikill fögnuður braust út í N1 höllinni þegar leiktíminn rann út. Atvik leiksins Hafdís Renötudóttir, markvörður Vals, var aðalkonan í atviki leiksins. Á 24. mínútu leiksins fékk Malaga víti sem Hafdís varði. Vítaskytta Malaga náði hins vegar frákastinu og var í algjöru dauðafæri. Hafdís gerði sér þó lítið fyrir og mætti skotinu og varði aftur. Frábær tvöföld varsla. Stjörnur og skúrkar Hafdís var frábær í leiknum og varði 17 skot eða rúmlega 40 prósent skota sem hún fékk á sig. Á kafla í síðari hálfleik virtist vera að leikmenn Malaga sæju aðeins svart þegar þær komust einar í gegn gegn Hafdísi. Varnarleikur Vals var einnig frábær í leiknum. Sóknarlega var Elísa Elíasdóttir, línumaður Vals, öflug. Skoraði hún sex mörk úr átta skotum af línunni. Þrátt fyrir að vera næst markahæst hjá Malaga með fjögur mörk þá átti Gabriela Clausson Bitolo ekki góðan dag. Þurfti hún tíu skot til þess að skora þessi fjögur mörk. Gabriela virtist vera lykilmaður Malaga sóknarlega en skilaði greinilega engan vegin því sem til hennar var ætlast í leiknum, enda sat hún á bekknum stóran hluta síðari hálfleiksins. Dómarar Þjóðverjarnir sem dæmdu þennan leik voru með allt á hreinu. Mögulega einn dómur hér og þar sem var vafasamur, en þetta er handbolti. Stemning og umgjörð Góð mæting á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn tjölduðu miklu til og mætti tónlistarmaðurinn Flóni rétt fyrir leik til þess að keyra stemninguna en betur upp. Viðtöl Ágúst Jóhannesson: Þetta er auðvitað einn af þeim Ágúst Jóhannesson, þjálfari ValsVísir/Anton Brink „Tilfinningin er frábær. Mér fannst við spila frábæran leik í dag. Varnarleikurinn var frábær og Hafdís frábær fyrir aftan og við náðum að keyra vel hraðaupphlaupin á þær og í rauninni klaufar að vera ekki meira yfir í hálfleik. Fórum illa með mikið af góðum færum. En svo héldum við bara uppteknum hætti og náðum jafnt og þétt að hrista þær af okkur. Þetta er reynslumikið lið og erfitt að klára þær en mér fannst varnarleikurinn vera grunnurinn að þessu. Við náðum að þétta vel miðjuna og það var gott að fá Elísu inn í þetta og Hildigunnur og Hildur gerðu þetta mjög vel inn í miðjunni og bakverðirnir voru góðir og þær voru að taka erfiðari skot og Hafdís bara öflug fyrir aftan.“ Ágúst telur það hafa gert liðinu gott að hafa tapað gegn Haukum í vikunni í undirbúningnum fyrir þennan leik, en Valur hafði ekki tapað í rúmlega ár þar á undan. „Ég held að eftir á að hyggja þá hafi það gert okkur gott að tapa þessum leik á móti Haukum upp á að ná stelpunum hérna á fullum krafti. Við erum bara á öllum vígstöðum að berjast og það bara tekur á og við vitum að við getum tapað einhverjum leik, en það var aldrei neitt vandamál að peppa þær upp í þetta. Mætingin frábær og stemningin frábær hérna og Evrópuumgjörð. Ég er gríðarlega ánægður og þakklátur fyrir það og stoltur af liðinu.“ Fyrirfram var Malaga liðið talið sterkasta liðið sem eftir væri í EHF-bikarnum en liði er á toppi spænsku deildarinnar. Aðspurður hvort sigurinn í dag væri sá stærsti í sögu íslensks kvenna félagsliðs í handbolta, þá taldi Ágúst hann vera einn af þeim. „Ég ætla svo sem ekkert að fara að fullyrða um það, en þetta er auðvitað einn af þeim. Þetta er auðvitað gríðarlega reynslumikið og gott lið og með mikið fjármagn á bakvið sig og bara allt atvinnumenn í þessu liði og mikið af landsliðsmönnum. Þannig að klárlega fer þetta einhvers staðar á þann skala, en mér finnst bara jákvætt fyrir íslenskan kvennahandbolta að við erum með tvö íslensk félagslið í 8-liða úrslitum, bæði Valur og Haukar og það verður bara spennandi að sjá hvernig framhaldið verður.“ Ágúst segir Valsliði stefna á titilinn en taka þó einn leik fyrir í einu. „Jú, en við skulum bara sjá hvernig drátturinn fer og svona og hvað við fáum næst í þessu. Ég hef svo sem ekki hugmynd um hvaða lið eru þarna eftir, en við sjáum bara til hvernig það verður og nálgumst það bara á fagmennsku áfram.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti