„Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2025 21:43 Aron Pálmarsson er mættur til leiks á HM og fagnar hér eftir sigurinn gegn Kúbu ásamt Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. VÍSIR/VILHELM „Ég er ógeðslega glaður og ánægður með að byrja og fá að koma inn í þetta núna. Maður sá það kannski ekki alveg fyrir tveimur vikum. Ég er ánægður með hvernig við fórum að þessu í dag,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði, sem er mættur til leiks á HM í handbolta. Aron hafði glímt við meiðsli í kálfa og sleppti leiknum við Grænhöfðaeyjar, en fékk það í gegn að spila leikinn í kvöld og er klár í slaginn mikla við Slóvena á mánudagskvöld. „Kálfinn er góður. Það var ákveðið fyrir fram að ég myndi byrja leikinn og spila 10-15 mínútur, fá fílinginn, en ég er orðinn hundrað prósent. Þetta var allt eftir plani,“ sagði Aron við Val Pál Eiríksson í Zagreb. Það kom vissulega til greina að Aron fengi hvíld í kvöld einnig en það vildi hann ekki: „Ég eiginlega barði þetta í gegn. Þjálfararnir voru búnir að segja að ég kæmi inn í milliriðilinn en svo gekk þetta vonum framar. Mig langaði að fá harpix á puttana, spila í höllinni og ég er himinlifandi með að það hafi gengið upp,“ sagði Aron sem hefði líka alveg viljað vera með í fyrsta leik: „Þetta var mjög erfitt [að missa af fyrsta leik]. Þessi stórmótafílingur, fyrsti leikur, peppa sig inn í klefa, geðveikt rafmagn, og labba svo bara út í mætingagallanum og mega ekki vera með… Það var pínu óþægilegt og leiðinlegt. En þá sinnir maður bara öðru hlutverki,“ sagði Aron. Hann skoraði þrjú mörk úr þremur skotum í kvöld, og átti fjórar frábærar stoðsendingar. Klippa: Aron eftir sigurinn gegn Kúbu „Einn tapaður bolti reyndar,“ sagði Aron léttur. „Ég var bara mjög fókuseraður og alveg sama um við hverja við værum að spila. Fókusaði á mig og okkur. Það þurfum við að gera á þessu móti.“ Nú tekur við úrslitaleikur í G-riðli við Slóvena, og má segja að alvaran taki við: „Ég held það sé óhætt að segja það. Við gerðum þetta mjög fagmannlega, fyrstu tvo leikina. Þægilegir leikir en núna er úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins og við ætlum okkur klárlega sigur þar. Það er slatti sem við getum bætt, litlir hlutir, en mér finnst fílingurinn í liðinu góður og ég er mjög spenntur fyrir geggjuðum leik á móti Slóvenum.“ En er ákveðið hve mikið Aron spilar á móti Slóveníu? „Ég vona ekki. Ég segist bara vera hundrað prósent en auðvitað þurfum við líka að vera skynsamir. Þetta er langt mót og ekki úrslitaleikur mótsins. Ég set þetta í hendurnar á þjálfurunum.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Ísland rúllaði yfir Kúbu, 40-19, í öðrum leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Margir leikmenn íslenska liðsins léku vel í leiknum, þó enginn betur en fyrirliðinn Aron Pálmarsson. 18. janúar 2025 21:42 „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ „Þeir voru klárlega slakari aðilinn í dag en þetta var skemmtilegur leikur. Það gekk flest allt upp sem við vorum að gera,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson eftir flotta frammistöðu sína og Íslands í stórsigrinum gegn Kúbu á HM í handbolta í kvöld. 18. janúar 2025 21:27 „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, var mættur í viðtal hjá Vali Páli Eiríkssyni strax eftir öruggan sigur Íslands á Kúbu í kvöld en strákarnir okkar fóru með sannfærand 21 marks sigur af hólmi. 18. janúar 2025 21:29 Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 21 marks sigur á Kúbu, 41-19, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Þetta var fagmannleg afgreiðsla hjá strákunum okkar og eftir tvo fyrstu leikina er íslenska liðið búið að stimpla marga menn inn í mótið. 18. janúar 2025 21:25 Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Ísland fer með að minnsta kosti tvö stig í milliriðlakeppni HM í handbolta, eftir annan viðbúinn stórsigur á mótinu, 40-19, gegn Kúbu í Zagreb í kvöld. 18. janúar 2025 20:51 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Aron hafði glímt við meiðsli í kálfa og sleppti leiknum við Grænhöfðaeyjar, en fékk það í gegn að spila leikinn í kvöld og er klár í slaginn mikla við Slóvena á mánudagskvöld. „Kálfinn er góður. Það var ákveðið fyrir fram að ég myndi byrja leikinn og spila 10-15 mínútur, fá fílinginn, en ég er orðinn hundrað prósent. Þetta var allt eftir plani,“ sagði Aron við Val Pál Eiríksson í Zagreb. Það kom vissulega til greina að Aron fengi hvíld í kvöld einnig en það vildi hann ekki: „Ég eiginlega barði þetta í gegn. Þjálfararnir voru búnir að segja að ég kæmi inn í milliriðilinn en svo gekk þetta vonum framar. Mig langaði að fá harpix á puttana, spila í höllinni og ég er himinlifandi með að það hafi gengið upp,“ sagði Aron sem hefði líka alveg viljað vera með í fyrsta leik: „Þetta var mjög erfitt [að missa af fyrsta leik]. Þessi stórmótafílingur, fyrsti leikur, peppa sig inn í klefa, geðveikt rafmagn, og labba svo bara út í mætingagallanum og mega ekki vera með… Það var pínu óþægilegt og leiðinlegt. En þá sinnir maður bara öðru hlutverki,“ sagði Aron. Hann skoraði þrjú mörk úr þremur skotum í kvöld, og átti fjórar frábærar stoðsendingar. Klippa: Aron eftir sigurinn gegn Kúbu „Einn tapaður bolti reyndar,“ sagði Aron léttur. „Ég var bara mjög fókuseraður og alveg sama um við hverja við værum að spila. Fókusaði á mig og okkur. Það þurfum við að gera á þessu móti.“ Nú tekur við úrslitaleikur í G-riðli við Slóvena, og má segja að alvaran taki við: „Ég held það sé óhætt að segja það. Við gerðum þetta mjög fagmannlega, fyrstu tvo leikina. Þægilegir leikir en núna er úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins og við ætlum okkur klárlega sigur þar. Það er slatti sem við getum bætt, litlir hlutir, en mér finnst fílingurinn í liðinu góður og ég er mjög spenntur fyrir geggjuðum leik á móti Slóvenum.“ En er ákveðið hve mikið Aron spilar á móti Slóveníu? „Ég vona ekki. Ég segist bara vera hundrað prósent en auðvitað þurfum við líka að vera skynsamir. Þetta er langt mót og ekki úrslitaleikur mótsins. Ég set þetta í hendurnar á þjálfurunum.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Ísland rúllaði yfir Kúbu, 40-19, í öðrum leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Margir leikmenn íslenska liðsins léku vel í leiknum, þó enginn betur en fyrirliðinn Aron Pálmarsson. 18. janúar 2025 21:42 „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ „Þeir voru klárlega slakari aðilinn í dag en þetta var skemmtilegur leikur. Það gekk flest allt upp sem við vorum að gera,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson eftir flotta frammistöðu sína og Íslands í stórsigrinum gegn Kúbu á HM í handbolta í kvöld. 18. janúar 2025 21:27 „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, var mættur í viðtal hjá Vali Páli Eiríkssyni strax eftir öruggan sigur Íslands á Kúbu í kvöld en strákarnir okkar fóru með sannfærand 21 marks sigur af hólmi. 18. janúar 2025 21:29 Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 21 marks sigur á Kúbu, 41-19, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Þetta var fagmannleg afgreiðsla hjá strákunum okkar og eftir tvo fyrstu leikina er íslenska liðið búið að stimpla marga menn inn í mótið. 18. janúar 2025 21:25 Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Ísland fer með að minnsta kosti tvö stig í milliriðlakeppni HM í handbolta, eftir annan viðbúinn stórsigur á mótinu, 40-19, gegn Kúbu í Zagreb í kvöld. 18. janúar 2025 20:51 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Ísland rúllaði yfir Kúbu, 40-19, í öðrum leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Margir leikmenn íslenska liðsins léku vel í leiknum, þó enginn betur en fyrirliðinn Aron Pálmarsson. 18. janúar 2025 21:42
„Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ „Þeir voru klárlega slakari aðilinn í dag en þetta var skemmtilegur leikur. Það gekk flest allt upp sem við vorum að gera,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson eftir flotta frammistöðu sína og Íslands í stórsigrinum gegn Kúbu á HM í handbolta í kvöld. 18. janúar 2025 21:27
„Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, var mættur í viðtal hjá Vali Páli Eiríkssyni strax eftir öruggan sigur Íslands á Kúbu í kvöld en strákarnir okkar fóru með sannfærand 21 marks sigur af hólmi. 18. janúar 2025 21:29
Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 21 marks sigur á Kúbu, 41-19, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Þetta var fagmannleg afgreiðsla hjá strákunum okkar og eftir tvo fyrstu leikina er íslenska liðið búið að stimpla marga menn inn í mótið. 18. janúar 2025 21:25
Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Ísland fer með að minnsta kosti tvö stig í milliriðlakeppni HM í handbolta, eftir annan viðbúinn stórsigur á mótinu, 40-19, gegn Kúbu í Zagreb í kvöld. 18. janúar 2025 20:51
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti