Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ Aron Guðmundsson skrifar 18. janúar 2025 09:30 Frá leik Vals á tímabilinu Vísir/Anton Brink Valskonur geta með sigri á heimavelli í dag gegn spænska liðinu Malaga tryggt sér sæti í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handbolta. Um seinni leik liðanna er að ræða, þeim fyrri lauk með jafntefli úti á Spáni. Boðið verður upp á alvöru Evrópustemningu á Hlíðarenda. Ótrúlegri sigurgöngu Vals hér heima lauk á dögunum en hvergi betra en að svara því á heimavelli í Evrópukeppni. „Þetta leggst vel í mig. Andstæðingurinn er feyki öflugur en við gerðum jafntefli við þær á útivelli sem var kannski frekar óvænt en við ætlum að vera vel undirbúin, reyna að klára einvígið,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. „Þær eru í 2.sæti í deildinni í dag, eru með portúgalska landsliðsmenn bæði á miðjunni og vinstra megin, spænskan landsliðsmann á línunni og brasilíska örvhenta skyttu sem er í A-landsliðinu þar líka ásamt því að vera með tvær spænskar í viðbót. Hornamann og markmann sem eru fyrrverandi landsliðsmenn. Þetta er mjög reynslumikið lið sem við erum að mæta, mjög vel spilandi, gott lið sem spilar sterka 6-0 vörn og eru með góðar skyttur. Við þurfum bara að hitta á góðan dag. Með því að við séum á okkar besta degi og með góðan stuðning áhorfenda, getum við vel gert góða hluti.“ Frammistaða Vals í fyrri leiknum gefi góð fyrirheit þar sem að Hlíðarenda liðið var óheppið að fara ekki af hólmi með sigur. „Við leiddum meira og minna allan leikinn. Ég var mjög ánægður með úrslitin en eins og leikurinn þróaðist hefði ekkert verið óeðlilegt ef við hefðum unnið hann með tveimur til þremur mörkum. Við þurfum auðvitað að hitta á góðan leik, vera vel undirbúin sem og við verðum og ég vona virkilega að fólk fjölmenni á pallana. Þetta er frábært lið, gaman fyrir unga og efnilega handboltakrakka að koma og sjá þessa leikmenn. Ég vona að foreldrarnir drífi sig á völlinn, taki krakkana með og að við fáum hérna alvöru Evrópustemningu. Við tökum vonandi bara Spánverjana á taugum með fullt hús hérna og alvöru Evrópustemningu.“ Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari ValsVísir/Vilhelm Vissu að á einhverjum tímapunkti kæmi að tapleik Ótrúlegri sigurgöngu Vals hér heima, sem stóð yfir í 452 daga og taldi 40 leiki lauk á miðvikudaginn síðastliðinn gegn Haukum. „Þær voru bara mun betri en við. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Við vissum auðvitað að á einhverjum tímapunkti kæmi að þessu tapi, kannski var það bara ágætt til þess að ýta aðeins við okkur og koma okkur aðeins aftur upp á tær. Það breytir engu við mætum á fullu gasi á morgun. Það er ekkert auðvelt, þó að við séum með sterkt og vel skipað lið, að koma í alla leiki á fullu gasi en það hafa þær alltaf gert. Það er stórt hrós til liðsins. Faglegar í allri sinni nálgun Ekki á hverjum degi sem lið fer á slíka sigurgöngu. „Þetta er auðvitað einstakt, mjög stórt og þetta er ekkert auðvelt. Ég hef bara sagt það um leikmannahópinn hjá mér að þetta eru mjög reynslumiklir leikmenn í bland við mjög unga og efnilega. Þær eru mjög agaðar, vinnusamar og mjög faglegar í allri sinni nálgun. Það er ekkert auðvelt, þó að við séum með sterkt og vel skipað lið, að koma í alla leiki á fullu gasi en það hafa þær alltaf gert. “ Ágúst Þór með sínu liðivísir/hulda „Það er stórt hrós til liðsins. Það eru auðvitað á sama tíma mörg önnur góð lið í deildinni. Haukarnir voru feikilega öflugar á móti okkur og áttu bara skilið að vinna en við höldum áfram og ætlum okkur að vera áfram á toppnum.“ Seinni leikur Vals og Malaga fer fram í N1-höllinni að Hlíðarenda í dag og hefst klukkan hálf fimm. Sæti í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar bíður sigurliðsins. Valur Handbolti Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
„Þetta leggst vel í mig. Andstæðingurinn er feyki öflugur en við gerðum jafntefli við þær á útivelli sem var kannski frekar óvænt en við ætlum að vera vel undirbúin, reyna að klára einvígið,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. „Þær eru í 2.sæti í deildinni í dag, eru með portúgalska landsliðsmenn bæði á miðjunni og vinstra megin, spænskan landsliðsmann á línunni og brasilíska örvhenta skyttu sem er í A-landsliðinu þar líka ásamt því að vera með tvær spænskar í viðbót. Hornamann og markmann sem eru fyrrverandi landsliðsmenn. Þetta er mjög reynslumikið lið sem við erum að mæta, mjög vel spilandi, gott lið sem spilar sterka 6-0 vörn og eru með góðar skyttur. Við þurfum bara að hitta á góðan dag. Með því að við séum á okkar besta degi og með góðan stuðning áhorfenda, getum við vel gert góða hluti.“ Frammistaða Vals í fyrri leiknum gefi góð fyrirheit þar sem að Hlíðarenda liðið var óheppið að fara ekki af hólmi með sigur. „Við leiddum meira og minna allan leikinn. Ég var mjög ánægður með úrslitin en eins og leikurinn þróaðist hefði ekkert verið óeðlilegt ef við hefðum unnið hann með tveimur til þremur mörkum. Við þurfum auðvitað að hitta á góðan leik, vera vel undirbúin sem og við verðum og ég vona virkilega að fólk fjölmenni á pallana. Þetta er frábært lið, gaman fyrir unga og efnilega handboltakrakka að koma og sjá þessa leikmenn. Ég vona að foreldrarnir drífi sig á völlinn, taki krakkana með og að við fáum hérna alvöru Evrópustemningu. Við tökum vonandi bara Spánverjana á taugum með fullt hús hérna og alvöru Evrópustemningu.“ Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari ValsVísir/Vilhelm Vissu að á einhverjum tímapunkti kæmi að tapleik Ótrúlegri sigurgöngu Vals hér heima, sem stóð yfir í 452 daga og taldi 40 leiki lauk á miðvikudaginn síðastliðinn gegn Haukum. „Þær voru bara mun betri en við. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Við vissum auðvitað að á einhverjum tímapunkti kæmi að þessu tapi, kannski var það bara ágætt til þess að ýta aðeins við okkur og koma okkur aðeins aftur upp á tær. Það breytir engu við mætum á fullu gasi á morgun. Það er ekkert auðvelt, þó að við séum með sterkt og vel skipað lið, að koma í alla leiki á fullu gasi en það hafa þær alltaf gert. Það er stórt hrós til liðsins. Faglegar í allri sinni nálgun Ekki á hverjum degi sem lið fer á slíka sigurgöngu. „Þetta er auðvitað einstakt, mjög stórt og þetta er ekkert auðvelt. Ég hef bara sagt það um leikmannahópinn hjá mér að þetta eru mjög reynslumiklir leikmenn í bland við mjög unga og efnilega. Þær eru mjög agaðar, vinnusamar og mjög faglegar í allri sinni nálgun. Það er ekkert auðvelt, þó að við séum með sterkt og vel skipað lið, að koma í alla leiki á fullu gasi en það hafa þær alltaf gert. “ Ágúst Þór með sínu liðivísir/hulda „Það er stórt hrós til liðsins. Það eru auðvitað á sama tíma mörg önnur góð lið í deildinni. Haukarnir voru feikilega öflugar á móti okkur og áttu bara skilið að vinna en við höldum áfram og ætlum okkur að vera áfram á toppnum.“ Seinni leikur Vals og Malaga fer fram í N1-höllinni að Hlíðarenda í dag og hefst klukkan hálf fimm. Sæti í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar bíður sigurliðsins.
Valur Handbolti Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira