Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. janúar 2025 18:24 Um 250.000 manns sem áttu miða á innsetningarathöfnina sitja nú eftir með sárt ennið. AP Innsetningarathöfn Donalds Trump næstkomandi mánudag verður haldin innandyra í hringhvelfingu þinghússins í Washington vegna slæmrar veðurspár. Fjörutíu ár eru síðan athöfnin var síðast haldin innandyra þegar Ronald Reagan var svarinn í embættið 1985, þá einnig vegna veðurs. Trump greindi frá þessu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Þar segir hann að vegna kuldakasts í kortunum þurfi að huga að öryggi fólks, og athöfnin verði því færð inn. „Mín skylda er að vernda fólkið í landinu, en áður en við hefjumst handa þurfum við að huga að sjálfri innsetningarathöfninni. Samkvæmt veðurspánni gæti kuldinn mælst í sögulegum lægðum með tilliti til vinda og hitaspár ... ég vil ekki sjá fólk slasast á neinn hátt ... sumir myndu þurfa standa úti í allt að 20 klukkustundir,“ sagði Trump í færslu sinni. Bein útsending frá íþróttaleikvangi Trump segir að bein útsending verði frá innsetningarathöfninni frá íþróttahöllinni Capital One Arena, og þangað muni hann fara eftir athöfnina. Þá standi til að aðrir viðburðir dagsins fari ekki úr skorðum, sigurgangan og böllin um kvöldið. „Allir verða öruggir, allir verða glaðir og við munum, saman, gera Bandaríkin góð á ný,“ sagði Trump. Sex stiga frost og vindhviður Ískalt heimskautaloft gengur yfir Kanada og spár gera ráð fyrir að loftið nái norðurhluta Bandaríkjanna snemma á laugardaginn með tilheyrandi frosti. Spáð er allt að sex gráðu frosti í Washington á mánudaginn næstkomandi, sem yrði kaldasti dagur forsetainnsetningar síðan Reagan var svarinn í embætti árið 1985, en þá náði frostið 13 gráðum þegar verst lét. Þá gera spár ráð fyrir að vindhraði verði um 10 m/s með hviðum allt að 14 m/s. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Trump greindi frá þessu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Þar segir hann að vegna kuldakasts í kortunum þurfi að huga að öryggi fólks, og athöfnin verði því færð inn. „Mín skylda er að vernda fólkið í landinu, en áður en við hefjumst handa þurfum við að huga að sjálfri innsetningarathöfninni. Samkvæmt veðurspánni gæti kuldinn mælst í sögulegum lægðum með tilliti til vinda og hitaspár ... ég vil ekki sjá fólk slasast á neinn hátt ... sumir myndu þurfa standa úti í allt að 20 klukkustundir,“ sagði Trump í færslu sinni. Bein útsending frá íþróttaleikvangi Trump segir að bein útsending verði frá innsetningarathöfninni frá íþróttahöllinni Capital One Arena, og þangað muni hann fara eftir athöfnina. Þá standi til að aðrir viðburðir dagsins fari ekki úr skorðum, sigurgangan og böllin um kvöldið. „Allir verða öruggir, allir verða glaðir og við munum, saman, gera Bandaríkin góð á ný,“ sagði Trump. Sex stiga frost og vindhviður Ískalt heimskautaloft gengur yfir Kanada og spár gera ráð fyrir að loftið nái norðurhluta Bandaríkjanna snemma á laugardaginn með tilheyrandi frosti. Spáð er allt að sex gráðu frosti í Washington á mánudaginn næstkomandi, sem yrði kaldasti dagur forsetainnsetningar síðan Reagan var svarinn í embætti árið 1985, en þá náði frostið 13 gráðum þegar verst lét. Þá gera spár ráð fyrir að vindhraði verði um 10 m/s með hviðum allt að 14 m/s.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira