„Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. janúar 2025 22:47 Benjamín Nökkvi Björnsson lést árið 2015, þá ellefu ára gamall. Móðir drengs sem sigraðist tvisvar á hvítblæði áður en hann lést ellefu ára gamall, segir mikilvægt að lífsviðhorfi hans og stóra hjarta sé aldrei gleymt. Hún vinnur nú að því að gefa út bók um sögu sonarins. Benjamín Nökkvi Björnsson greindist með sjaldgæfa tegund hvítblæðis einungis níu vikna gamall. Átta mánaða fór hann í beinmergsskipti og sigraðist á krabbameininu, fyrstur íslenskra barna. Árið 2005 tók krabbameinið sig upp aftur en Benjamín sigraðist á meininu á ný. Hann var svo sex ára þegar hann greindist með sjaldgæfan og ólæknandi lungnasjúkdóm. Eygló Guðmundsdóttir, móðir Benjamíns, segir hann ávallt hafa tekið veikindunum með miklu æðruleysi. „Við höfum bara ákveðin lífsgæði sem við getum unnið með. Maður getur kannski farið í tvær áttir, maður getur verið bitur og pælt í því sem maður getur ekki, eða gert eins og Benjamín og margir aðrir að smætta niður væntingar. Hann var lukkulegur og hugsaði „Okei, ég verð kannski ekki fótboltamaður ef ég fæ ný lungu, en ég get orðið góður stjóri.“ Eða bara: „Geggjað að geta labbað upp stigann án þess að nota súrefni.“,“ segir Eygló. Benjamín hafði verið á biðlista eftir nýjum lungum í fjórtán mánuði þegar honum hrakaði verulega. Hann var lagður inn á Barnaspítalann og lést þar föstudaginn 1. maí árið 2015, tæpum þremur mánuðum fyrir tólf ára afmælisdaginn. „Það er ekki fyrr en á föstudeginum að hann vissi. Og þá var hann í raun og veru að láta mig vita að hann vissi að þetta væri búið. Ég held reyndar að hvorugt okkar hafi vitað að þetta væri búið þennan dag. En þá er eins og að hann klári að tala um þessa hluti. Hann vill endilega hringja í mömmu mína sem býr fyrir vestan. Ég fékk að vita eftir á að hann segir: „Amma, ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský.“,“ segir Eygló. Benjamín fannst fátt skemmtilegra en fótbolti. Hans lið voru Fylkir og Liverpool. Hún safnar nú styrkjum á KarolinaFund til að gefa út bókina Bréf til Benjamíns, megi kyndillinn loga áfram, og fjallar um sögu þessa kraftmikla og áhrifaríka drengs, sem snerti hjörtu allra sem kynntust honum. „Ég er ekki að segja að hann sé að skrifa í gengum mig, en ég trúi því samt að hann hafi komið á þessa jörð með lífssamning við hvað sem það nú heitir einhvers staðar annars staðar, að koma sem einhverskonar kennari en gert samning um að hann þyrfti bara að vera í mjög stuttan tíma. Og svo tæki ég bara við,“ segir Eygló. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Bókaútgáfa Tengdar fréttir „Gangandi kraftaverk“ Benjamín Nökkvi greindist með alvarlegan sjúkdóm og var honum ekki hugað líf. Þrátt fyrir þrálát veikindi alla hans ævi stendur hann sig eins og hetja og lítur lífið björtum augum. 26. febrúar 2014 21:45 Óskar þess að fá að spila fótbolta aftur Benjamín Nökkvi er 10 ára gamall drengur sem gengið hefur í gegnum töluvert meira en flestir jafnaldrar sínir. Líf hans hefur einkennst af miklum veikindum, en þrátt fyrir það lítur hann lífið björtum augum og óskar þess að fá að spila fótbolta aftur. 28. mars 2014 10:53 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Benjamín Nökkvi Björnsson greindist með sjaldgæfa tegund hvítblæðis einungis níu vikna gamall. Átta mánaða fór hann í beinmergsskipti og sigraðist á krabbameininu, fyrstur íslenskra barna. Árið 2005 tók krabbameinið sig upp aftur en Benjamín sigraðist á meininu á ný. Hann var svo sex ára þegar hann greindist með sjaldgæfan og ólæknandi lungnasjúkdóm. Eygló Guðmundsdóttir, móðir Benjamíns, segir hann ávallt hafa tekið veikindunum með miklu æðruleysi. „Við höfum bara ákveðin lífsgæði sem við getum unnið með. Maður getur kannski farið í tvær áttir, maður getur verið bitur og pælt í því sem maður getur ekki, eða gert eins og Benjamín og margir aðrir að smætta niður væntingar. Hann var lukkulegur og hugsaði „Okei, ég verð kannski ekki fótboltamaður ef ég fæ ný lungu, en ég get orðið góður stjóri.“ Eða bara: „Geggjað að geta labbað upp stigann án þess að nota súrefni.“,“ segir Eygló. Benjamín hafði verið á biðlista eftir nýjum lungum í fjórtán mánuði þegar honum hrakaði verulega. Hann var lagður inn á Barnaspítalann og lést þar föstudaginn 1. maí árið 2015, tæpum þremur mánuðum fyrir tólf ára afmælisdaginn. „Það er ekki fyrr en á föstudeginum að hann vissi. Og þá var hann í raun og veru að láta mig vita að hann vissi að þetta væri búið. Ég held reyndar að hvorugt okkar hafi vitað að þetta væri búið þennan dag. En þá er eins og að hann klári að tala um þessa hluti. Hann vill endilega hringja í mömmu mína sem býr fyrir vestan. Ég fékk að vita eftir á að hann segir: „Amma, ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský.“,“ segir Eygló. Benjamín fannst fátt skemmtilegra en fótbolti. Hans lið voru Fylkir og Liverpool. Hún safnar nú styrkjum á KarolinaFund til að gefa út bókina Bréf til Benjamíns, megi kyndillinn loga áfram, og fjallar um sögu þessa kraftmikla og áhrifaríka drengs, sem snerti hjörtu allra sem kynntust honum. „Ég er ekki að segja að hann sé að skrifa í gengum mig, en ég trúi því samt að hann hafi komið á þessa jörð með lífssamning við hvað sem það nú heitir einhvers staðar annars staðar, að koma sem einhverskonar kennari en gert samning um að hann þyrfti bara að vera í mjög stuttan tíma. Og svo tæki ég bara við,“ segir Eygló.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Bókaútgáfa Tengdar fréttir „Gangandi kraftaverk“ Benjamín Nökkvi greindist með alvarlegan sjúkdóm og var honum ekki hugað líf. Þrátt fyrir þrálát veikindi alla hans ævi stendur hann sig eins og hetja og lítur lífið björtum augum. 26. febrúar 2014 21:45 Óskar þess að fá að spila fótbolta aftur Benjamín Nökkvi er 10 ára gamall drengur sem gengið hefur í gegnum töluvert meira en flestir jafnaldrar sínir. Líf hans hefur einkennst af miklum veikindum, en þrátt fyrir það lítur hann lífið björtum augum og óskar þess að fá að spila fótbolta aftur. 28. mars 2014 10:53 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
„Gangandi kraftaverk“ Benjamín Nökkvi greindist með alvarlegan sjúkdóm og var honum ekki hugað líf. Þrátt fyrir þrálát veikindi alla hans ævi stendur hann sig eins og hetja og lítur lífið björtum augum. 26. febrúar 2014 21:45
Óskar þess að fá að spila fótbolta aftur Benjamín Nökkvi er 10 ára gamall drengur sem gengið hefur í gegnum töluvert meira en flestir jafnaldrar sínir. Líf hans hefur einkennst af miklum veikindum, en þrátt fyrir það lítur hann lífið björtum augum og óskar þess að fá að spila fótbolta aftur. 28. mars 2014 10:53