Fyrirfram var ekki reiknað með að Aron gæti leikið með íslenska liðinu fyrr en í fyrsta lagi í milliriðli en hann æfði ekkert með liðinu í aðdraganda mótsins vegna meiðsla í kálfa. Í gær varð greinilega einhver breyting á þeim horfum þar sem Aron var skráður inn á HM.
Það er Haukur Þrastarsson sem þarf að víkja fyrir Aroni og hvílir því í kvöld ásamt Einari Þorsteini Ólafssyni.
Leikmannahópur Íslands fyrir leikinn gegn Kúbu á eftir er sem hér segir:
Markverðir
Björgvin Páll Gústavsson
Viktor Gísli Hallgrímsson
Útileikmenn
Aron Pálmarsson
Bjarki Már Elísson
Elliði Snær Viðarsson
Elvar Örn Jónsson
Gísli Þorgeir Kristjánsson
Janus Daði Smárason
Orri Freyr Þorkelsson
Óðinn Þór Ríkharðsson
Sigvaldi Björn Guðjónsson
Sveinn Jóhannsson
Teitur Örn Einarsson
Viggó Kristjánsson
Ýmir Örn Gíslason
Þorsteinn Leó Gunnarsson