Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 18. janúar 2025 18:33 Ég er miðaldra kona, öryrkja og úr lágstétt, komin af verkafólki, þetta eru allt áhættuþættir þegar kemur að því að fá læknisþjónustu. Allir vita að konur eru bara móðursjúkar (Mæli með Móðursýkiskastið á Heimildinni) og gera allt of mikið úr veikindum sínum og ekki lagast það að verða miðaldra öryrki ja maður getur bara gleymt því í raun. Læknar hlæja að manni, gera lítið úr veikindum manns og hunsa mann og maður upplifir að maður sé fyrir og bara ruglaður. Þetta hefur kostað mannslíf. Nokkur „skemmtileg" dæmi Það hringdi í mig læknir og tjáði mér, „við vitum ekki hvað er að þér en erum nokkuð vissir um að það drepur þig ekki." Ég fékk lyf og leiðbeiningar um inntöku á glasinu var „takist hálftíma fyrir verki." Ég þurfti að endurnýja örorkuna mína fyrir mörgum árum, læknirinn mælti með 50% örorku því það væri ekkert líf fyrir þrítuga konu að sitja heima alla dag, þó það sé kannski rétt þá læknaði það mig ekki, ég varð samt að bíta á jaxlinn og vinna hálfan daginn í tvö ár uns ég fékk þessu breytt aftur. 2018 sagði ég lækni frá vandamáli sem hefði verið að hrjá mig um skeið, hún brást hlæjandi við og spurði, með orðunum hvernig getur það gerst, ég komst svo að því síðar þegar ég þorði að nefna þetta við annan læknir að þetta væri ekkert til að hlæja að og hefði betur verið rannsakað betur þá og væri líklega tengt þessu sem er að hrjá mig núna. Eitt ruglið var að læknir, sem ég var búin að bíða eftir tíma hjá í 15 daga svo hann gæti tilvísaði mér áfram gleymdi að senda tilvísunina af stað... ég komst að því fyrir tilviljun, svo ég þurfti að bíða eftir öðrum tíma í nokkra daga hjá öðrum lækni svo hægt væri að klára þetta, þetta var bráðatilfelli! Heilbrigðisstarfsmaður hringdi að bjóða mér tíma í rannsókn ég gat fengið tíma 28 Apríl, ég missti út úr mér, ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja.... svo ég sagði henni að mér væri alvara, ég væri í forgang vegna bráðatilfellis og minn læknir hefði talað um 13 Mars .... þegar hún skoðaði málið sá hún að þetta var bara skráð inn á spjall á innri vef starfsmanna en tíminn aldrei skráður.......... Annar læknir ætlaði að hringja strax þegar hann kæmi úr fríi, það var í ágúst 2023 Ég fór til heimilislæknis í enda árs og ætlaði hann að kanna nokkra hluti fyrir mig, ég les svo á fréttamiðlum að hann er hættur og engir læknar á staðnum, hvað með mig og mín veikindi? er öllum sama þó ég sé búinn að vera með hausverk síðan í ágúst vegna lyfja en hann ætlaði að skoða hvaða önnur lyf sem ég gæti fengið? eða að ég sé enn með verki og hreyfiskerðingu síðan ég braut úlnliðinn fyrir ári, hann sendi mig í myndgreiningu en hvað ef engin fylgir því eftir eða veit af því þá gerist varla neitt, eina leiðin er að bíða eftir öðrum tíma í nokkra mánuði. Ég þurfti að leita á bráðamóttökuna núna í byrjun janúar því það small eitthvað í öxlinni á mér, læknirinn vildi senda mig í myndrannsókn og sagði mér að láta heimilislæknirinn fylgja því eftir, ég tjáði henni að ég byggi á Hvolsvelli og þar væru engir læknar, svo mælti hún með að ég hefði samband við sérfræðilæknirinn sem ég er hjá og segði honum hvað hefði gerst, ég sagði henni að ekki væri hægt að hringja í hann, hún hélt nú samt að hann vildi vita af þessu, en hann er einn af þessum Óínáanlegu, ég pantaði símatíma það eru komnar 2 vikur síðan. En öryrkjar þekkja þetta vel að vera aftast í röðinni og gleymast ótengt kyni og aldri, það sama má segja um þá sem lifa við fátækramörk og ekki geta farið í rannsóknir og pantað tíma hjá hvaða lækni sem er. Það þarf að verða viðhorfsbreyting hjá læknastéttinni gagnvart konum, öryrkjum og láglaunafólki við eigum ekki og getum ekki alltaf beðið, við megum líka eiga okkur mannsæmandi líf minni áhyggjur og verki. Hvernig væri að veita meiri pening í heilbrigðiskerfið svo allir geti fengið viðunandi þjónustu óháð kyni og fjárhag? Og bæta kjör þeirra lægst launuðustu því án okkar getið þið ekki sinnt ykkar störfum, það þarf að þrífa, passa börn, annast aldraða og sjúka og elda mat, án verkafólks myndi fátt gerast í þjóðfélaginu. Hættum að mismuna fólki við erum öll mikilvæg. Ómissandi fólk - Magnús Eiríksson Höfundur hefur verki með þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er miðaldra kona, öryrkja og úr lágstétt, komin af verkafólki, þetta eru allt áhættuþættir þegar kemur að því að fá læknisþjónustu. Allir vita að konur eru bara móðursjúkar (Mæli með Móðursýkiskastið á Heimildinni) og gera allt of mikið úr veikindum sínum og ekki lagast það að verða miðaldra öryrki ja maður getur bara gleymt því í raun. Læknar hlæja að manni, gera lítið úr veikindum manns og hunsa mann og maður upplifir að maður sé fyrir og bara ruglaður. Þetta hefur kostað mannslíf. Nokkur „skemmtileg" dæmi Það hringdi í mig læknir og tjáði mér, „við vitum ekki hvað er að þér en erum nokkuð vissir um að það drepur þig ekki." Ég fékk lyf og leiðbeiningar um inntöku á glasinu var „takist hálftíma fyrir verki." Ég þurfti að endurnýja örorkuna mína fyrir mörgum árum, læknirinn mælti með 50% örorku því það væri ekkert líf fyrir þrítuga konu að sitja heima alla dag, þó það sé kannski rétt þá læknaði það mig ekki, ég varð samt að bíta á jaxlinn og vinna hálfan daginn í tvö ár uns ég fékk þessu breytt aftur. 2018 sagði ég lækni frá vandamáli sem hefði verið að hrjá mig um skeið, hún brást hlæjandi við og spurði, með orðunum hvernig getur það gerst, ég komst svo að því síðar þegar ég þorði að nefna þetta við annan læknir að þetta væri ekkert til að hlæja að og hefði betur verið rannsakað betur þá og væri líklega tengt þessu sem er að hrjá mig núna. Eitt ruglið var að læknir, sem ég var búin að bíða eftir tíma hjá í 15 daga svo hann gæti tilvísaði mér áfram gleymdi að senda tilvísunina af stað... ég komst að því fyrir tilviljun, svo ég þurfti að bíða eftir öðrum tíma í nokkra daga hjá öðrum lækni svo hægt væri að klára þetta, þetta var bráðatilfelli! Heilbrigðisstarfsmaður hringdi að bjóða mér tíma í rannsókn ég gat fengið tíma 28 Apríl, ég missti út úr mér, ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja.... svo ég sagði henni að mér væri alvara, ég væri í forgang vegna bráðatilfellis og minn læknir hefði talað um 13 Mars .... þegar hún skoðaði málið sá hún að þetta var bara skráð inn á spjall á innri vef starfsmanna en tíminn aldrei skráður.......... Annar læknir ætlaði að hringja strax þegar hann kæmi úr fríi, það var í ágúst 2023 Ég fór til heimilislæknis í enda árs og ætlaði hann að kanna nokkra hluti fyrir mig, ég les svo á fréttamiðlum að hann er hættur og engir læknar á staðnum, hvað með mig og mín veikindi? er öllum sama þó ég sé búinn að vera með hausverk síðan í ágúst vegna lyfja en hann ætlaði að skoða hvaða önnur lyf sem ég gæti fengið? eða að ég sé enn með verki og hreyfiskerðingu síðan ég braut úlnliðinn fyrir ári, hann sendi mig í myndgreiningu en hvað ef engin fylgir því eftir eða veit af því þá gerist varla neitt, eina leiðin er að bíða eftir öðrum tíma í nokkra mánuði. Ég þurfti að leita á bráðamóttökuna núna í byrjun janúar því það small eitthvað í öxlinni á mér, læknirinn vildi senda mig í myndrannsókn og sagði mér að láta heimilislæknirinn fylgja því eftir, ég tjáði henni að ég byggi á Hvolsvelli og þar væru engir læknar, svo mælti hún með að ég hefði samband við sérfræðilæknirinn sem ég er hjá og segði honum hvað hefði gerst, ég sagði henni að ekki væri hægt að hringja í hann, hún hélt nú samt að hann vildi vita af þessu, en hann er einn af þessum Óínáanlegu, ég pantaði símatíma það eru komnar 2 vikur síðan. En öryrkjar þekkja þetta vel að vera aftast í röðinni og gleymast ótengt kyni og aldri, það sama má segja um þá sem lifa við fátækramörk og ekki geta farið í rannsóknir og pantað tíma hjá hvaða lækni sem er. Það þarf að verða viðhorfsbreyting hjá læknastéttinni gagnvart konum, öryrkjum og láglaunafólki við eigum ekki og getum ekki alltaf beðið, við megum líka eiga okkur mannsæmandi líf minni áhyggjur og verki. Hvernig væri að veita meiri pening í heilbrigðiskerfið svo allir geti fengið viðunandi þjónustu óháð kyni og fjárhag? Og bæta kjör þeirra lægst launuðustu því án okkar getið þið ekki sinnt ykkar störfum, það þarf að þrífa, passa börn, annast aldraða og sjúka og elda mat, án verkafólks myndi fátt gerast í þjóðfélaginu. Hættum að mismuna fólki við erum öll mikilvæg. Ómissandi fólk - Magnús Eiríksson Höfundur hefur verki með þessu.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar