Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2025 10:42 Donald Trump tekur við embætti á morgun. AP/Matt Rourke Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á morgun, stofnaði í gær eigin rafmynt. Virði rafmyntarinnar hefur aukist mjög en hún hefur þó orðið fyrir töluverðri gagnrýni. Rafmynt þessi ber nafnið $TRUMP og er hún skilgreind sem svokölluð meme-rafmynt og byggir hún á Solana-gagnakeðjunni (e. Blockchain). Samkvæmt upplýsingum á síðu rafmyntarinnar er búið að gefa út 200 milljón rafmyntir og 800 milljónir til viðbótar gefnar út á næstu þremur árum. Trump tilkynnti rafmynt sína á samfélagsmiðlum í gær. Þessar svokölluðu „meme“-rafmyntir eru alræmdar fyrir það að virði þeirra getur ekki byggt á neinu öðru en mikilli umfjöllun og spennu kringum þær. Virði rafmyntarinnar jókst mjög í upphafi og var heildarverðmæti rafmyntanna metið á sex milljarða dala í gærkvöldi, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Þegar þetta er skrifað er virðið komið í 12,9 milljarða dala, samkvæmt Coin Market Cap. Það samsvarar um 1,8 billjón króna. Útgáfa rafmyntarinnar hefur verið gagnrýnd töluvert og meðal annars af stuðningsmönnum Trumps og rafmynta. Stærsta gagnrýnisatriðið er að áttatíu prósent rafmyntanna eru í eigu félaga í eigu fyrirtækis Trumps. Þá hefur WSJ eftir sérfræðingum að rafmyntin veki áhyggjur varðandi hagsmunaárekstra. Erlendir aðilar og forsvarsmenn fyrirtækja geti keypt rafmynt til að hafa áhrif á Trump. Trump hefur heitið því að gera rafmynt hátt undir höfði, ef svo má segja, á kjörtímabili sínu. Hann hefur meðal annars talað um að gera lög til að bæta viðskipti með rafmyntir og talað um Washington DC sem höfuðborg rafmynta. Bandaríkin Donald Trump Rafmyntir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Rafmynt þessi ber nafnið $TRUMP og er hún skilgreind sem svokölluð meme-rafmynt og byggir hún á Solana-gagnakeðjunni (e. Blockchain). Samkvæmt upplýsingum á síðu rafmyntarinnar er búið að gefa út 200 milljón rafmyntir og 800 milljónir til viðbótar gefnar út á næstu þremur árum. Trump tilkynnti rafmynt sína á samfélagsmiðlum í gær. Þessar svokölluðu „meme“-rafmyntir eru alræmdar fyrir það að virði þeirra getur ekki byggt á neinu öðru en mikilli umfjöllun og spennu kringum þær. Virði rafmyntarinnar jókst mjög í upphafi og var heildarverðmæti rafmyntanna metið á sex milljarða dala í gærkvöldi, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Þegar þetta er skrifað er virðið komið í 12,9 milljarða dala, samkvæmt Coin Market Cap. Það samsvarar um 1,8 billjón króna. Útgáfa rafmyntarinnar hefur verið gagnrýnd töluvert og meðal annars af stuðningsmönnum Trumps og rafmynta. Stærsta gagnrýnisatriðið er að áttatíu prósent rafmyntanna eru í eigu félaga í eigu fyrirtækis Trumps. Þá hefur WSJ eftir sérfræðingum að rafmyntin veki áhyggjur varðandi hagsmunaárekstra. Erlendir aðilar og forsvarsmenn fyrirtækja geti keypt rafmynt til að hafa áhrif á Trump. Trump hefur heitið því að gera rafmynt hátt undir höfði, ef svo má segja, á kjörtímabili sínu. Hann hefur meðal annars talað um að gera lög til að bæta viðskipti með rafmyntir og talað um Washington DC sem höfuðborg rafmynta.
Bandaríkin Donald Trump Rafmyntir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira