Handbolti

HM í dag: Nætur­vakt, kúkur á bíl og ömur­legur bíl­stjóri

Valur Páll Eiríksson skrifar
Farið var yfir Kúbuleikinn á hóteli fjölmiðlamanna seint í gærkvöld.
Farið var yfir Kúbuleikinn á hóteli fjölmiðlamanna seint í gærkvöld. Vísir/Sigurður

Fjórði þátturinn af HM í dag var tekinn upp seint eftir sigur Íslands á Kúbu. Leikurinn var lengi að líða en strákarnir stóðu sína pligt.

Ömurlegur leigubílstjóri, erjur Óla Stef og Gumma Gumm, viðskiptamaðurinn Osmani Miniet og kúkur á bíl er meðal þess sem bregður fyrir í þætti dagsins.

Kúbverjar unnust auðveldlega líkt og Grænhöfðaeyjar og nú búa menn sig undir það að alvaran taki við.

Sem fyrr er þátturinn í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Vals Páls Eiríkssonar og myndataka og eftirvinnsla í höndum Sigurðar Más Davíðssonar.

Sjón er sögu ríkari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×