Handbolti

Mynda­syrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb

Valur Páll Eiríksson skrifar
Menn voru ekkert að grínast í fótboltanum.
Menn voru ekkert að grínast í fótboltanum. Vísir/Vilhelm

Strákarnir okkar tóku vel á því á æfingu í íþróttahöll liðsins Tresnjevska hér í borg. Þeir búa sig undir fyrstu alvöru prófraun mótsins. Slóvenar bíða á morgun.

Allir voru heilir á æfingu liðsins en vegna smávægilegra óþæginda hvíldu þeir Bjarki Már Elísson og Viktor Gísli Hallgrímsson á meðan fótbolti dagsins fór fram. Eftir það tóku við taktískar æfingar sem taka mið af næsta andstæðingi.

Strákarnir unnu 21 marks sigur á Kúbu í gær og eru jafnir Slóvenum á toppi riðilsins. Þau eru með jafna markatölu eftir álíka örugga sigra á bæði Kúbverjum og Grænhöfðaeyingum. Úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins er klukkan 19:30 á morgun.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var með myndavélina á lofti í dag og afraksturinn má sjá að neðan.

Aron Pálmarsson var býsna glaður. Þeir eldri höfðu betur gegn yngri á æfingunni.Vísir/Vilhelm
Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson voru léttir.Vísir/Vilhelm
Bjarki Már horfir á æfingu dagsins ásamt Örnólfi Valdimarssyni, lækni liðsins.
Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari landsliðsins og faðir Elvars Arnar.Vísir/Vilhelm
Snorri Steinn fagnar.Vísir/Vilhelm
Ýmir Örn og Janus Daði fagna marki.Vísir/Vilhelm
Elliða Snæ gekk illa að fóta sig í rauðu skónum.Vísir/Vilhelm
Sigvaldi með hárið í lagi.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×