Skoðun

Við­horf

Leifur Helgi Konráðsson skrifar

Eitt sinn las ég að um 90% lífshamingjunnar snerist um viðhorf en aðeins 10% um hvað við værum raunverulega að gera. Ef hamingjan veltur á því hvað við gerum og hvernig aðstæður eru þá er hún völt og afar auðvelt að stugga við henni, þarf ekki meira en að hitta ókurteisan aðila. Ef hamingjan á að vera stöðug þarf hún að styðjast við það sem er stöðugt og það sem við getum raunverulega stjórnað eða leitað í. Þar sem við stjórnum takmarkað umhverfi, aðstæðum og fólki í kringum okkur er kannski ekki besta leiðin til hamingju að reiða sig á það sem við stjórnum annaðhvort að hluta eða ekki. Viðhorf okkar hins vegar getum við stjórnað eða allavega lært að stjórna og það er gert með ásetning og endurtekningu, svo einfalt er það. En bíðum nú við! hvers vegna hætta þá ekki allir sínum slæmu vönum? sennilega stafar það af því að við erum verur vanans að miklu leyti og það sem við teljum okkur vita gefur okkur öryggistilfinningu. Vaninn býr því til öryggistilfinningu innra með okkur, hvort sem um öryggi er að ræða eða ekki. Sumir fara í gegnum lífið á sínum gömlu vönum, aðrir þurfa að breyta til.

Það erfiða við að breyta til er að þurfa að upplifa óþægindi núna fyrir þægindi seinna meir. Hinn valkosturinn er að vera í þægindum núna og óþægindum síðar.

Höfundur er málari og ljóðskáld. 




Skoðun

Sjá meira


×