Bein útsending: Trump sver embættiseið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2025 08:48 Dagur Trump hefst snemma, með messu í St. John's Church. Getty/Kevin Dietsch Donald Trump mun sverja embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna í dag, klukkan 17 að íslenskum tíma. Athöfnin fer fram í þinghúsinu í Washington D.C. og hefst hálftíma fyrr. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1985 sem athöfnin fer fram innanhúss en þá var innsetning Ronald Reagan haldin innandyra. Ástæðan þá var sú sama og nú; slæm veðurspá. Trump tilkynnti á föstudag að engin skrúðganga yrði farin líkt og venja er en gestum boðið að fylgjast með innsetningarhátíðinni í Capital One Arena. Forsetinn verðandi sagðist myndu koma þar við eftir athöfnina. Innsetningin hefst á tónlistaratriðum og blessun og þá mun hæstaréttardómarinn Brett Kavanaugh, sem Trump tilefndi á fyrra kjörtímabili sínu, taka eiðinn af varaforsetaefninu J.D. Vance. Kántrísöngkonan Carrie Underwood mun í kjölfarið syngja America the Beautiful. Að því loknu mun Trump sverja embættiseiðinn, undir vökulu auga John Roberts forseta hæstaréttar. Því næst verður sunginn The Battle Hymn of the Republic og þá flytur Trump innsetningarræðu sína. Sagður munu skrifa undir 100 tilskipanir strax í dag Að hátíðarhöldunum loknum heldur Trump í Hvíta húsið, þar sem hann hyggst skrifa undir fjölda foretatilskipana. Þær eru sagðar munu telja yfir hundrað, sem er metfjöldi. Fyrra metið átti Joe Biden, fráfarandi forseti, sem skrifaði undir sautján forsetatilskipanir þegar hann tók við embætti 2021. Trump hefur sagst munu binda enda á það að þeir sem fæðast í Bandaríkjunum fái sjálfkrafa ríkisborgararétt.Getty/Kayla Bartkowski Trump hefur heitið því að vinda ofan af fjölda embættisgjörða Biden og hefur einnig sagst munu hefja „umfangsmestu brottflutningsaðgerð í sögu Bandaríkjanna“ strax á fyrsta degi. Ólöglegir innflytjendur í Bandaríkjunum eru taldir vera um ellefu milljónir talsins og þarf af eru um 500 þúsund á sakskrá. Forsetinn verðandi hyggst einnig lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum að Mexíkó og leggja 25 prósent skatt á allan innflutning frá Mexíkó og Kanada. Þá ætlar hann einnig að náða þá sem hafa fengið dóm í tengslum við innrásina í þinghúsið 6. janúar 2021. Trump hefur einnig sagst munu stuðla að því að boranir eftir jarðefnaeldsneytum fari aftur á fullt skrið og hefur einnig fullyrt að hann hyggist fá Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að samningaborðinu strax á fyrsta degi. Þá munu menn horfa til þess hvort forsetinn verðandi gefur út tilskipanir er varða réttindi trans fólks eða niðurskurð fjárveitinga til skóla sem fara gegn hugmyndum hans í kennslu eða reglusetningu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1985 sem athöfnin fer fram innanhúss en þá var innsetning Ronald Reagan haldin innandyra. Ástæðan þá var sú sama og nú; slæm veðurspá. Trump tilkynnti á föstudag að engin skrúðganga yrði farin líkt og venja er en gestum boðið að fylgjast með innsetningarhátíðinni í Capital One Arena. Forsetinn verðandi sagðist myndu koma þar við eftir athöfnina. Innsetningin hefst á tónlistaratriðum og blessun og þá mun hæstaréttardómarinn Brett Kavanaugh, sem Trump tilefndi á fyrra kjörtímabili sínu, taka eiðinn af varaforsetaefninu J.D. Vance. Kántrísöngkonan Carrie Underwood mun í kjölfarið syngja America the Beautiful. Að því loknu mun Trump sverja embættiseiðinn, undir vökulu auga John Roberts forseta hæstaréttar. Því næst verður sunginn The Battle Hymn of the Republic og þá flytur Trump innsetningarræðu sína. Sagður munu skrifa undir 100 tilskipanir strax í dag Að hátíðarhöldunum loknum heldur Trump í Hvíta húsið, þar sem hann hyggst skrifa undir fjölda foretatilskipana. Þær eru sagðar munu telja yfir hundrað, sem er metfjöldi. Fyrra metið átti Joe Biden, fráfarandi forseti, sem skrifaði undir sautján forsetatilskipanir þegar hann tók við embætti 2021. Trump hefur sagst munu binda enda á það að þeir sem fæðast í Bandaríkjunum fái sjálfkrafa ríkisborgararétt.Getty/Kayla Bartkowski Trump hefur heitið því að vinda ofan af fjölda embættisgjörða Biden og hefur einnig sagst munu hefja „umfangsmestu brottflutningsaðgerð í sögu Bandaríkjanna“ strax á fyrsta degi. Ólöglegir innflytjendur í Bandaríkjunum eru taldir vera um ellefu milljónir talsins og þarf af eru um 500 þúsund á sakskrá. Forsetinn verðandi hyggst einnig lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum að Mexíkó og leggja 25 prósent skatt á allan innflutning frá Mexíkó og Kanada. Þá ætlar hann einnig að náða þá sem hafa fengið dóm í tengslum við innrásina í þinghúsið 6. janúar 2021. Trump hefur einnig sagst munu stuðla að því að boranir eftir jarðefnaeldsneytum fari aftur á fullt skrið og hefur einnig fullyrt að hann hyggist fá Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að samningaborðinu strax á fyrsta degi. Þá munu menn horfa til þess hvort forsetinn verðandi gefur út tilskipanir er varða réttindi trans fólks eða niðurskurð fjárveitinga til skóla sem fara gegn hugmyndum hans í kennslu eða reglusetningu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira