Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 20. janúar 2025 12:18 Frá Seyðisfirði í snjóflóðunum árið 2023. Vísir/Sigurjón Þrjú stór flóð féllu fyrir ofan Neskaupstað í nótt. Rýmingar eru enn í gildi í bænum og á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu. Rýma á tvær blokkir til viðbótar á Seyðisfirði í dag. Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir rýmingarnar hafa tekið á íbúa. Hundrað og sjötíu manns búa á þeim svæðum sem voru rýmd í Neskaupstað og Seyðisfirði í gær. Þeir voru allir með húsaskjól í nótt en rýmingin er enn í gildi og verður staðan endurmetin seinna í dag. Þrjú stór snjóflóð féllu fyrir ofan Neskaupstað í nótt. Flóðin runnu að keiluröð ofan varnargarðanna en þau voru ekki nægilega kraftmikil til að ná að görðunum sjálfum. Síðdegis í gær voru björgunarsveitir ræstar út vegna fjölda fólks í vandræðum á Fjarðarheiði. Ruðningstæki sat fast við Efri staf og nokkrir bílar á eftir sem komust hvergi. Að lokum tókst að koma öllum niður í byggð af heiðinni en vegurinn um hana er nú lokaður. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, er búsettur í Neskaupstað. Hann segir það hafa dregið úr úrkomunni en að ótrúlegu magni af snjó hafi kyngt niður yfir nóttina. „Það er að koma úrkomubakki inn á landið, nú seinnipartinn, sem muni skila frá sér heilmikilli úrkomu. En svo á þetta allt um garð gengið með nóttinni og á morgun. Þannig við bíðum frétta þar. En sem stendur hafa engar ákvarðanir um frekari rýmingar verið teknar,“ segir Jón Björn. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar.Vísir/Sigurjón Rýmingin tók á fólk. „Það er auðvitað heilmikil aðgerð að rýma hús og biðja fólk um að yfirgefa hús sín. En mér finnst heilt yfir fólk hafa tekið þessu með miklu æðruleysi. En að auðvitað hefur það alltaf áhrif,“ segir Jón Björn. Öflugt fólk tók til hendinni við grunnskólann á Þórshöfn í morgun.Grunnskólinn á Þórshöfn Guðjón Már Jónsson, björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði, segir að vonast sé til þess að veðrinu lægi seinnipartinn. Hins vegar þurfi að rýma fleiri svæði. „Það eru að fara í gang meiri rýmingar hér á Seyðisfirði,“ segir Guðjón Már. „Það eru tvær blokkir hérna, við Gilsbakka og Hamrabakka.“ Guðjón Már Jónsson, björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði.Vísir/Sigurjón Upp á síðkastið hefur verið unnið að byggingu leiðigarðs fyrir ofan blokkirnar en það vantar upp á að efsta svæði garðsins sé komið í fulla hæð. Veðrið á að skána nokkru eftir miðnætti eða seint í kvöld. Gera má ráð fyrir því að það dragi úr snjóflóðahættu á svæðinu í framhaldi af því. Frá Fjarðarheiði í gær.Landsbjörg Tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi sem send var á fjölmiðla klukkan 12:25: Mikið hefur snjóað á Austfjörðum í gær og nótt, sérstaklega á Seyðisfirði. Síðla nætur dró úr ofankomu en gert er ráð fyrir að hún aukist eftir hádegi og haldi áfram fram yfir miðnætti. Því hefur verið ákveðið að rýma fjögur hús í Bakkahverfi á Seyðisfirði norðan Fjarðarár til viðbótar við rýmingu húsa undir Strandartindi frá í gær. Ofan Bakkahverfis er unnið að byggingu leiðigarðs sem nefndur hefur verið Bakkagarður. Enn vantar upp á að efstu 200 metrar garðsins séu komnir í fulla hæð og eru húsin sem rýmd verða undir þessum hluta hans. Veðurspá gerir ráð fyrir að veðrinu sloti nokkru eftir miðnætti eða seint í kvöld. Gera má ráð fyrir að dragi úr snjóflóðahættu á Austfjörðum í framhaldi af því. Björgunarsveitarmenn eru í þessum töluðu orðum að ganga í þau tvö fjölbýlishús sem verða rýmd, að Gilsbakka 1 og Hamrabakka 8, 10 og 12 og veita íbúum leiðbeiningar varðandi atriði sem gott er að hafa í huga við rýmingu. Fjöldahjálparstöð er opin í Herðubreið. Rýming tekur gildi klukkan 14:00. Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Hundrað og sjötíu manns búa á þeim svæðum sem voru rýmd í Neskaupstað og Seyðisfirði í gær. Þeir voru allir með húsaskjól í nótt en rýmingin er enn í gildi og verður staðan endurmetin seinna í dag. Þrjú stór snjóflóð féllu fyrir ofan Neskaupstað í nótt. Flóðin runnu að keiluröð ofan varnargarðanna en þau voru ekki nægilega kraftmikil til að ná að görðunum sjálfum. Síðdegis í gær voru björgunarsveitir ræstar út vegna fjölda fólks í vandræðum á Fjarðarheiði. Ruðningstæki sat fast við Efri staf og nokkrir bílar á eftir sem komust hvergi. Að lokum tókst að koma öllum niður í byggð af heiðinni en vegurinn um hana er nú lokaður. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, er búsettur í Neskaupstað. Hann segir það hafa dregið úr úrkomunni en að ótrúlegu magni af snjó hafi kyngt niður yfir nóttina. „Það er að koma úrkomubakki inn á landið, nú seinnipartinn, sem muni skila frá sér heilmikilli úrkomu. En svo á þetta allt um garð gengið með nóttinni og á morgun. Þannig við bíðum frétta þar. En sem stendur hafa engar ákvarðanir um frekari rýmingar verið teknar,“ segir Jón Björn. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar.Vísir/Sigurjón Rýmingin tók á fólk. „Það er auðvitað heilmikil aðgerð að rýma hús og biðja fólk um að yfirgefa hús sín. En mér finnst heilt yfir fólk hafa tekið þessu með miklu æðruleysi. En að auðvitað hefur það alltaf áhrif,“ segir Jón Björn. Öflugt fólk tók til hendinni við grunnskólann á Þórshöfn í morgun.Grunnskólinn á Þórshöfn Guðjón Már Jónsson, björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði, segir að vonast sé til þess að veðrinu lægi seinnipartinn. Hins vegar þurfi að rýma fleiri svæði. „Það eru að fara í gang meiri rýmingar hér á Seyðisfirði,“ segir Guðjón Már. „Það eru tvær blokkir hérna, við Gilsbakka og Hamrabakka.“ Guðjón Már Jónsson, björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði.Vísir/Sigurjón Upp á síðkastið hefur verið unnið að byggingu leiðigarðs fyrir ofan blokkirnar en það vantar upp á að efsta svæði garðsins sé komið í fulla hæð. Veðrið á að skána nokkru eftir miðnætti eða seint í kvöld. Gera má ráð fyrir því að það dragi úr snjóflóðahættu á svæðinu í framhaldi af því. Frá Fjarðarheiði í gær.Landsbjörg Tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi sem send var á fjölmiðla klukkan 12:25: Mikið hefur snjóað á Austfjörðum í gær og nótt, sérstaklega á Seyðisfirði. Síðla nætur dró úr ofankomu en gert er ráð fyrir að hún aukist eftir hádegi og haldi áfram fram yfir miðnætti. Því hefur verið ákveðið að rýma fjögur hús í Bakkahverfi á Seyðisfirði norðan Fjarðarár til viðbótar við rýmingu húsa undir Strandartindi frá í gær. Ofan Bakkahverfis er unnið að byggingu leiðigarðs sem nefndur hefur verið Bakkagarður. Enn vantar upp á að efstu 200 metrar garðsins séu komnir í fulla hæð og eru húsin sem rýmd verða undir þessum hluta hans. Veðurspá gerir ráð fyrir að veðrinu sloti nokkru eftir miðnætti eða seint í kvöld. Gera má ráð fyrir að dragi úr snjóflóðahættu á Austfjörðum í framhaldi af því. Björgunarsveitarmenn eru í þessum töluðu orðum að ganga í þau tvö fjölbýlishús sem verða rýmd, að Gilsbakka 1 og Hamrabakka 8, 10 og 12 og veita íbúum leiðbeiningar varðandi atriði sem gott er að hafa í huga við rýmingu. Fjöldahjálparstöð er opin í Herðubreið. Rýming tekur gildi klukkan 14:00.
Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira