Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2025 13:34 Domen Makuc á ferðinni gegn Kúbverjum í Zagreb á laugardaginn. getty/Luka Stanzl Það er komið að fyrsta alvöru prófinu fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta á HM. Í liði Slóvena er fullt af frábærum leikmönnum og þar á meðal tveir úr Evrópumeistaraliði Barcelona. Það er ekki að ástæðulausu sem veðbankar telja Slóvena ívið sigurstranglegri fyrir leikinn við Ísland í kvöld, í lokaumferð G-riðils. Þeir hafa vissulega misst gamla lykilmenn á borð við Jure Dolenec og Dean Bombac, sem hættu í landsliðinu eftir Ólympíuleikana í París, en þetta er lið sem til að mynda komst þar í undanúrslit og endaði í 6. sæti á EM fyrir ári síðan. Aleks Vlah, skytta úr Álaborg, hefur verið markahæstur Slóvena í fyrstu leikjunum á HM, líkt og á EM í Þýskalandi þar sem hann skoraði 44 mörk í átta leikjum, en var reyndar aðeins 59% skotnýtingu. Strákarnir okkar þurfa að halda honum í skefjum í kvöld. En í liði Slóvena eru einnig Barcelona-félagarnir Blaz Janc og Domen Makuc. Janc ætti að vera fólki vel kunnugur, frábær hornamaður sem hefur lengi verið í fararbroddi í slóvenska liðinu og er markahæsti maður hópsins í dag. Makuc er svo mættur til að láta til sín taka eftir að hafa misst af EM fyrir ári vegna meiðsla. Þessum 24 ára leikstjórnanda hefur verið líkt við sjálfan Ivano Balic, þjóðhetju Króata, sem er til marks um þær gríðarlegu væntingar sem hann hefur mátt búa við frá því að hann spilaði 17 ára sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu, fyrstur þeirra sem fæddir eru á 21. öldinni. Makuc er úr mikilli handboltafjölskyldu og á pabba, Simon, sem spilaði fyrir landslið Slóveníu, og litla bróðurinn Andraz sem í fyrra lék með U20-landsliði Slóvena á EM. Hann fór frá Celje til Barcelona árið 2020 og hugðist þar halda áfram að klæðast treyju númer 34, eins og átrúnaðargoðið hans Balic gerði, en hjá Börsungum var fyrir Aron Pálmarsson, í treyju 34. Makuc varð því að gera sér að góðu að fá treyju númer 35 og hefur notað það númer síðan. Það verður svo að koma í ljós hvort að Aron stendur aftur í vegi fyrir Makuc í kvöld en risaleikur Slóveníu og Íslands hefst klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Núna byrjar alvaran“ Eftir tvo einfalda leiki hefst alvaran hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta er liðið mætir því slóvenska klukkan 19:30 í Zagreb í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson hlakkar til. 20. janúar 2025 13:01 HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Venju samkvæmt er farið yfir víðan völl í HM í dag. Helsta áhyggjuefni strákanna okkar til þessa hafa verið léleg rúm á hótelinu. 20. janúar 2025 11:02 „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ „Meiðslalega erum við fínir. Næstum allir með á æfingu en Bjarki aðeins meiddur í hnénu en ekkert alvarlegt. Ég held við höfum komist vel frá þessum fyrstu leikjum,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og nokkuð sáttur við fyrstu tvo skyldusigra mótsins. 20. janúar 2025 10:02 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
Það er ekki að ástæðulausu sem veðbankar telja Slóvena ívið sigurstranglegri fyrir leikinn við Ísland í kvöld, í lokaumferð G-riðils. Þeir hafa vissulega misst gamla lykilmenn á borð við Jure Dolenec og Dean Bombac, sem hættu í landsliðinu eftir Ólympíuleikana í París, en þetta er lið sem til að mynda komst þar í undanúrslit og endaði í 6. sæti á EM fyrir ári síðan. Aleks Vlah, skytta úr Álaborg, hefur verið markahæstur Slóvena í fyrstu leikjunum á HM, líkt og á EM í Þýskalandi þar sem hann skoraði 44 mörk í átta leikjum, en var reyndar aðeins 59% skotnýtingu. Strákarnir okkar þurfa að halda honum í skefjum í kvöld. En í liði Slóvena eru einnig Barcelona-félagarnir Blaz Janc og Domen Makuc. Janc ætti að vera fólki vel kunnugur, frábær hornamaður sem hefur lengi verið í fararbroddi í slóvenska liðinu og er markahæsti maður hópsins í dag. Makuc er svo mættur til að láta til sín taka eftir að hafa misst af EM fyrir ári vegna meiðsla. Þessum 24 ára leikstjórnanda hefur verið líkt við sjálfan Ivano Balic, þjóðhetju Króata, sem er til marks um þær gríðarlegu væntingar sem hann hefur mátt búa við frá því að hann spilaði 17 ára sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu, fyrstur þeirra sem fæddir eru á 21. öldinni. Makuc er úr mikilli handboltafjölskyldu og á pabba, Simon, sem spilaði fyrir landslið Slóveníu, og litla bróðurinn Andraz sem í fyrra lék með U20-landsliði Slóvena á EM. Hann fór frá Celje til Barcelona árið 2020 og hugðist þar halda áfram að klæðast treyju númer 34, eins og átrúnaðargoðið hans Balic gerði, en hjá Börsungum var fyrir Aron Pálmarsson, í treyju 34. Makuc varð því að gera sér að góðu að fá treyju númer 35 og hefur notað það númer síðan. Það verður svo að koma í ljós hvort að Aron stendur aftur í vegi fyrir Makuc í kvöld en risaleikur Slóveníu og Íslands hefst klukkan 19:30 að íslenskum tíma.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Núna byrjar alvaran“ Eftir tvo einfalda leiki hefst alvaran hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta er liðið mætir því slóvenska klukkan 19:30 í Zagreb í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson hlakkar til. 20. janúar 2025 13:01 HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Venju samkvæmt er farið yfir víðan völl í HM í dag. Helsta áhyggjuefni strákanna okkar til þessa hafa verið léleg rúm á hótelinu. 20. janúar 2025 11:02 „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ „Meiðslalega erum við fínir. Næstum allir með á æfingu en Bjarki aðeins meiddur í hnénu en ekkert alvarlegt. Ég held við höfum komist vel frá þessum fyrstu leikjum,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og nokkuð sáttur við fyrstu tvo skyldusigra mótsins. 20. janúar 2025 10:02 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
„Núna byrjar alvaran“ Eftir tvo einfalda leiki hefst alvaran hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta er liðið mætir því slóvenska klukkan 19:30 í Zagreb í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson hlakkar til. 20. janúar 2025 13:01
HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Venju samkvæmt er farið yfir víðan völl í HM í dag. Helsta áhyggjuefni strákanna okkar til þessa hafa verið léleg rúm á hótelinu. 20. janúar 2025 11:02
„Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ „Meiðslalega erum við fínir. Næstum allir með á æfingu en Bjarki aðeins meiddur í hnénu en ekkert alvarlegt. Ég held við höfum komist vel frá þessum fyrstu leikjum,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og nokkuð sáttur við fyrstu tvo skyldusigra mótsins. 20. janúar 2025 10:02