Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 20. janúar 2025 20:44 88 prósent félagsmanna kusu með verkfalli. Vísir/Vilhelm Félagsmenn í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna samþykktu boðun verkfalls með yfirgnæfandi meihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 88 prósent þeirra samþykktu aðgerðirnar vegna pattstöðu í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Verkfallsaðgerðirnar eiga að hefjast 10. febrúar náist ekki samningur fyrir þann tíma. „Þær felast fyrst og fremst í því að það eru verkefni sem ekki er nauðsynlegt að sinna, við munum geyma þau eins og hægt er. Það verður yfirvinnubann hjá okkur og svo skilum við inn boðtækjum okkar sem eru notuð til þess að kalla okkur út á frívakt og í svona stærri viðburðum,“ segir Bjarni Ingimarsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS). Engin neyðartilvik verði þó skilin eftir ósvöruð. „Við erum í rauninni skyldug til þess að sinna neyðartilvikum og munum halda því áfram að sjálfsögðu og sinna verkefnum eins og hægt er. En þetta hægir á starfseminni og fólk þarf að bíða aðeins lengur,“ segir Bjarni. Bjarni Ingimunarson er formaður LSS.Vísir/Sigurjón Samningaviðræðurnar hafa verið sagðar í pattstöðu. „Launaliðurinn er ekki vandamálið heldur skortur á vinnu frá sambandinu. Við erum búin að funda í fjórtán mánuði, hátt í tuttugu fundir og það vantar bara vinnuframlag frá sambandinu til að komast til móts við okkur og hjálpa okkur að finna lausn,“ segir Bjarni. Áherslan sé á nýrri útfærslu á vaktafyrirkomulagi sem komi í veg fyrir sveiflur á launum milli mánaða. Þá þurfi að laga hvernig launin sé útreiknuð og samsett. Það ætti ekki að kosta sveitarfélögin neitt aukalega umfram það sem sé búið að semja um. Bjarni segist þá bjartsýnn um að samið verði áður en verkfallið tekur gildi. „Það er fundur á miðvikudaginn og ég hef trú á að við náum þessu fyrir verkfallsaðgerðir.“ Slökkvilið Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sjúkraflutningar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Verkfallsaðgerðirnar eiga að hefjast 10. febrúar náist ekki samningur fyrir þann tíma. „Þær felast fyrst og fremst í því að það eru verkefni sem ekki er nauðsynlegt að sinna, við munum geyma þau eins og hægt er. Það verður yfirvinnubann hjá okkur og svo skilum við inn boðtækjum okkar sem eru notuð til þess að kalla okkur út á frívakt og í svona stærri viðburðum,“ segir Bjarni Ingimarsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS). Engin neyðartilvik verði þó skilin eftir ósvöruð. „Við erum í rauninni skyldug til þess að sinna neyðartilvikum og munum halda því áfram að sjálfsögðu og sinna verkefnum eins og hægt er. En þetta hægir á starfseminni og fólk þarf að bíða aðeins lengur,“ segir Bjarni. Bjarni Ingimunarson er formaður LSS.Vísir/Sigurjón Samningaviðræðurnar hafa verið sagðar í pattstöðu. „Launaliðurinn er ekki vandamálið heldur skortur á vinnu frá sambandinu. Við erum búin að funda í fjórtán mánuði, hátt í tuttugu fundir og það vantar bara vinnuframlag frá sambandinu til að komast til móts við okkur og hjálpa okkur að finna lausn,“ segir Bjarni. Áherslan sé á nýrri útfærslu á vaktafyrirkomulagi sem komi í veg fyrir sveiflur á launum milli mánaða. Þá þurfi að laga hvernig launin sé útreiknuð og samsett. Það ætti ekki að kosta sveitarfélögin neitt aukalega umfram það sem sé búið að semja um. Bjarni segist þá bjartsýnn um að samið verði áður en verkfallið tekur gildi. „Það er fundur á miðvikudaginn og ég hef trú á að við náum þessu fyrir verkfallsaðgerðir.“
Slökkvilið Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sjúkraflutningar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira