Handbolti

Mynda­syrpa frá mögnuðum varnar­sigri á Slóveníu

Runólfur Trausti Þórhallsson og Vilhelm Gunnarsson skrifa
Viggó Kristjánsson átti góðan leik í sókninni þó markvörður Slóveníu hafi gefið honum einn á lúðurinn í einu hraðaupphlaupinu.
Viggó Kristjánsson átti góðan leik í sókninni þó markvörður Slóveníu hafi gefið honum einn á lúðurinn í einu hraðaupphlaupinu. Vísir/Vilhelm

Ísland vann magnaðan sigur á Slóveníu í lokaleik sínum í riðlakeppni HM karla í handbolta. Vörnin lagði grunninn að sigrinum sem þýðir að strákarnir okkar fara með fullt hús stiga í milliriðil. 

Það sem vörnin réð ekki við sá magnaður Viktor Gísli Hallgrímsson svo um í marki Íslands. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og sá um að mynda herlegheitin. Afraksturinn má sjá hér að ofan sem og hér að neðan.

Menn gátu leyft sér að brosa eftir leik.Vísir/Vilhelm
Fólk var vel merkt í stúkunni, sama hvort það væri ólétt eður ei.Vísir/Vilhelm
Ef vörnin réð ekki við það þá var Viktor Gísli í ham eins og Ýmir Örn Gíslason orðaði það.Vísir/Vilhelm
Lok, lok og læs.Vísir/Vilhelm
Elliði Snær Viðarsson sá enn og aftur rautt.Vísir/Vilhelm
Þjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson heldur hissa á einhverju sem gerðist.Vísir/Vilhelm
Var búið að nefna að Viktor Gísli var magnaður?Vísir/Vilhelm
Gísli Þorgeir Kristjánsson reynir að spæna sig í gegnum vörn Slóveníu.Vísir/Vilhelm
Gísli Þorgeir hljóp á vegg.Vísir/Vilhelm
Íslenski vasahnífurinn, Janus Daði Smárason.Vísir/Vilhelm
Ýmir Örn stýrði varnarleik Íslands.Vísir/Vilhelm
Engin vettlingatök hér.Vísir/Vilhelm
Viktor Gísli þenur raddböndin.Vísir/Vilhelm
Íslendingar létu vel í sér heyra.Vísir/Vilhelm
Stúkan var blá.Vísir/Vilhelm
Áfram Ísland.Vísir/Vilhelm
Viktor Gísli var lengi að fagna og árita að leik loknum.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×