Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. janúar 2025 23:56 Musk gerði handahreyfinguna, sneri sér við og gerði hana aftur. EPA Auðjöfurinn Elon Musk sætir gagnrýni vegna handahreyfinga sem hann gerði á samkomu Repúblikana í tilefni innsetningar Donalds Trump Bandaríkjaforseta í kvöld. Hreyfingar hans eru sagðar minna á nasistakveðju. Musk var einn helstu stuðningsmanna og styrktaraðila í kosningabaráttu Trump. Eftir sigur Trump lýsti forsetinn verðandi því yfir að hann hygðist útnefna Musk sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Sjá einnig: Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Repúblikanar stóðu fyrir hátíðahöldum í Capitol One íþróttahöllinni í tilefni innsetningarinnar í kvöld og var Musk meðal ræðumanna. „Mig langar til að þakka ykkur fyrir að gera þetta að veruleika,“ sagði Musk í ræðu sinni. Í framhaldinu sló hann hægri hönd sinni á brjóstkassann og sveiflaði henni upp á ská meðan lófi hans sneri niður. Þá sneri hann sér við og endurtók hreyfinguna. Guardian fjallar um málið, og vísar í ADL, baráttusamtök gegn gyðingaandúð, sem lýsa sams konar handahreyfingu og Musk gerði sem nasistakveðju sem iðulega var notuð til að hylla Adolf Hitler í valdatíð hans fyrir og í seinni heimsstyrjöldinni. Í umfjöllun ísraelska miðilsins Haaretz er kveðjunni lýst sem „rómverskri kveðju“, fasistakveðju sem oftast sé tengd við Þýskaland nasismans. Í umfjöllun Independant segir að notast hafi verið við kveðjuna í virðingarskyni á tímum Rómaveldis en síðar hafi fasistasamtök, þar á meðal Nasistaflokkurinn í Þýskalandi, tileinkað sér kveðjuna og í kjölfarið tengi margir kveðjuna við hreyfinguna. Skiptar skoðanir á merkingu kveðjunnar Þá hafa ýmsir aðilar gagnrýnt Musk fyrir gjörninginn. Þar á meðal félagasamtökin Repúblikanar gegn Trump, sem eru með nærri 800 þúsund fylgjendur á X, forriti í eigu Musk. „Bíddu, var Musk að heilsa að sið nasista?,“ segir í færslu frá samtökunum. „Nýi meðforsetinn okkar heilsaði að nasistasið á fyrsta degi Trump í embætti,“ segir Sawyer Hackett ráðgjafi Demókrata í færslu á X. „Standandi lófatak fyrir Elon Musk, þetta eru bestu undirtektir sem nokkur hefur fengið í dag,“ sagði Erin Burnett fréttamaður á CNN sem fjallaði um hátíðahöldin. „Við sáum síðan þessa undarlegu kveðju.[...]. Hún leit skringilega út.“ Skiptar skoðanir eru þó á þessu atferli Musk en Independant hefur eftir blaðamönnum og gagnrýnendum að handahreyfingar hans hafi ekki verið að nasistasið. Ekki sé tilefni til að kippa sér upp við atferlið. Erlendir miðlar hafa grenslast eftir ummælum frá Musk og talsmönnum hans vegna málsins. Enn hefur hann ekki orðið við þeirri beiðni. Bandaríkin Donald Trump X (Twitter) Elon Musk Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Musk var einn helstu stuðningsmanna og styrktaraðila í kosningabaráttu Trump. Eftir sigur Trump lýsti forsetinn verðandi því yfir að hann hygðist útnefna Musk sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Sjá einnig: Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Repúblikanar stóðu fyrir hátíðahöldum í Capitol One íþróttahöllinni í tilefni innsetningarinnar í kvöld og var Musk meðal ræðumanna. „Mig langar til að þakka ykkur fyrir að gera þetta að veruleika,“ sagði Musk í ræðu sinni. Í framhaldinu sló hann hægri hönd sinni á brjóstkassann og sveiflaði henni upp á ská meðan lófi hans sneri niður. Þá sneri hann sér við og endurtók hreyfinguna. Guardian fjallar um málið, og vísar í ADL, baráttusamtök gegn gyðingaandúð, sem lýsa sams konar handahreyfingu og Musk gerði sem nasistakveðju sem iðulega var notuð til að hylla Adolf Hitler í valdatíð hans fyrir og í seinni heimsstyrjöldinni. Í umfjöllun ísraelska miðilsins Haaretz er kveðjunni lýst sem „rómverskri kveðju“, fasistakveðju sem oftast sé tengd við Þýskaland nasismans. Í umfjöllun Independant segir að notast hafi verið við kveðjuna í virðingarskyni á tímum Rómaveldis en síðar hafi fasistasamtök, þar á meðal Nasistaflokkurinn í Þýskalandi, tileinkað sér kveðjuna og í kjölfarið tengi margir kveðjuna við hreyfinguna. Skiptar skoðanir á merkingu kveðjunnar Þá hafa ýmsir aðilar gagnrýnt Musk fyrir gjörninginn. Þar á meðal félagasamtökin Repúblikanar gegn Trump, sem eru með nærri 800 þúsund fylgjendur á X, forriti í eigu Musk. „Bíddu, var Musk að heilsa að sið nasista?,“ segir í færslu frá samtökunum. „Nýi meðforsetinn okkar heilsaði að nasistasið á fyrsta degi Trump í embætti,“ segir Sawyer Hackett ráðgjafi Demókrata í færslu á X. „Standandi lófatak fyrir Elon Musk, þetta eru bestu undirtektir sem nokkur hefur fengið í dag,“ sagði Erin Burnett fréttamaður á CNN sem fjallaði um hátíðahöldin. „Við sáum síðan þessa undarlegu kveðju.[...]. Hún leit skringilega út.“ Skiptar skoðanir eru þó á þessu atferli Musk en Independant hefur eftir blaðamönnum og gagnrýnendum að handahreyfingar hans hafi ekki verið að nasistasið. Ekki sé tilefni til að kippa sér upp við atferlið. Erlendir miðlar hafa grenslast eftir ummælum frá Musk og talsmönnum hans vegna málsins. Enn hefur hann ekki orðið við þeirri beiðni.
Bandaríkin Donald Trump X (Twitter) Elon Musk Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira