Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. janúar 2025 07:07 Fyrsti dagur Trump í embætti gaf ekki annað til kynna en að hann hyggist standa við fyrirheit sín um að kollvarpa kerfinu. Getty/Anna Moneymaker Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði fjölda forsetatilskipana eftir að hann sór embættiseiðinn í gær, sem margar miðuðu að því að grafa undan arfleifð forvera hans. Smáforriti fyrir hælisleitendur til að bóka tíma með innflytjendayfirvöldum við landamærin að Mexíkó var einnig „kippt úr sambandi“ og þá sagði forsetinn að um það bil þúsund manns sem hefðu verið skipaðir í ýmis hlutverk í stjórnartíð Joe Biden yrðu látnir fjúka á næstu dögum. Trump undirritaði meðal annars tilskipanir um að segja Bandaríkin úr Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og frá Parísarsáttmálanum um aðgerðir í loftslagsmálum. Þá fyrirskipaði hann einnig að Mexíkóflói yrði Ameríkuflói innan 30 daga og Mount Denali yrði Mount McKinley, eftir 25. forseta Bandaríkjanna. Forsetinn undirritaði einnig fjölda tilskipana til að greiða fyrir aukinni framleiðslu jarðefnaeldsneyta. Hann fyrirskipaði einnig rannsókn á öllum viðskiptavenjum og mat á eftirfylgni Kína með viðskiptasamningi ríkjanna frá 2020 og viðskiptasamningi Bandaríkjanna, Kína og Kanada sem hann undirritaði sama ár. Forsetinn hóf að undirrita tilskipanirnar fyrir framan fjölda áhorfenda í Capital One Arena og hélt svo áfram í Hvíta húsinu.Getty/Anna Moneymaker Óvissa og ótti Ljóst er að forsetatilskipanirnar sem Trump undirritaði í gær og þær aðgerðir sem hann hefur boðað til munu skapa óvissu og jafnvel ótta hjá stórum hópum fólks en hann lýsti meðal annars yfir neyðarástandi við landamærin að Mexíkó. Yfirlýst neyðarástand og aðrar tilskipanir er varða málefni hælisleitenda og innflytjenda munu líklega gera það að verkum að óvissuástand skapast við landamærin, þar sem Bandaríkin munu tímabundið hætta að vinna úr málum umsækjenda. Staða trans fólks er einnig mjög óviss eftir gærdaginn en Trump undirritaði tilskipun þar sem kveðið er á um að alríkið viðurkenni aðeins tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, sem séu ákvörðuð við fæðingu. Alríkisyfirvöldum er þannig gert að miða ávallt við „kyn“ en ekki „kynvitund“ og mun þetta einnig ná til persónuskilríkja á borð við vegabréf. Þá er kveðið á um að líffræðilegt kyn ráði því hvaða salerni eða búningsaðstaða sé notuð og í hvaða fangelsum fólk er vistað. Forsetinn undirritaði einnig fjölda tilskipana er varða starfsmenn alríkisins en hann hefur meðal annars komið á ráðningabanni og fyrirskipað opinberum starfsmönnum að snúa aftur á vinnustöðvar sínar, í stað þess að vinna að hluta heima. Á vef New York Times má finna samantekt um helstu tilskipanirnar sem forsetinn undirritaði í gær og hlekki á tilskipanirnar sjálfar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Sjá meira
Smáforriti fyrir hælisleitendur til að bóka tíma með innflytjendayfirvöldum við landamærin að Mexíkó var einnig „kippt úr sambandi“ og þá sagði forsetinn að um það bil þúsund manns sem hefðu verið skipaðir í ýmis hlutverk í stjórnartíð Joe Biden yrðu látnir fjúka á næstu dögum. Trump undirritaði meðal annars tilskipanir um að segja Bandaríkin úr Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og frá Parísarsáttmálanum um aðgerðir í loftslagsmálum. Þá fyrirskipaði hann einnig að Mexíkóflói yrði Ameríkuflói innan 30 daga og Mount Denali yrði Mount McKinley, eftir 25. forseta Bandaríkjanna. Forsetinn undirritaði einnig fjölda tilskipana til að greiða fyrir aukinni framleiðslu jarðefnaeldsneyta. Hann fyrirskipaði einnig rannsókn á öllum viðskiptavenjum og mat á eftirfylgni Kína með viðskiptasamningi ríkjanna frá 2020 og viðskiptasamningi Bandaríkjanna, Kína og Kanada sem hann undirritaði sama ár. Forsetinn hóf að undirrita tilskipanirnar fyrir framan fjölda áhorfenda í Capital One Arena og hélt svo áfram í Hvíta húsinu.Getty/Anna Moneymaker Óvissa og ótti Ljóst er að forsetatilskipanirnar sem Trump undirritaði í gær og þær aðgerðir sem hann hefur boðað til munu skapa óvissu og jafnvel ótta hjá stórum hópum fólks en hann lýsti meðal annars yfir neyðarástandi við landamærin að Mexíkó. Yfirlýst neyðarástand og aðrar tilskipanir er varða málefni hælisleitenda og innflytjenda munu líklega gera það að verkum að óvissuástand skapast við landamærin, þar sem Bandaríkin munu tímabundið hætta að vinna úr málum umsækjenda. Staða trans fólks er einnig mjög óviss eftir gærdaginn en Trump undirritaði tilskipun þar sem kveðið er á um að alríkið viðurkenni aðeins tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, sem séu ákvörðuð við fæðingu. Alríkisyfirvöldum er þannig gert að miða ávallt við „kyn“ en ekki „kynvitund“ og mun þetta einnig ná til persónuskilríkja á borð við vegabréf. Þá er kveðið á um að líffræðilegt kyn ráði því hvaða salerni eða búningsaðstaða sé notuð og í hvaða fangelsum fólk er vistað. Forsetinn undirritaði einnig fjölda tilskipana er varða starfsmenn alríkisins en hann hefur meðal annars komið á ráðningabanni og fyrirskipað opinberum starfsmönnum að snúa aftur á vinnustöðvar sínar, í stað þess að vinna að hluta heima. Á vef New York Times má finna samantekt um helstu tilskipanirnar sem forsetinn undirritaði í gær og hlekki á tilskipanirnar sjálfar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Sjá meira