„Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. janúar 2025 19:10 Skólastjóri sem hefur starfað í málaflokknum í um fimmtán ár merkir mikla breytingu á allra síðustu árum hvað varðar ofbeldishegðun nemenda. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Aukin ofbeldishegðun barna er stórt samfélagslegt vandamál sem við finnast engar töfralausnir. Þetta segir skólastjóri með áralanga reynslu af starfi með börnum með hegðunarvanda. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir ekki koma á óvart að aukin harka hafi færst í samskipti heimilis og skóla þegar foreldrar hafi ítrekað lent á vegg vegna skorts á úrræðum fyrir börn sín. Skólastjórnendur hafa hvatt sér hljóðs í vikunni um aukið ofbeldi gagnvart starfsfólki, agavandamál og erfið samskipti við foreldra sem hafi verið vaxandi vandamál á undanförnum árum. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir eðlilegt að skólar setji mörk, en er ekki sammála því að foreldrar þurfi að stíga til baka. „Það er vissulega slæmt að foreldrar finni sig knúna til að berja á dyr í skólanum til að fá einhverja athygli. En við þurfum öll að vinna saman að þessu marki,“ segir Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hann tekur undir sjónarmið þess efnis að frekari úrræði skorti fyrir börn sem glími við erfiðleika. Góð samskipti og samstarf allra þeirra sem snerta líf barnanna sé það sem mestu máli skipti. „Við merkjum það, sérstaklega eftir covid, að málin sem koma inn á borð hjá okkur eru miklu flóknari. Og foreldrar eru búnir að gera miklu meira, eru búnir að lenda á veggjum, búnir að gefast upp og þá verður harkan meiri,“ segir Sigurður. Sigurður Sigurðsson er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.Vísir/Sigurjón Tveir skólar á landinu sinna „jaðartilfellum“ Aðeins tvö sveitarfélög á landinu starfrækja sérskóla sem eru sniðnir að þörfum nemenda með hegðunar-, félags- og tilfinningavanda. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg eru 16 börn á biðlista hjá Brúarskóla í Reykjavík, en þar eru þrjátíu nemendur við nám í dag auk þess sem nemendur sem lagðir eru inn á BUGL njóta kennslu skólans. Hinn skólinn er Hlíðarskóli á Akureyri sem tekur tuttugu nemendur á hverjum tíma og nær alltaf eru einhver börn á biðlista að sögn Valdimars Heiðars Valssonar, skólastjóra Hlíðarskóla. Mest hafi ellefu börn verið á biðlista í einu en tekist hefur að vinna á biðlistum. „Við erum að taka myndi ég segja jaðarkrakkana, þyngstu málin í skólakerfinu í dag. Það er ekki hægt að sækja um í Hlíðarskóla fyrr en að það er búið að reyna allt í heimskólanum,“ segir Valdimar. „Vandi þessara barna er að verða mun flóknari og mun margþættari. Það er erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum. Þau eiga orðið erfiðara með því að tjá sig í dag.“ Valdimar hefur starfað í málaflokknum í um fimmtán ár og merkir mikla breytingu á allra síðustu árum. Hann telur ljóst að snjallsímar og samfélagsmiðlanotkun spili að einhverju leyti inn í. „Ég held að í svona rosalega stóru vandamáli, sem ég myndi bara segja að væri samfélagslegt vandamál, þá eru engar töfralausnir,“ segir Valdimar. Mikill árangur náðst Hann tekur fram að þrátt fyrir áskoranir hafi margt gengið vel hjá skólanum, og ljóst að sérhæfð þjónusta við þarfir nemenda sé að bera árangur. „Þetta er búið að vera og er mjög margþættur vandi hjá börnum í dag. Allt frá miklu ofbeldi, skólaforðun, öll hafa þau verulega námsörðugleika, tilfinningavandi og þess háttar,“ segir Valdimar. Hann finnur fyrir áhuga hjá öðrum sveitarfélögum og starfsfólki skóla annars staðar á landinu um að læra af starfinu sem fram fer í Hlíðarskóla. „Okkur hefur hins vegar gengið afskaplega vel seinustu árin með okkar krakka og erum bara glöð að hafa útskrifað stóra hópa seinustu árin sem hefur sem betur fer grynnkað á biðlistunum en yfirleitt eru biðlistar þó að það komi kannski einstöku sinnum að það sé ekki,“ segir Valdimar. Hann væntir þess að fleiri umsóknir berist á næstunni. „Það heyrist mér, að það séu þónokkrar umsóknir á leiðinni.“ Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi barna Grunnskólar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Skólastjórnendur hafa hvatt sér hljóðs í vikunni um aukið ofbeldi gagnvart starfsfólki, agavandamál og erfið samskipti við foreldra sem hafi verið vaxandi vandamál á undanförnum árum. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir eðlilegt að skólar setji mörk, en er ekki sammála því að foreldrar þurfi að stíga til baka. „Það er vissulega slæmt að foreldrar finni sig knúna til að berja á dyr í skólanum til að fá einhverja athygli. En við þurfum öll að vinna saman að þessu marki,“ segir Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hann tekur undir sjónarmið þess efnis að frekari úrræði skorti fyrir börn sem glími við erfiðleika. Góð samskipti og samstarf allra þeirra sem snerta líf barnanna sé það sem mestu máli skipti. „Við merkjum það, sérstaklega eftir covid, að málin sem koma inn á borð hjá okkur eru miklu flóknari. Og foreldrar eru búnir að gera miklu meira, eru búnir að lenda á veggjum, búnir að gefast upp og þá verður harkan meiri,“ segir Sigurður. Sigurður Sigurðsson er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.Vísir/Sigurjón Tveir skólar á landinu sinna „jaðartilfellum“ Aðeins tvö sveitarfélög á landinu starfrækja sérskóla sem eru sniðnir að þörfum nemenda með hegðunar-, félags- og tilfinningavanda. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg eru 16 börn á biðlista hjá Brúarskóla í Reykjavík, en þar eru þrjátíu nemendur við nám í dag auk þess sem nemendur sem lagðir eru inn á BUGL njóta kennslu skólans. Hinn skólinn er Hlíðarskóli á Akureyri sem tekur tuttugu nemendur á hverjum tíma og nær alltaf eru einhver börn á biðlista að sögn Valdimars Heiðars Valssonar, skólastjóra Hlíðarskóla. Mest hafi ellefu börn verið á biðlista í einu en tekist hefur að vinna á biðlistum. „Við erum að taka myndi ég segja jaðarkrakkana, þyngstu málin í skólakerfinu í dag. Það er ekki hægt að sækja um í Hlíðarskóla fyrr en að það er búið að reyna allt í heimskólanum,“ segir Valdimar. „Vandi þessara barna er að verða mun flóknari og mun margþættari. Það er erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum. Þau eiga orðið erfiðara með því að tjá sig í dag.“ Valdimar hefur starfað í málaflokknum í um fimmtán ár og merkir mikla breytingu á allra síðustu árum. Hann telur ljóst að snjallsímar og samfélagsmiðlanotkun spili að einhverju leyti inn í. „Ég held að í svona rosalega stóru vandamáli, sem ég myndi bara segja að væri samfélagslegt vandamál, þá eru engar töfralausnir,“ segir Valdimar. Mikill árangur náðst Hann tekur fram að þrátt fyrir áskoranir hafi margt gengið vel hjá skólanum, og ljóst að sérhæfð þjónusta við þarfir nemenda sé að bera árangur. „Þetta er búið að vera og er mjög margþættur vandi hjá börnum í dag. Allt frá miklu ofbeldi, skólaforðun, öll hafa þau verulega námsörðugleika, tilfinningavandi og þess háttar,“ segir Valdimar. Hann finnur fyrir áhuga hjá öðrum sveitarfélögum og starfsfólki skóla annars staðar á landinu um að læra af starfinu sem fram fer í Hlíðarskóla. „Okkur hefur hins vegar gengið afskaplega vel seinustu árin með okkar krakka og erum bara glöð að hafa útskrifað stóra hópa seinustu árin sem hefur sem betur fer grynnkað á biðlistunum en yfirleitt eru biðlistar þó að það komi kannski einstöku sinnum að það sé ekki,“ segir Valdimar. Hann væntir þess að fleiri umsóknir berist á næstunni. „Það heyrist mér, að það séu þónokkrar umsóknir á leiðinni.“
Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi barna Grunnskólar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira