Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. janúar 2025 23:35 Eldurinn er sá nýjasti í röð gróðurelda umturnað hafa lífi Los Angeles-búa undanfarnar vikur. Getty Nýr gróðureldur hefur kviknað í Los Angeles-sýslu og hefur breiðst hratt út sökum stífra vinda á svæðinu. Borgin er enn í sárum eftir einn skæðasta gróðureld í sögunni. Hinn svokallaði Hughes-eldur kviknaði við Castaic-vatn í norðurhluta borgarinnar. Hann logar nú stjórnlaust á um tuttugu ferkílómetra svæði. Enn hafa engin heimili orðið eldinum að bráð en viðbragðsaðilar hafa enga stjórn á útbreiðslunni. Íbúum hverfa í nágrenninu hefur verið gert að rýma heimili sín. Eldarnir sem logað hafa í Palisades- og Eatonhverfum, og loga enn, eru einir þeir skæðustu í sögu borgarinnar sem hefur þó ekki ósjaldan þurft að glíma við sinuelda í sögu sinni. Að minnsta kosti 28 manns hafa látið lífið í stjórnlausum eldunum sem hafa eyðilagt rúmlega 14 þúsund byggingar og skilið eftir sviðnar rústir víða um borgina. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná stjórn á þeim að mestu leyti en þó ekki öllu. Fleiri eldar hafa kviknað víða í Kaliforníuríki síðustu daga og hefur að mestu tekist að halda þeim í skefjum. „Við erum að horfa fram á aðra umferð af einstaklega gróðureldavænum aðstæðum þvert yfir Suður-Kaliforníu. Á þessum tímapunkti er þetta farið að hljóma eins og biluð plata,“ hefur Guardian eftir Todd Hall, veðurfræðingi hjá Veðurstofu Bandaríkjanna. Enn er von á að rigni um helgina en ágætislíkur eru taldar á úrkomu víða á borgarsvæðinu. Mikil hætta er þó á því að mikil úrkoma gæti hrundið af stað stórum aurskriðum þar sem jarðvegurinn er víða sviðinn og þurr eftir eldana upp til fjalla. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Hinn svokallaði Hughes-eldur kviknaði við Castaic-vatn í norðurhluta borgarinnar. Hann logar nú stjórnlaust á um tuttugu ferkílómetra svæði. Enn hafa engin heimili orðið eldinum að bráð en viðbragðsaðilar hafa enga stjórn á útbreiðslunni. Íbúum hverfa í nágrenninu hefur verið gert að rýma heimili sín. Eldarnir sem logað hafa í Palisades- og Eatonhverfum, og loga enn, eru einir þeir skæðustu í sögu borgarinnar sem hefur þó ekki ósjaldan þurft að glíma við sinuelda í sögu sinni. Að minnsta kosti 28 manns hafa látið lífið í stjórnlausum eldunum sem hafa eyðilagt rúmlega 14 þúsund byggingar og skilið eftir sviðnar rústir víða um borgina. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná stjórn á þeim að mestu leyti en þó ekki öllu. Fleiri eldar hafa kviknað víða í Kaliforníuríki síðustu daga og hefur að mestu tekist að halda þeim í skefjum. „Við erum að horfa fram á aðra umferð af einstaklega gróðureldavænum aðstæðum þvert yfir Suður-Kaliforníu. Á þessum tímapunkti er þetta farið að hljóma eins og biluð plata,“ hefur Guardian eftir Todd Hall, veðurfræðingi hjá Veðurstofu Bandaríkjanna. Enn er von á að rigni um helgina en ágætislíkur eru taldar á úrkomu víða á borgarsvæðinu. Mikil hætta er þó á því að mikil úrkoma gæti hrundið af stað stórum aurskriðum þar sem jarðvegurinn er víða sviðinn og þurr eftir eldana upp til fjalla.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira