Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 12:00 Raphinha nýtur lífsins hjá Barcelona en þar er hann kominn í risastórt hlutverk og er Brassinn að eiga frábært tímabil í vetur. Getty/Yasser Bakhsh Brasilíumaðurinn Raphinha fer nú á kostum með Barcelona og skoraði nú síðast mikilvægt sigurmark liðsins í Meistaradeildarleik í vikunni. Saga Raphinha er efni í eitt gott ævintýri eða eina dramatíska upplífgandi kvikmynd enda fæddist hann í einu af fátækustu hverfunum í Brasilíu. Raphinha bjó í einu herbergi með foreldrum sínum, systkinum og gæludýrum fjölskyldunnar. Hætturnar lágu víða og margur vinahópurinn leiddist út í glæpi og miður skemmtilega hluti. Hann hafði styrk og þor til að veðja á fótboltann sem sína leið til betri framtíðar. Raphinha hefur sagt frá því að hann hafi þurft að betla mat á götunum hjá ókunnugum til að fá eitthvað að borða eftir æfingar. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Fótboltaiðkun hans var heldur ekki hættulaus og hann fékk stundum líflátshótanir fyrir leiki. Fótboltinn var engu að síður hans brú úr hryllilegum aðstæðum í favellunni og núna er hann orðinn stórstjarna í fótboltanum Hann þurfti að sýna hörku og baráttu til að lífa af í þessum erfiðum aðstæðum og ná að nýta þau fáu tækifæri sem buðust. Úr varð líka þessi mikli keppnismaður og baráttumaður sem hann er inn á fótboltavellinum í dag. Frammistaða Raphinha hefur verið það góð á þessu tímabili að sumir eru farnir að orða hann við Gullknöttinn, Ballon D´or. Hann byrjaði ekki allt of vel hjá Barcelona en enn á ný sýndi hann styrk og þolinmæði. Í dag er hann ekki aðeins fastamaður heldur stundum fyrirliði og einn af leiðtogum liðsins. Hann er líka algjör lykilamður í sóknarleik þess. Á tímabilinu er hinn 28 ára gamli Raphinha kominn með 22 mörk og 11 stoðsendingar í 30 leikjum þar af átta mörk í sjö leikjum í Meistaradeildinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LCxN8ld-f8k">watch on YouTube</a> Spænski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
Saga Raphinha er efni í eitt gott ævintýri eða eina dramatíska upplífgandi kvikmynd enda fæddist hann í einu af fátækustu hverfunum í Brasilíu. Raphinha bjó í einu herbergi með foreldrum sínum, systkinum og gæludýrum fjölskyldunnar. Hætturnar lágu víða og margur vinahópurinn leiddist út í glæpi og miður skemmtilega hluti. Hann hafði styrk og þor til að veðja á fótboltann sem sína leið til betri framtíðar. Raphinha hefur sagt frá því að hann hafi þurft að betla mat á götunum hjá ókunnugum til að fá eitthvað að borða eftir æfingar. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Fótboltaiðkun hans var heldur ekki hættulaus og hann fékk stundum líflátshótanir fyrir leiki. Fótboltinn var engu að síður hans brú úr hryllilegum aðstæðum í favellunni og núna er hann orðinn stórstjarna í fótboltanum Hann þurfti að sýna hörku og baráttu til að lífa af í þessum erfiðum aðstæðum og ná að nýta þau fáu tækifæri sem buðust. Úr varð líka þessi mikli keppnismaður og baráttumaður sem hann er inn á fótboltavellinum í dag. Frammistaða Raphinha hefur verið það góð á þessu tímabili að sumir eru farnir að orða hann við Gullknöttinn, Ballon D´or. Hann byrjaði ekki allt of vel hjá Barcelona en enn á ný sýndi hann styrk og þolinmæði. Í dag er hann ekki aðeins fastamaður heldur stundum fyrirliði og einn af leiðtogum liðsins. Hann er líka algjör lykilamður í sóknarleik þess. Á tímabilinu er hinn 28 ára gamli Raphinha kominn með 22 mörk og 11 stoðsendingar í 30 leikjum þar af átta mörk í sjö leikjum í Meistaradeildinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LCxN8ld-f8k">watch on YouTube</a>
Spænski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira