Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 12:00 Raphinha nýtur lífsins hjá Barcelona en þar er hann kominn í risastórt hlutverk og er Brassinn að eiga frábært tímabil í vetur. Getty/Yasser Bakhsh Brasilíumaðurinn Raphinha fer nú á kostum með Barcelona og skoraði nú síðast mikilvægt sigurmark liðsins í Meistaradeildarleik í vikunni. Saga Raphinha er efni í eitt gott ævintýri eða eina dramatíska upplífgandi kvikmynd enda fæddist hann í einu af fátækustu hverfunum í Brasilíu. Raphinha bjó í einu herbergi með foreldrum sínum, systkinum og gæludýrum fjölskyldunnar. Hætturnar lágu víða og margur vinahópurinn leiddist út í glæpi og miður skemmtilega hluti. Hann hafði styrk og þor til að veðja á fótboltann sem sína leið til betri framtíðar. Raphinha hefur sagt frá því að hann hafi þurft að betla mat á götunum hjá ókunnugum til að fá eitthvað að borða eftir æfingar. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Fótboltaiðkun hans var heldur ekki hættulaus og hann fékk stundum líflátshótanir fyrir leiki. Fótboltinn var engu að síður hans brú úr hryllilegum aðstæðum í favellunni og núna er hann orðinn stórstjarna í fótboltanum Hann þurfti að sýna hörku og baráttu til að lífa af í þessum erfiðum aðstæðum og ná að nýta þau fáu tækifæri sem buðust. Úr varð líka þessi mikli keppnismaður og baráttumaður sem hann er inn á fótboltavellinum í dag. Frammistaða Raphinha hefur verið það góð á þessu tímabili að sumir eru farnir að orða hann við Gullknöttinn, Ballon D´or. Hann byrjaði ekki allt of vel hjá Barcelona en enn á ný sýndi hann styrk og þolinmæði. Í dag er hann ekki aðeins fastamaður heldur stundum fyrirliði og einn af leiðtogum liðsins. Hann er líka algjör lykilamður í sóknarleik þess. Á tímabilinu er hinn 28 ára gamli Raphinha kominn með 22 mörk og 11 stoðsendingar í 30 leikjum þar af átta mörk í sjö leikjum í Meistaradeildinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LCxN8ld-f8k">watch on YouTube</a> Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Saga Raphinha er efni í eitt gott ævintýri eða eina dramatíska upplífgandi kvikmynd enda fæddist hann í einu af fátækustu hverfunum í Brasilíu. Raphinha bjó í einu herbergi með foreldrum sínum, systkinum og gæludýrum fjölskyldunnar. Hætturnar lágu víða og margur vinahópurinn leiddist út í glæpi og miður skemmtilega hluti. Hann hafði styrk og þor til að veðja á fótboltann sem sína leið til betri framtíðar. Raphinha hefur sagt frá því að hann hafi þurft að betla mat á götunum hjá ókunnugum til að fá eitthvað að borða eftir æfingar. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Fótboltaiðkun hans var heldur ekki hættulaus og hann fékk stundum líflátshótanir fyrir leiki. Fótboltinn var engu að síður hans brú úr hryllilegum aðstæðum í favellunni og núna er hann orðinn stórstjarna í fótboltanum Hann þurfti að sýna hörku og baráttu til að lífa af í þessum erfiðum aðstæðum og ná að nýta þau fáu tækifæri sem buðust. Úr varð líka þessi mikli keppnismaður og baráttumaður sem hann er inn á fótboltavellinum í dag. Frammistaða Raphinha hefur verið það góð á þessu tímabili að sumir eru farnir að orða hann við Gullknöttinn, Ballon D´or. Hann byrjaði ekki allt of vel hjá Barcelona en enn á ný sýndi hann styrk og þolinmæði. Í dag er hann ekki aðeins fastamaður heldur stundum fyrirliði og einn af leiðtogum liðsins. Hann er líka algjör lykilamður í sóknarleik þess. Á tímabilinu er hinn 28 ára gamli Raphinha kominn með 22 mörk og 11 stoðsendingar í 30 leikjum þar af átta mörk í sjö leikjum í Meistaradeildinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LCxN8ld-f8k">watch on YouTube</a>
Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira