Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar 23. janúar 2025 14:01 Við sem erum trans, kynsegin, hinsegin og á einhvern hátt fyrir utan box þeirra sem nú ráða nánast öllu í BNA, erum hér enn, höfum alltaf verið hér og munum alltaf halda áfram að fæðast og vera til á meðan mannkynið verður til. Því við fæðumst trans, það er byggt í okkar kjarna, okkar vitund, okkar alheims neista frá fyrsta augnabliki. Aðeins með því að útrýma mannkyninu öllu er hægt að útrýma einstökum og fallegum frávikum mennskunnar. Þá skiptir engu hvað er sagt í lögum og reglugerðum, forseta tilskipunum og/eða athugasemdakerfum fjölmiðla og samfélagsmiðla. Við munum alltaf vera til og við erum blessun ekki bölvun. Því mannkynið eru eins og haf af blómum, þar sem er fallegast um að líta þegar fjölbreytileikinn er sem mestur en frekar dauft þegar eingöngu sést ein tegund af viðkvæmri pottablóms tegund sem vill helst með öllum ráðum útrýma öðrum blómum og býflugunum með. En í fjölbreyttu blóma hafi er til blóm sem kallast fífill á íslensku en dandelion á ensku og það blóm getur dafnað og vaxið nánast hvar sem er. Hvort sem það er í kulda eða hita, á túni eða að brjóta sér leið í gegnum grjót, steinsteypu og/eða malbik. Trans fólk eru eins og þetta blóm, eins og fífillinn. Við höfum lært að lifa af við ótrúlegt harðræði og við munum halda áfram að lifa af, löngu eftir að lúðrasveit fáránleikans sem nú marserar um og hyllir í sífellu appelsínugula pottablómið sitt, hverfur á braut og skilur aðeins eftir sig daunilla skán í sögubókum framtíðar. Ég veit samt að mörg okkar munu falla í valinn, og sum nú þegar farin yfir í sumarlandið, vegna þessa ótrúlega mikla haturs sem hefur verið að stigmagnast undanfarin ár og nær nú nýjum og áður óþekktum hæðum. Og eflaust á eftir að versna enn meira, áður en við náum að hreinsa okkur af þessu eitri fordóma og fáfræðis sem stefnir í alheimsfaraldur. Ég mun samt aldrei gefast upp, því ég get það ekki, því ég er eins og ég er og ég er eins og ég var sköpuð. Ég er eins og alheimurinn ætlaði mér að vera og ég get ekki verið pottablóm þó ég reyndi, og trúið mér, ég reyndi. En til ykkar sem getið falist og ákveðið að bíða af ykkur storminn, vil ég segja: Nú er ekki lengur hægt að vera hlutlaus. Nú er ekki lengur hægt að taka ekki afstöðu.Því á meðan þú gerir ekki neitt, þú góða yndislega manneskja,þá brennur heimurinn og öll þau sem passa ekki inn í box brennuvargana eru fordæmd, ofsótt og myrt.Og gott fólk sem gerir ekki neitt, það verður ekki lengur gott fólk, heldur samsekt með þeim sem brenna heiminn! Það er ekki hægt að bíða af sér storminn, því þessi stormur mun aðeins eyðileggja allt og tortíma okkur öllum, ef við gerum ekki neitt. Í augum margra trans fólk of mikið öðruvísi til að hafa sama rétt og þau. Í augum margra er trans fólk ógn og ætti að vera fordæmt og útskúfað. En við erum í raun allt það sem þau vilja vera. Við erum frjáls og höfum ekkert að fela og því erum við ósigrandi. Þú getur því staðið með okkur, eða gegn okkur, en aldrei í raun og veru verið hlutlaus, því það í sjálfu sér er afstaða gegn okkur. Þitt er valið, með eða á móti, eða eins og svo oft hefur verið sagt áður af svo mörgu fólki: Ekki gera ekki neitt! Höfundur: Arna Magnea Danks (Hún/She), leikkona, áhættu leikstjóri, kennari og LGBTQIA+ aktivisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem erum trans, kynsegin, hinsegin og á einhvern hátt fyrir utan box þeirra sem nú ráða nánast öllu í BNA, erum hér enn, höfum alltaf verið hér og munum alltaf halda áfram að fæðast og vera til á meðan mannkynið verður til. Því við fæðumst trans, það er byggt í okkar kjarna, okkar vitund, okkar alheims neista frá fyrsta augnabliki. Aðeins með því að útrýma mannkyninu öllu er hægt að útrýma einstökum og fallegum frávikum mennskunnar. Þá skiptir engu hvað er sagt í lögum og reglugerðum, forseta tilskipunum og/eða athugasemdakerfum fjölmiðla og samfélagsmiðla. Við munum alltaf vera til og við erum blessun ekki bölvun. Því mannkynið eru eins og haf af blómum, þar sem er fallegast um að líta þegar fjölbreytileikinn er sem mestur en frekar dauft þegar eingöngu sést ein tegund af viðkvæmri pottablóms tegund sem vill helst með öllum ráðum útrýma öðrum blómum og býflugunum með. En í fjölbreyttu blóma hafi er til blóm sem kallast fífill á íslensku en dandelion á ensku og það blóm getur dafnað og vaxið nánast hvar sem er. Hvort sem það er í kulda eða hita, á túni eða að brjóta sér leið í gegnum grjót, steinsteypu og/eða malbik. Trans fólk eru eins og þetta blóm, eins og fífillinn. Við höfum lært að lifa af við ótrúlegt harðræði og við munum halda áfram að lifa af, löngu eftir að lúðrasveit fáránleikans sem nú marserar um og hyllir í sífellu appelsínugula pottablómið sitt, hverfur á braut og skilur aðeins eftir sig daunilla skán í sögubókum framtíðar. Ég veit samt að mörg okkar munu falla í valinn, og sum nú þegar farin yfir í sumarlandið, vegna þessa ótrúlega mikla haturs sem hefur verið að stigmagnast undanfarin ár og nær nú nýjum og áður óþekktum hæðum. Og eflaust á eftir að versna enn meira, áður en við náum að hreinsa okkur af þessu eitri fordóma og fáfræðis sem stefnir í alheimsfaraldur. Ég mun samt aldrei gefast upp, því ég get það ekki, því ég er eins og ég er og ég er eins og ég var sköpuð. Ég er eins og alheimurinn ætlaði mér að vera og ég get ekki verið pottablóm þó ég reyndi, og trúið mér, ég reyndi. En til ykkar sem getið falist og ákveðið að bíða af ykkur storminn, vil ég segja: Nú er ekki lengur hægt að vera hlutlaus. Nú er ekki lengur hægt að taka ekki afstöðu.Því á meðan þú gerir ekki neitt, þú góða yndislega manneskja,þá brennur heimurinn og öll þau sem passa ekki inn í box brennuvargana eru fordæmd, ofsótt og myrt.Og gott fólk sem gerir ekki neitt, það verður ekki lengur gott fólk, heldur samsekt með þeim sem brenna heiminn! Það er ekki hægt að bíða af sér storminn, því þessi stormur mun aðeins eyðileggja allt og tortíma okkur öllum, ef við gerum ekki neitt. Í augum margra trans fólk of mikið öðruvísi til að hafa sama rétt og þau. Í augum margra er trans fólk ógn og ætti að vera fordæmt og útskúfað. En við erum í raun allt það sem þau vilja vera. Við erum frjáls og höfum ekkert að fela og því erum við ósigrandi. Þú getur því staðið með okkur, eða gegn okkur, en aldrei í raun og veru verið hlutlaus, því það í sjálfu sér er afstaða gegn okkur. Þitt er valið, með eða á móti, eða eins og svo oft hefur verið sagt áður af svo mörgu fólki: Ekki gera ekki neitt! Höfundur: Arna Magnea Danks (Hún/She), leikkona, áhættu leikstjóri, kennari og LGBTQIA+ aktivisti.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun