Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Lovísa Arnardóttir skrifar 23. janúar 2025 14:13 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir er tímabundið landlæknir þar til búið er að skipa nýjan. Fimm sóttu um í kjölfar þess að Alma Möller lét af því embætti og fór á þing. Guðrún var ekki einn umsækjenda. Vísir/Arnar Landlæknisembættið ítrekar í tilkynningu að ráðleggingar embættisins um mataræði taka mið af þörfum heilbrigðra einstaklinga og fela ekki í sér boð eða bönn. Meginstef ráðlegginga þeirra sé að fólk borði fjölbreytta fæðu og sé jafnframt meðvitað um mögulega skaðsemi þess að borða óhóflega mikið af rauðu kjöti, gjörunnum matvælum og vörum sem innihalda mikið af mettaðri fitu og/eða viðbættum sykri. Tilefni tilkynningar embættisins er nýleg samfélagsumræðu þar sem þau segja ýmsum rangfærslum haldið á lofti en í janúar hefur í aðsendum greinum á Vísi til dæmis verið fjalla um til dæmis rannsóknir á mettaðri fitu og kólesteróli. Sjá hér, hér og hér til dæmis. „Að þessu tilefni vill embætti landlæknis einnig koma á framfæri að ráðleggingar embættisins um mataræði sem gefnar hafa verið út hér á landi byggja á bestu vísindalegu þekkingu hvers tíma. Von er á nýjum ráðleggingum frá embættinu innan fárra vikna og hafa þær nú þegar verið kynntar fyrir ýmsum hagaðilum,“ segir í tilkynningunni. Byggja á Norrænum næringarráðleggingum Þessar nýju ráðleggingar byggja samkvæmt tilkynningunni á Norrænum næringarráðleggingum sem komu út árið 2023 og taka jafnframt mið af mataræði landsmanna. Nýjustu upplýsingum um mataræði fullorðinna var safnað á árunum 2019-2021. „Norrænu ráðleggingarnar voru unnar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar af sérfræðingahópi með fulltrúum frá heilbrigðis- og matvælayfirvöldum frá öllum Norðurlöndunum. Vinnan við þær var umfangsmikil og stóð yfir í fimm ár. Um 400 sérfræðingar á Norðurlöndunum rýndu kerfisbundið yfirlit vísindagreina og skrifuðu kafla um mismunandi næringarefni og fæðuflokka. Hver kafli var birtur til umsagnar á vefsíðu ráðlegginganna en þeir eru um 70 talsins. Ferlið var því gagnsætt og allar athugasemdir og svör birt líka. Norrænu næringarráðleggingarnar voru fyrst birtar árið 1980 og hafa því í allt verið endurskoðaðar sex sinnum á rúmum 40 árum,“ segir í tilkynningu embættisins. Þá segir að frá því á síðasta ári hafi faghópur frá háskólasamfélaginu og viðeigandi stofnunum komið að endurskoðun íslenskra ráðlegginga um mataræði á vegum embættis landlæknis. Nú þegar sé búið að birta ný viðmið um orku- og næringarefni sem sé grunnur fyrir ráðleggingarnar um mataræði. Sambærilegar ráðleggingar hafi einnig verið birtar í Danmörku, Noregi og Finnlandi og stendur til að birta í Svíþjóð á næstu vikum. „Eini munur milli þjóðanna liggur í mismunandi matarmenningu að því leyti að aðgengi og hefð fyrir að nota einstaka fæðutegundir getur verið mismunandi milli landa.“ Byggja á vísindalegum grunni Embættið ítrekar að lokum að sú vandaða vinna sem er á bak við bæði Norrænu ráðleggingarnar og nýjar ráðleggingar fyrir Ísland sé byggð á sterkum vísindalegum grunni og gerð af óháðum sérfræðingum á þessu sviði. „Ráðleggingarnar eru fyrst og fremst ætlaðar heilbrigðu fólki með það að markmiði að styðja við og efla góða heilsu til skamms og langs tíma og minnka líkur á ýmsum sjúkdómum. Einstaklingar sem glíma við heilsufarslegar áskoranir eða tiltekna sjúkdóma geta þurft sértækari ráðleggingar og stuðning við sínar matarvenjur. Þegar þörf er á slíkri aðstoð er ákjósanlegt að löggiltir næringarfræðingar eða löggiltir næringarráðgjafar veiti hana eða séu hafðir í samráði,“ segir að lokum. Heilbrigðismál Matur Matvælaframleiðsla Neytendur Heilsa Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Tilefni tilkynningar embættisins er nýleg samfélagsumræðu þar sem þau segja ýmsum rangfærslum haldið á lofti en í janúar hefur í aðsendum greinum á Vísi til dæmis verið fjalla um til dæmis rannsóknir á mettaðri fitu og kólesteróli. Sjá hér, hér og hér til dæmis. „Að þessu tilefni vill embætti landlæknis einnig koma á framfæri að ráðleggingar embættisins um mataræði sem gefnar hafa verið út hér á landi byggja á bestu vísindalegu þekkingu hvers tíma. Von er á nýjum ráðleggingum frá embættinu innan fárra vikna og hafa þær nú þegar verið kynntar fyrir ýmsum hagaðilum,“ segir í tilkynningunni. Byggja á Norrænum næringarráðleggingum Þessar nýju ráðleggingar byggja samkvæmt tilkynningunni á Norrænum næringarráðleggingum sem komu út árið 2023 og taka jafnframt mið af mataræði landsmanna. Nýjustu upplýsingum um mataræði fullorðinna var safnað á árunum 2019-2021. „Norrænu ráðleggingarnar voru unnar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar af sérfræðingahópi með fulltrúum frá heilbrigðis- og matvælayfirvöldum frá öllum Norðurlöndunum. Vinnan við þær var umfangsmikil og stóð yfir í fimm ár. Um 400 sérfræðingar á Norðurlöndunum rýndu kerfisbundið yfirlit vísindagreina og skrifuðu kafla um mismunandi næringarefni og fæðuflokka. Hver kafli var birtur til umsagnar á vefsíðu ráðlegginganna en þeir eru um 70 talsins. Ferlið var því gagnsætt og allar athugasemdir og svör birt líka. Norrænu næringarráðleggingarnar voru fyrst birtar árið 1980 og hafa því í allt verið endurskoðaðar sex sinnum á rúmum 40 árum,“ segir í tilkynningu embættisins. Þá segir að frá því á síðasta ári hafi faghópur frá háskólasamfélaginu og viðeigandi stofnunum komið að endurskoðun íslenskra ráðlegginga um mataræði á vegum embættis landlæknis. Nú þegar sé búið að birta ný viðmið um orku- og næringarefni sem sé grunnur fyrir ráðleggingarnar um mataræði. Sambærilegar ráðleggingar hafi einnig verið birtar í Danmörku, Noregi og Finnlandi og stendur til að birta í Svíþjóð á næstu vikum. „Eini munur milli þjóðanna liggur í mismunandi matarmenningu að því leyti að aðgengi og hefð fyrir að nota einstaka fæðutegundir getur verið mismunandi milli landa.“ Byggja á vísindalegum grunni Embættið ítrekar að lokum að sú vandaða vinna sem er á bak við bæði Norrænu ráðleggingarnar og nýjar ráðleggingar fyrir Ísland sé byggð á sterkum vísindalegum grunni og gerð af óháðum sérfræðingum á þessu sviði. „Ráðleggingarnar eru fyrst og fremst ætlaðar heilbrigðu fólki með það að markmiði að styðja við og efla góða heilsu til skamms og langs tíma og minnka líkur á ýmsum sjúkdómum. Einstaklingar sem glíma við heilsufarslegar áskoranir eða tiltekna sjúkdóma geta þurft sértækari ráðleggingar og stuðning við sínar matarvenjur. Þegar þörf er á slíkri aðstoð er ákjósanlegt að löggiltir næringarfræðingar eða löggiltir næringarráðgjafar veiti hana eða séu hafðir í samráði,“ segir að lokum.
Heilbrigðismál Matur Matvælaframleiðsla Neytendur Heilsa Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda