„Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. janúar 2025 14:32 Snorri Steinn er með báða fætur á jörðinni þó svo gengið hafi verið frábært á HM. vísir/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari er ekkert að fara fram úr sér þó svo það gangi vel á HM. Hann veit sem er að það er næg vinna fram undan. „Hluti af því er að halda mönnum á jörðinni. En við erum með reynslubolta í liðinu. Menn eiga að þekkja þetta og vita um hvað þetta snýst. Það er kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið. Það er langt frá því. Við þurfum meira,“ sagði Snorri ákveðinn. Það er óhætt að segja að liðið hafi tekið gríðarlegum framförum undir stjórn Snorra á einu ári. Hver er lykillinn að því að hans mati? „Það er eflaust eitt og annað. Ég hef lagt áherslu á það í langan tíma að vera ekki að bíða eftir því að hlutirnir gangi upp heldur að þeir láti þá ganga upp. Strákarnir hafa gert það. Hugarfarið er til algjörrar fyrirmyndar,“ segir þjálfarinn stoltur af sínum mönnum. Klippa: Snorri spenntur fyrir Króatíu Hann á líklega eitthvað í því að Aron Pálmarsson er byrjaður að blómstra á nýjan leik þó svo hann vilji nú ekki meina það. „Hugarfarið hjá honum er ástæðan. Hann á heiðurinn af þessu alveg sjálfur. Ég hef fundið það hjá honum síðan ég tók við landsliðinu að það væri mikill hugur og hungur hjá honum. Hann vill ná árangri.“ Viggó Kristjánsson hefur fengið afar takmarkaða hvíld á mótinu til þessa en Snorri óttast ekki að hann springi. „Nei, ekkert svakalega. Ég skil pælingarnar og vangavelturnar. Við verðum að hvíla hann samt meira og þetta gengur ekki endalaust.“ Sérstakara fyrir Dag en okkur Í kvöld mætast á hliðarlínunni tveir af dáðustu sonum Vals. Snorri og svo Dagur Sigurðsson sem þjálfar Króata. Snorri vill nú ekki gera mikið úr þeirra einvígi. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að mæta Íslendingi. Svo þegar leikur byrjar er maður ekkert að hugsa um það. Við erum bara að spila við Króatíu. Ætli það sé ekki aðeins sérstakara fyrir hann en okkur. Hann hefur gert það áður og ég held að hann kippi sér ekki upp við það,“ segir Snorri og bætir við að liðið þurfi að spila áfram af sama krafti til að vinna. „Mér finnst við eiga inni í sókninni. Þetta er þarna og það kemur. Það er jákvætt að eiga eitthvað inni eftir tvær góðar frammistöður.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
„Hluti af því er að halda mönnum á jörðinni. En við erum með reynslubolta í liðinu. Menn eiga að þekkja þetta og vita um hvað þetta snýst. Það er kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið. Það er langt frá því. Við þurfum meira,“ sagði Snorri ákveðinn. Það er óhætt að segja að liðið hafi tekið gríðarlegum framförum undir stjórn Snorra á einu ári. Hver er lykillinn að því að hans mati? „Það er eflaust eitt og annað. Ég hef lagt áherslu á það í langan tíma að vera ekki að bíða eftir því að hlutirnir gangi upp heldur að þeir láti þá ganga upp. Strákarnir hafa gert það. Hugarfarið er til algjörrar fyrirmyndar,“ segir þjálfarinn stoltur af sínum mönnum. Klippa: Snorri spenntur fyrir Króatíu Hann á líklega eitthvað í því að Aron Pálmarsson er byrjaður að blómstra á nýjan leik þó svo hann vilji nú ekki meina það. „Hugarfarið hjá honum er ástæðan. Hann á heiðurinn af þessu alveg sjálfur. Ég hef fundið það hjá honum síðan ég tók við landsliðinu að það væri mikill hugur og hungur hjá honum. Hann vill ná árangri.“ Viggó Kristjánsson hefur fengið afar takmarkaða hvíld á mótinu til þessa en Snorri óttast ekki að hann springi. „Nei, ekkert svakalega. Ég skil pælingarnar og vangavelturnar. Við verðum að hvíla hann samt meira og þetta gengur ekki endalaust.“ Sérstakara fyrir Dag en okkur Í kvöld mætast á hliðarlínunni tveir af dáðustu sonum Vals. Snorri og svo Dagur Sigurðsson sem þjálfar Króata. Snorri vill nú ekki gera mikið úr þeirra einvígi. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að mæta Íslendingi. Svo þegar leikur byrjar er maður ekkert að hugsa um það. Við erum bara að spila við Króatíu. Ætli það sé ekki aðeins sérstakara fyrir hann en okkur. Hann hefur gert það áður og ég held að hann kippi sér ekki upp við það,“ segir Snorri og bætir við að liðið þurfi að spila áfram af sama krafti til að vinna. „Mér finnst við eiga inni í sókninni. Þetta er þarna og það kemur. Það er jákvætt að eiga eitthvað inni eftir tvær góðar frammistöður.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira