Kessler er að gera mjög flotta hluti með liði Utah Jazz en kærasta hans var síðan kosin Ungfrú Ameríka í vikunni.
Hún heitir Abbie Stockard og þau hittust þegar þau voru við nám í Auburn háskólanum.
Kessler hætti í skóla og fór í NBA en hún hélt áfram námi. Stockard var fyrst kosin Ungfrú Alabama sem gaf henni þátttökurétt í keppninni um þá fegurstu í Bandaríkjunum.
Hún vann stelpur frá Texas og Tennessee og varð aðeins sú fjórða frá Alabama til að fá þessa kórónu.
Kessler sjálfur er með 11,3 stig, 11,5 fráköst og 2,4 stoðsendingar í leik í vetur en hann er að nýta 73 prósent skota sinna sem er það besta í deildinni. Hann er í öðru sæti í vörðum skotum og í sjöunda sæti í fráköstum.