Handbolti

Harðar­menn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Admilson Furtado fagnar marki með liði Grænhöfðaeyja á HM í handbolta. Hann hefur skorað nítján mörk með Harðarliðinu i Grilldeildinni í vetur.
Admilson Furtado fagnar marki með liði Grænhöfðaeyja á HM í handbolta. Hann hefur skorað nítján mörk með Harðarliðinu i Grilldeildinni í vetur. Getty/Annelie Cracchiolo

Hörður hefur heldur betur styrkt sig vel fyrir lokabaráttunni um sæti í Olís deild karla í handbolta. Reynslubolti gerir samning út tímabilið en tveir 22 ára strákar sem til ársins 2022.

Hörður segir frá því að miðlum sínum að 34 ára Slóvaki, 22 ára Brasilíumaður og 22 ára Japani séu klárir í slaginn fyrir næsta leik.

Lubomir Ivanytsia er 34 ára Slóvaki sem spilar sem örvhent skytta. Hann er að koma frá pólska félaginu Górnik Zabrze og gerir samning út tímabilið.

Shuto Takenaka er 22 ára Japani en hann er einnig örvhent skytta. Hann kemur frá háskólaliðinu Hosei Handball í heimalandinu og skrifar undir samning til ársins 2026.

Felipe Condeixa er 22 ára Brasilíumaður sem spilar sem leikstjórnandi. Hann kemur frá spænska b-deildarliðinu L'arancina Handbol Mallorca og samdi líka til ársins 2026.

Harðarmenn eiga líka fulltrúa á heimsmeistaramótinu því hægri hornamaðurinn Admilson Furtado spilar með Grænhöfðaeyjum á mótinu.

Hörður hefur unnið fimm af tíu leikjum sínum á tímabilinu en það skilar liðinu í fimmta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×