Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar 24. janúar 2025 12:30 Uppbygging undanfarinna ára á Suðurlandi hefur verið með ótrúlegum hætti. Íbúðum fjölgar á hverju ári og samhliða byggist upp fjölbreytt atvinnustarfsemi. Atvinnusvæðið er stórt og teygist yfir suðvesturhornið og hluta Suðurlands þar sem einstaklingar og fjölskyldur eru í auknum mæli að velja sér búsetu. Öflug uppbygging Innan Sveitarfélagsins Árborgar hefur uppbyggingin verið öflug en um leið skapað krefjandi áskoranir. Við höfum tekist á við áskoranirnar og skapað aðstæður sem styðja við áframhaldandi vöxt samfélagsins. Samstarf sveitarfélagsins við framkvæmdaaðila er mikilvægt enda sameiginlegur ávinningur að íbúðauppbygging sé stöðug, innviðir til staðar og atvinnustarfsemi vaxi. Slíkt skilar öflugra samfélagi sem getur tekið á móti nýjum íbúum án þess að skerða þjónustu við þá sem fyrir eru. Fólk og fyrirtæki sýna uppbyggingu innan Sveitarfélagsins Árborgar mikinn áhuga. Gangi áætlanir eftir verða byggðar upp yfir 3000 fjölbreyttar íbúðir á næstu sex til tíu árum ásamt því að nægt framboð verður á lóðum undir atvinnustarfsemi. Því gildir að samgöngur séu einnig í lagi og mæti eftirspurn. Það er sérstakt fagnaðarefni að framkvæmdir við „Selfossbrú“ yfir Ölfusá séu að hefjast. Hún verður gríðarleg samgöngubót sem styrkir svæðið mjög auk þess að veita atvinnu við byggingu hennar og vegagerð. Þessir þættir eru í takti við stefnu bæjarstjórnar og samþykkta húsnæðisáætlun Árborgar og ánægjulegt að sjá framvindu mála. Mikil uppbygging á sér stað í Sveitarfélaginu Árborg. Tryggja lóðir til framtíðar Samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er Sveitarfélagið Árborg meðal örfárra sveitarfélaga sem tryggt hafa nægt lóða- og íbúðaframboð miðað við þörf. Slíkt er mjög jákvætt og hvetur okkur til að tryggja jafnframt nægt framboð lóða undir atvinnustarfsemi og nú þegar eru tilbúnar lóðir og fleiri bætast við á vormánuðum. Í skipulagsmálum er mikilvægt að horfa til lengri tíma. Reyna að sjá fyrir þróun og mótun byggðar, innviða og samgangna og tengingu þeirra við núverandi byggð. Innan Sveitarfélagsins Árborgar er þróunin ör með uppbyggingu nýrra hverfa, miðbæjar og breytinga í eldri hverfum á Selfossi. Spennandi tækifæri eru við ströndina á Eyrarbakka og Stokkseyri með nánd við sterka þjónustukjarna og höfnina í Þorlákshöfn. Framtíð Suðurlands er björt og ljóst er að Árborg er og verður frábær búsetukostur sem og miðja verslunar, þjónustu og iðnaðar til framtíðar. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Uppbygging undanfarinna ára á Suðurlandi hefur verið með ótrúlegum hætti. Íbúðum fjölgar á hverju ári og samhliða byggist upp fjölbreytt atvinnustarfsemi. Atvinnusvæðið er stórt og teygist yfir suðvesturhornið og hluta Suðurlands þar sem einstaklingar og fjölskyldur eru í auknum mæli að velja sér búsetu. Öflug uppbygging Innan Sveitarfélagsins Árborgar hefur uppbyggingin verið öflug en um leið skapað krefjandi áskoranir. Við höfum tekist á við áskoranirnar og skapað aðstæður sem styðja við áframhaldandi vöxt samfélagsins. Samstarf sveitarfélagsins við framkvæmdaaðila er mikilvægt enda sameiginlegur ávinningur að íbúðauppbygging sé stöðug, innviðir til staðar og atvinnustarfsemi vaxi. Slíkt skilar öflugra samfélagi sem getur tekið á móti nýjum íbúum án þess að skerða þjónustu við þá sem fyrir eru. Fólk og fyrirtæki sýna uppbyggingu innan Sveitarfélagsins Árborgar mikinn áhuga. Gangi áætlanir eftir verða byggðar upp yfir 3000 fjölbreyttar íbúðir á næstu sex til tíu árum ásamt því að nægt framboð verður á lóðum undir atvinnustarfsemi. Því gildir að samgöngur séu einnig í lagi og mæti eftirspurn. Það er sérstakt fagnaðarefni að framkvæmdir við „Selfossbrú“ yfir Ölfusá séu að hefjast. Hún verður gríðarleg samgöngubót sem styrkir svæðið mjög auk þess að veita atvinnu við byggingu hennar og vegagerð. Þessir þættir eru í takti við stefnu bæjarstjórnar og samþykkta húsnæðisáætlun Árborgar og ánægjulegt að sjá framvindu mála. Mikil uppbygging á sér stað í Sveitarfélaginu Árborg. Tryggja lóðir til framtíðar Samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er Sveitarfélagið Árborg meðal örfárra sveitarfélaga sem tryggt hafa nægt lóða- og íbúðaframboð miðað við þörf. Slíkt er mjög jákvætt og hvetur okkur til að tryggja jafnframt nægt framboð lóða undir atvinnustarfsemi og nú þegar eru tilbúnar lóðir og fleiri bætast við á vormánuðum. Í skipulagsmálum er mikilvægt að horfa til lengri tíma. Reyna að sjá fyrir þróun og mótun byggðar, innviða og samgangna og tengingu þeirra við núverandi byggð. Innan Sveitarfélagsins Árborgar er þróunin ör með uppbyggingu nýrra hverfa, miðbæjar og breytinga í eldri hverfum á Selfossi. Spennandi tækifæri eru við ströndina á Eyrarbakka og Stokkseyri með nánd við sterka þjónustukjarna og höfnina í Þorlákshöfn. Framtíð Suðurlands er björt og ljóst er að Árborg er og verður frábær búsetukostur sem og miðja verslunar, þjónustu og iðnaðar til framtíðar. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun