Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, greinir frá þessu í viðtali við fréttastofu. Þyrlan lenti á Borgarspítalanum um 20:12.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á sjötta tímanum vegna árekstursins. Þyrlan tók á loft klukkan 18 og kom á staðinn rétt fyrir 19.
Sex í bílunum tveimur
Í frétt Rúv kemur fram að fimm hafi verið í öðrum bílnum og einn í hinum.
Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í viðtali við Rúv að lögregla og sjúkraflutningafólk hafa óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna áverka tveggja. Þeir væru þó ekki taldir lífshættulegir. Hálka og slydda hafi verið á slysstað og bílarnir á tiltölulega lítilli ferð þegar slysið átti sér stað.
Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu upplýsingum.