„Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2025 21:38 Elliði Snær Viðarsson kallar inn á völlinn í Zagreb í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Þetta er ótrúlega svekkjandi,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið gegn Króatíu á HM í handbolta í kvöld. Hann heldur þó í bjartsýnina og von um sæti í 8-liða úrslitum. Ísland lenti átta mörkum undir í fyrri hálfleik, 20-12, og átti í raun aldrei séns gegn sterku liði Dags Sigurðssonar. „Markmaðurinn þeirra varði ótrúlega vel. Við öll tækifæri sem við höfðum til að koma aðeins til baka þá varði hann. Við vorum sjálfum okkur verstir í fyrri hálfleik, með of mikið af töpuðum boltum og komumst aldrei almennilega inn í varnarleikinn okkar. Við vorum skrefinu á eftir allan tímann,“ sagði Elliði. Vörn og markvarsla hafði verið aðalsmerki Íslands á mótinu en í kvöld var eitthvað allt annað uppi á teningnum. Af hverju? „Það er erfitt að útskýra. Við náðum ekki upp þessu orkustigi sem við höfum verið með. Það er auðveldasta útskýringin. Mér fannst við vera mjög vel undirbúnir fyrir leik, tilbúnir í þetta, en vorum einhvern veginn skrefinu á eftir.“ Viðtalið við Elliða má sjá hér að neðan. Voru menn orðnir þreyttir? „Við erum jafnþreyttir og þeir. Það eru allir þreyttir þegar líður á stórmót. Ég held að við höfum verið nokkuð ferskir. Við höfum róterað hópnum vel, allir fengið mínútur og við skipt þessu bróðurlega á milli okkar í varnarleiknum. Það er ekki ástæðan fyrir því að töpuðum í dag.“ Staðan er sú að tapið í kvöld gæti orðið það eina hjá Íslandi á mótinu, og liðið samt fallið úr keppni fyrir 8-liða úrslitin. „Þá verður það bara að vera svoleiðis. En við verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú á að, uuuu, ég veit ekki einu sinni hverjir þurfa að vinna, en að úrslitin verði okkur í hag og að við höldum áfram að byggja ofan á það sem við höfum gert vel í mótinu.“ Ísland þarf að vinna Argentínu á sunnudag og treysta á að Slóvenía nái í stig gegn Króatíu síðar sama dag. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta fékk slæman skell á móti Króatíu í öðrum leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Liðið mátti ekki tapa með fjórum mörkum eða meira en skellurinn var stærri. Sex marka tap kippti íslenska liðinu harkalega niður á jörðina og hálfa leið út úr mótinu. 24. janúar 2025 21:29 „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13 Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Ísland lenti átta mörkum undir í fyrri hálfleik, 20-12, og átti í raun aldrei séns gegn sterku liði Dags Sigurðssonar. „Markmaðurinn þeirra varði ótrúlega vel. Við öll tækifæri sem við höfðum til að koma aðeins til baka þá varði hann. Við vorum sjálfum okkur verstir í fyrri hálfleik, með of mikið af töpuðum boltum og komumst aldrei almennilega inn í varnarleikinn okkar. Við vorum skrefinu á eftir allan tímann,“ sagði Elliði. Vörn og markvarsla hafði verið aðalsmerki Íslands á mótinu en í kvöld var eitthvað allt annað uppi á teningnum. Af hverju? „Það er erfitt að útskýra. Við náðum ekki upp þessu orkustigi sem við höfum verið með. Það er auðveldasta útskýringin. Mér fannst við vera mjög vel undirbúnir fyrir leik, tilbúnir í þetta, en vorum einhvern veginn skrefinu á eftir.“ Viðtalið við Elliða má sjá hér að neðan. Voru menn orðnir þreyttir? „Við erum jafnþreyttir og þeir. Það eru allir þreyttir þegar líður á stórmót. Ég held að við höfum verið nokkuð ferskir. Við höfum róterað hópnum vel, allir fengið mínútur og við skipt þessu bróðurlega á milli okkar í varnarleiknum. Það er ekki ástæðan fyrir því að töpuðum í dag.“ Staðan er sú að tapið í kvöld gæti orðið það eina hjá Íslandi á mótinu, og liðið samt fallið úr keppni fyrir 8-liða úrslitin. „Þá verður það bara að vera svoleiðis. En við verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú á að, uuuu, ég veit ekki einu sinni hverjir þurfa að vinna, en að úrslitin verði okkur í hag og að við höldum áfram að byggja ofan á það sem við höfum gert vel í mótinu.“ Ísland þarf að vinna Argentínu á sunnudag og treysta á að Slóvenía nái í stig gegn Króatíu síðar sama dag.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta fékk slæman skell á móti Króatíu í öðrum leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Liðið mátti ekki tapa með fjórum mörkum eða meira en skellurinn var stærri. Sex marka tap kippti íslenska liðinu harkalega niður á jörðina og hálfa leið út úr mótinu. 24. janúar 2025 21:29 „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13 Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta fékk slæman skell á móti Króatíu í öðrum leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Liðið mátti ekki tapa með fjórum mörkum eða meira en skellurinn var stærri. Sex marka tap kippti íslenska liðinu harkalega niður á jörðina og hálfa leið út úr mótinu. 24. janúar 2025 21:29
„Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13