KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2025 10:35 Nimrod Hilliard og Sigtryggur Arnar Björnsson í rimmu. Vísir/Anton Brink Nimrod Hilliard er Bandaríkjamaðurinn í liði KR í Bónus-deildinni í körfubolta. Hann hefur glímt talsvert við meiðsli en hefur KR efni á því að vera að pæla í hvort að Nimrod verði heill út tímabilið? Þessari spurningu velti Stefán Árni Pálsson upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld og stutta svarið frá Ómari Erni Sævarssyni var skýrt: „Nei.“ KR situr sem stendur í 9. sæti deildarinnar, utan úrslitakeppni, en er reyndar með jafnmörg stig og Þór Þ. sem er í 5. sæti, svo staðan er mjög jöfn þegar 15 umferðum af 22 er lokið. En ætti KR að treysta á Nimrod áfram? „Ég held að þetta sé of tæpt. Eru KR-ingar öruggir um úrslitakeppnina? Ég held að þeir séu öruggir um að falla ekki. En ef að KR ætlar að komast í úrslitakeppnina og mögulega gera einhvern usla þar, þá held ég að það sé allt of tæpt að leikmaður sem á þessum tímapunkti hefur verið mikið meiddur,“ sagði Ómar. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Hvað á KR að gera við Nimrod? Nimrod kom til KR-inga á miðju tímabili í fyrra. „Mér finnst eins og hann hafi aldrei hundrað prósent náð sér af þessum meiðslum sem hafa verið að hrjá hann. Eins og staðan á honum er þá lifir hann ekki af úrslitakeppni, þegar tveir dagar eru á milli leikja,“ sagði Ómar. En hver er lausnin? „Ég væri löngu búinn að leita að öðrum leikmanni fyrir hann, og skipta honum út. Mestu rökin sem ég skil eru að hann vinni svo gott starf fyrir klúbbinn. Sé að gera ýmsa aðra hluti utan vallarins. En þegar KR-ingar segja það finnst mér þeir vera að viðurkenna að hann sé ekki nægilega góður, eða nægilega heill, fyrir KR-liðið. Ef KR ætlar að gera eitthvað þá er bara maðurinn meiddur og ekki að fara að lifa af úrslitakeppnina,“ sagði Ómar. Helgi Már Magnússon, sem þekkir Nimrod býsna vel því þeir þjálfa saman í yngri flokkum KR, sagði: „Þetta er ótrúlega óþægileg staða. Ég held að hann sé ekki lengi frá núna. Þetta er óþægileg staða fyrir Jakob þjálfara, að hafa þetta hangandi yfir sér. Hann er búinn að vera frábær í vetur, það er ástæðan fyrir því að það er ekki búið að senda hann heim, og hann er leiðtogi í liðinu. Hann er að þjálfa með mér, nota bene, og er flottur í því, en það er ekki ástæðan fyrir því að hann er hérna. Hann er að standa sig mjög vel, er leiðtogi og leiðir liðið áfram. Ég myndi ekki tíma því að senda hann heim. Ég held að lausnin sé að finna Bosman-leikmann, sem getur spilað með Nimrod. Þegar hann dettur út þá geti sá maður séð um boltann og stýrt hlutunum. Það er erfitt að finna svona mann en ég er viss um að hann er til. Geggjað svo ef að þeir gætu spilað saman,“ sagði Helgi. Bónus-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Þessari spurningu velti Stefán Árni Pálsson upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld og stutta svarið frá Ómari Erni Sævarssyni var skýrt: „Nei.“ KR situr sem stendur í 9. sæti deildarinnar, utan úrslitakeppni, en er reyndar með jafnmörg stig og Þór Þ. sem er í 5. sæti, svo staðan er mjög jöfn þegar 15 umferðum af 22 er lokið. En ætti KR að treysta á Nimrod áfram? „Ég held að þetta sé of tæpt. Eru KR-ingar öruggir um úrslitakeppnina? Ég held að þeir séu öruggir um að falla ekki. En ef að KR ætlar að komast í úrslitakeppnina og mögulega gera einhvern usla þar, þá held ég að það sé allt of tæpt að leikmaður sem á þessum tímapunkti hefur verið mikið meiddur,“ sagði Ómar. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Hvað á KR að gera við Nimrod? Nimrod kom til KR-inga á miðju tímabili í fyrra. „Mér finnst eins og hann hafi aldrei hundrað prósent náð sér af þessum meiðslum sem hafa verið að hrjá hann. Eins og staðan á honum er þá lifir hann ekki af úrslitakeppni, þegar tveir dagar eru á milli leikja,“ sagði Ómar. En hver er lausnin? „Ég væri löngu búinn að leita að öðrum leikmanni fyrir hann, og skipta honum út. Mestu rökin sem ég skil eru að hann vinni svo gott starf fyrir klúbbinn. Sé að gera ýmsa aðra hluti utan vallarins. En þegar KR-ingar segja það finnst mér þeir vera að viðurkenna að hann sé ekki nægilega góður, eða nægilega heill, fyrir KR-liðið. Ef KR ætlar að gera eitthvað þá er bara maðurinn meiddur og ekki að fara að lifa af úrslitakeppnina,“ sagði Ómar. Helgi Már Magnússon, sem þekkir Nimrod býsna vel því þeir þjálfa saman í yngri flokkum KR, sagði: „Þetta er ótrúlega óþægileg staða. Ég held að hann sé ekki lengi frá núna. Þetta er óþægileg staða fyrir Jakob þjálfara, að hafa þetta hangandi yfir sér. Hann er búinn að vera frábær í vetur, það er ástæðan fyrir því að það er ekki búið að senda hann heim, og hann er leiðtogi í liðinu. Hann er að þjálfa með mér, nota bene, og er flottur í því, en það er ekki ástæðan fyrir því að hann er hérna. Hann er að standa sig mjög vel, er leiðtogi og leiðir liðið áfram. Ég myndi ekki tíma því að senda hann heim. Ég held að lausnin sé að finna Bosman-leikmann, sem getur spilað með Nimrod. Þegar hann dettur út þá geti sá maður séð um boltann og stýrt hlutunum. Það er erfitt að finna svona mann en ég er viss um að hann er til. Geggjað svo ef að þeir gætu spilað saman,“ sagði Helgi.
Bónus-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira