Segist ekki muna eftir atburðunum Jón Þór Stefánsson skrifar 25. janúar 2025 14:28 Málið varðar árás sem átti sér stað á Vopnafirði. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að ráðsast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði, sagðist ekki muna eftir atvikinu sem málið varðar þegar það var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í vikunni. Hann neitaði sök, og til vara fór lögmaður hans fram á að honum yrði ekki refsað þar sem hann hafi ekki stjórnað gjörðum sínum. Þetta kemur fram á vef Austurfrétta. Þar er haft eftir manninum að konan hafi verið í skemmu að henda út verkfærunum hans og hún gefið honum fingurinn. Að hans sögn ætti það að geta sést í öryggismyndavélum. Hann hafi svo farið inn í skemmuna og þau rifist, og hún hótað honum að meina honum aðgengi við börn þeirra og ýtt harkalega við honum. Maðurinn sagðist hafa orðið reiður en hann myndi ekki meira. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. Í greinargerð saksóknara segir að maðurinn sé sterklega grunaður um að ráðast á konuna með járnkarli eða rúllubaggateini, og reyna að stinga hana í kviðinn og kyrkja með járnkarlinum í október á síðasta ári. Málið varðar í raun fleiri meint brot mannsins sem er líka ákærður fyrir annað brot gegn konunni sem mun hafa átt sér stað þremur dögum áður. Þar er honum gefið að sök að hafa áreitt hana kynferðislega. Maðurinn er einnig grunaður um vopnalagabrot og aðra árás sem beindist að öðrum manni. Samkvæmt Austurfrétt neitar maðurinn einnig sök í þeim málum. Brotaþoli málsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram og tjáði sig um málið í Kastljósi í desember. Þar greindi hún frá tveimur árásum af hálfu mannsins. Sú fyrri mun hafa átt sér stað þann 13. október síðastliðinn og í kjölfarið hafi verið óskað eftir nálgunarbann á hendur manninum, en því hafnað. Þremur dögum seinna hafi hann ráðist á hana með járnkarlinum. „Hann nær að hrinda mér í gólfið og sest ofan á mig og setur járnkarlinn yfir hálsinn á mér og þrýstir bara,“ sagði Hafdís Bára í viðtalinu. „Ég man að ég segi við hann, þú veist þú ert að drepa mig. Þá sagði hann svo blákalt; já ég ætla að drepa þig.“ Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í febrúar. Hann fór fram á að þeim úrskurði yrði breytt þannig að hann yrði frekar vistaður á sjúkrahúsi eða viðeigandi stofnun í stað þess að sæta gæsluvarðhaldi. Landsréttur staðfesti hins vegar niðurstöðu héraðsdóms um að hann skyldi sæta gæsluvarðhaldi þar sem fram hafði komið að fylgst væri með heilsufari hans af heilbrigðisstarfsfólki á meðan hann sætti varðhaldi. Ofbeldi á Vopnafirði Dómsmál Vopnafjörður Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Austurfrétta. Þar er haft eftir manninum að konan hafi verið í skemmu að henda út verkfærunum hans og hún gefið honum fingurinn. Að hans sögn ætti það að geta sést í öryggismyndavélum. Hann hafi svo farið inn í skemmuna og þau rifist, og hún hótað honum að meina honum aðgengi við börn þeirra og ýtt harkalega við honum. Maðurinn sagðist hafa orðið reiður en hann myndi ekki meira. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. Í greinargerð saksóknara segir að maðurinn sé sterklega grunaður um að ráðast á konuna með járnkarli eða rúllubaggateini, og reyna að stinga hana í kviðinn og kyrkja með járnkarlinum í október á síðasta ári. Málið varðar í raun fleiri meint brot mannsins sem er líka ákærður fyrir annað brot gegn konunni sem mun hafa átt sér stað þremur dögum áður. Þar er honum gefið að sök að hafa áreitt hana kynferðislega. Maðurinn er einnig grunaður um vopnalagabrot og aðra árás sem beindist að öðrum manni. Samkvæmt Austurfrétt neitar maðurinn einnig sök í þeim málum. Brotaþoli málsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram og tjáði sig um málið í Kastljósi í desember. Þar greindi hún frá tveimur árásum af hálfu mannsins. Sú fyrri mun hafa átt sér stað þann 13. október síðastliðinn og í kjölfarið hafi verið óskað eftir nálgunarbann á hendur manninum, en því hafnað. Þremur dögum seinna hafi hann ráðist á hana með járnkarlinum. „Hann nær að hrinda mér í gólfið og sest ofan á mig og setur járnkarlinn yfir hálsinn á mér og þrýstir bara,“ sagði Hafdís Bára í viðtalinu. „Ég man að ég segi við hann, þú veist þú ert að drepa mig. Þá sagði hann svo blákalt; já ég ætla að drepa þig.“ Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í febrúar. Hann fór fram á að þeim úrskurði yrði breytt þannig að hann yrði frekar vistaður á sjúkrahúsi eða viðeigandi stofnun í stað þess að sæta gæsluvarðhaldi. Landsréttur staðfesti hins vegar niðurstöðu héraðsdóms um að hann skyldi sæta gæsluvarðhaldi þar sem fram hafði komið að fylgst væri með heilsufari hans af heilbrigðisstarfsfólki á meðan hann sætti varðhaldi.
Ofbeldi á Vopnafirði Dómsmál Vopnafjörður Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira