Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon og Þráinn Þorvaldsson skrifa 25. janúar 2025 21:31 Anna var komin á efri ár og hafði undanfarin ár átt erfitt með að halda sér í góðu líkamsástandi. Hún hafði lengi fundið fyrir orkuleysi, stirðleika í liðum og var oftast þreytt í lok dags. Hún borðaði að mestu leyti unnar matvörur og hreyfði sig lítið vegna þess að hún taldi sig ekki hafa tíma. Anna ákvað að skrá sig í líkamsrækt. Hún byrjaði smátt með léttum styrktaræfingum á tækjum með leiðsögn þjálfara. Á fyrstu mánuðunum fann hún hvernig úthald hennar jókst smám saman. Nokkrum mánuðum síðar var Anna með betri líkamsstöðu. Liðir hennar voru ekki lengur stirðir, og hún var orðin orkumeiri. Anna hélt áfram að stunda líkamsrækt og snæða hollan mat. „Ég hafði aldrei ímyndað mér hve góð áhrif þetta myndi hafa á lífsgæði mín.“ sagði Anna. Þessi tilbúna saga er reynsla margra. Vitað er að hreyfing, mataræði og lífsstíll skipta mestu máli í forvörnum gegn sjúkdómum. Flestir vita þó af eigin reynslu að ekki er auðvelt að breyta um lífsstíl, hreyfa sig og borða hollt. Fleira þarf til en góð áform og þar á meðal fjárhagslegur stuðningur, ekki síst fyrir margt eldra fólk sem hefur minna milli handanna. Í hreyfingu aldraðra hefur sannast að sú hugmyndafræði sem heilsuefling með handleiðslu grundvallast á skiptir mestu máli. Þá hugmyndafræði hefur Dr. Janus Guðlaugsson menntað sig í, þróað og innleitt á undanförnum árum með mjög góðum árangri um land allt. Markmið Janusar heilsueflingar eru m.a. að: bæta heilsutengdar forvarnir - efla hreyfifærni - bæta styrk og þol - auka líkamlega afkastagetu og bæta heilsu og lífsgæði. Langtíma markmið verkefnisins eru að gera einstaklingum kleift að takast lengur á við athafnir daglegs lífs, búa lengur í sjálfstæðri búsetu og hafa möguleika á að starfa lengur á vinnumarkaði. Við eldri borgarar sem ritum þennan pistil höfum notið þess á undanförnum árum að taka þátt í heilsueflingarverkefni Janusar. Við höfum fundið hvað sú þátttaka skiptir miklu máli fyrir heilsu okkar og teljum fátt geti haft meira forvarnargildi. Því kemur okkur ekki á óvart að í skýrslu OECD frá árinu 20221 kemur fram að að þeir sem taka þátt í heilsueflingu Janusar eiga kost á að lengja líf sitt um allt að 7 ár. Einnig kemur fram í skýrslu OECD að með reglulegri hreyfingu megi koma í veg fyrir um 464 tegundir langvinnra sjúkdóma þar af 37% hjarta- og æðasjúkdóma. Nokkur sveitarfélög hafa áttað sig á þessu og því ákveðið að styrkja þátttöku eldra fólks í heilsueflingarverkefni Janusar. Hins vegar vekur það athygli okkar að hvorki heilbrigðisyfirvöld né stærstu sveitarfélögin virðast hafa áttað sig á að styrkur til slíkrar heilsueflingar eru smáaurar borið saman við þann sparnað í heilbrigðisútgjöldum sem af styrknum leiðir svo ekki sé talað um þau lífsgæði sem af hljótast. Áskrift hjá Janusi heilsueflingu kostar kr. 24.900 á mánuði. Í því er m.a. innifalið heilsurækt, heilsufarsmælingar, markviss leiðsögn 3x í viku, heilsutengd fræðsluerindi og aðgengi að heilsuappi. Greiðsluþátttaka sveitarfélaganna í verkefninu sem taka þátt í kostnaði er mismunandi en hún er um 50-80% af kostnaði verkefnisins. Ef rekstrarkostaður við ársdvöl eins einstaklings á dvalar og hjúkrunarheimili er um 20 milljónir króna þá þarf ekki marga til að greiða niður verkefni sem þetta. Í raun þarf aðeins að fresta innlögn á hjúkrunarheimili fyrir t.d. einn einstakling í Fjarðarbyggð á ári til að greiða verkefnið þar niður og gott betur. Ef t.d. næðist að seinka þörf fyrir 100 hjúkrunarrými næðist 2ja milljarða króna sparnaður á einu ári hjá hinu opinbera. Þá eru ekki meðtaldar auknar tekjur sveitarfélaganna vegna meiri útsvarstekna fólks sem getur verið lengur en ella á vinnumarkaði, dvelur lengur í eigin húsnæði og þarf síður á heimaþjónustu að halda. Svipuð dæmi mætti nefna um sparnað sem skipulögð gagnreynd heilsuefling aldraðra hefur í för með sér á kostnaði vegna læknis- og sjúkrahúsaðgerða og lyfjakostnaðar. Nefna mætti kostnað vegna sykursýkislyfja sem hefur margfaldast á undanförnum árum, einkum vegna tilkomu nýrra og mjög dýrra lyfja sem bæði hafa verið notuð við sykursýki 2 og til þyngdarstjórnunar. Kostnaður vegna þessara lyfja er nú kominn á 3ja milljarð hjá Sjúkratryggingum en þann kostnað má lækka verulega og mælanlega með skipulegri framkvæmd um aukna hreyfingu og líkamsrækt sem er vitað að geti að miklu leyti dregið úr offitu og sykursýki 2. Svona mætti lengi telja hvað varðar aðra sjúkdóma. Að okkar mati er hér komin góð og ódýr sparnaðarleið fyrir sveitarfélög og nýja ríkisstjórn sem hefur auglýst eftir sparnaðarleiðum auk þess að kveða á um þjóðarverkefni í umönnun eldra fólks í stjórnarsáttmála. Til langs tíma er um að ræða miljarða sparnað fyrir þjóðfélagið. Við hvetjum því nýja ríkisstjórn og öll sveitarfélög til þess að styðja eldri borgara til þátttöku í heilsueflingarverkefni, þeim og samfélaginu öllu til heilla. Höfundar eru tveir eldriborgarar. 1 OECD (2022), Healthy Eating and Active Lifestyles: Best Practices in Public Health, OECD Publishing, Paris, https://doi.org/10.1787/40f65568-en. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Sjá meira
Anna var komin á efri ár og hafði undanfarin ár átt erfitt með að halda sér í góðu líkamsástandi. Hún hafði lengi fundið fyrir orkuleysi, stirðleika í liðum og var oftast þreytt í lok dags. Hún borðaði að mestu leyti unnar matvörur og hreyfði sig lítið vegna þess að hún taldi sig ekki hafa tíma. Anna ákvað að skrá sig í líkamsrækt. Hún byrjaði smátt með léttum styrktaræfingum á tækjum með leiðsögn þjálfara. Á fyrstu mánuðunum fann hún hvernig úthald hennar jókst smám saman. Nokkrum mánuðum síðar var Anna með betri líkamsstöðu. Liðir hennar voru ekki lengur stirðir, og hún var orðin orkumeiri. Anna hélt áfram að stunda líkamsrækt og snæða hollan mat. „Ég hafði aldrei ímyndað mér hve góð áhrif þetta myndi hafa á lífsgæði mín.“ sagði Anna. Þessi tilbúna saga er reynsla margra. Vitað er að hreyfing, mataræði og lífsstíll skipta mestu máli í forvörnum gegn sjúkdómum. Flestir vita þó af eigin reynslu að ekki er auðvelt að breyta um lífsstíl, hreyfa sig og borða hollt. Fleira þarf til en góð áform og þar á meðal fjárhagslegur stuðningur, ekki síst fyrir margt eldra fólk sem hefur minna milli handanna. Í hreyfingu aldraðra hefur sannast að sú hugmyndafræði sem heilsuefling með handleiðslu grundvallast á skiptir mestu máli. Þá hugmyndafræði hefur Dr. Janus Guðlaugsson menntað sig í, þróað og innleitt á undanförnum árum með mjög góðum árangri um land allt. Markmið Janusar heilsueflingar eru m.a. að: bæta heilsutengdar forvarnir - efla hreyfifærni - bæta styrk og þol - auka líkamlega afkastagetu og bæta heilsu og lífsgæði. Langtíma markmið verkefnisins eru að gera einstaklingum kleift að takast lengur á við athafnir daglegs lífs, búa lengur í sjálfstæðri búsetu og hafa möguleika á að starfa lengur á vinnumarkaði. Við eldri borgarar sem ritum þennan pistil höfum notið þess á undanförnum árum að taka þátt í heilsueflingarverkefni Janusar. Við höfum fundið hvað sú þátttaka skiptir miklu máli fyrir heilsu okkar og teljum fátt geti haft meira forvarnargildi. Því kemur okkur ekki á óvart að í skýrslu OECD frá árinu 20221 kemur fram að að þeir sem taka þátt í heilsueflingu Janusar eiga kost á að lengja líf sitt um allt að 7 ár. Einnig kemur fram í skýrslu OECD að með reglulegri hreyfingu megi koma í veg fyrir um 464 tegundir langvinnra sjúkdóma þar af 37% hjarta- og æðasjúkdóma. Nokkur sveitarfélög hafa áttað sig á þessu og því ákveðið að styrkja þátttöku eldra fólks í heilsueflingarverkefni Janusar. Hins vegar vekur það athygli okkar að hvorki heilbrigðisyfirvöld né stærstu sveitarfélögin virðast hafa áttað sig á að styrkur til slíkrar heilsueflingar eru smáaurar borið saman við þann sparnað í heilbrigðisútgjöldum sem af styrknum leiðir svo ekki sé talað um þau lífsgæði sem af hljótast. Áskrift hjá Janusi heilsueflingu kostar kr. 24.900 á mánuði. Í því er m.a. innifalið heilsurækt, heilsufarsmælingar, markviss leiðsögn 3x í viku, heilsutengd fræðsluerindi og aðgengi að heilsuappi. Greiðsluþátttaka sveitarfélaganna í verkefninu sem taka þátt í kostnaði er mismunandi en hún er um 50-80% af kostnaði verkefnisins. Ef rekstrarkostaður við ársdvöl eins einstaklings á dvalar og hjúkrunarheimili er um 20 milljónir króna þá þarf ekki marga til að greiða niður verkefni sem þetta. Í raun þarf aðeins að fresta innlögn á hjúkrunarheimili fyrir t.d. einn einstakling í Fjarðarbyggð á ári til að greiða verkefnið þar niður og gott betur. Ef t.d. næðist að seinka þörf fyrir 100 hjúkrunarrými næðist 2ja milljarða króna sparnaður á einu ári hjá hinu opinbera. Þá eru ekki meðtaldar auknar tekjur sveitarfélaganna vegna meiri útsvarstekna fólks sem getur verið lengur en ella á vinnumarkaði, dvelur lengur í eigin húsnæði og þarf síður á heimaþjónustu að halda. Svipuð dæmi mætti nefna um sparnað sem skipulögð gagnreynd heilsuefling aldraðra hefur í för með sér á kostnaði vegna læknis- og sjúkrahúsaðgerða og lyfjakostnaðar. Nefna mætti kostnað vegna sykursýkislyfja sem hefur margfaldast á undanförnum árum, einkum vegna tilkomu nýrra og mjög dýrra lyfja sem bæði hafa verið notuð við sykursýki 2 og til þyngdarstjórnunar. Kostnaður vegna þessara lyfja er nú kominn á 3ja milljarð hjá Sjúkratryggingum en þann kostnað má lækka verulega og mælanlega með skipulegri framkvæmd um aukna hreyfingu og líkamsrækt sem er vitað að geti að miklu leyti dregið úr offitu og sykursýki 2. Svona mætti lengi telja hvað varðar aðra sjúkdóma. Að okkar mati er hér komin góð og ódýr sparnaðarleið fyrir sveitarfélög og nýja ríkisstjórn sem hefur auglýst eftir sparnaðarleiðum auk þess að kveða á um þjóðarverkefni í umönnun eldra fólks í stjórnarsáttmála. Til langs tíma er um að ræða miljarða sparnað fyrir þjóðfélagið. Við hvetjum því nýja ríkisstjórn og öll sveitarfélög til þess að styðja eldri borgara til þátttöku í heilsueflingarverkefni, þeim og samfélaginu öllu til heilla. Höfundar eru tveir eldriborgarar. 1 OECD (2022), Healthy Eating and Active Lifestyles: Best Practices in Public Health, OECD Publishing, Paris, https://doi.org/10.1787/40f65568-en.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun