Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Vesturbæjarlaugar.
„Því miður þurfum við að loka lauginni tímabundið! Ekki er hægt að tryggja öryggi gesta þar sem öryggismyndavélar og annar búnaður virkar ekki vegna netbilunar,“segir í færslunni.
„Munum setja inn tilkynningu hér um leið og þetta kemst í lag og við getum opnað aftur,“ segir einnig.