Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 11:30 Nicolás Bono er einn af burðarásum í sóknarleik Argentínu. Getty/Luka Stanzl Það er líklega ekki margt sem ber að varast fyrir íslenska landsliðið í dag, gegn slöku liði Argentínu. Ísland verður að vinna leikinn en þarf svo að treysta á að Grænhöfðaeyjar taki stig gegn Egyptalandi, eða að Slóvenía taki stig gegn Króatíu. Þrír síðustu leikirnir í milliriðli Íslands eru spilaðir í Zagreb í dag, allir á sama stað, og eiga Ísland og Argentína fyrsta leik klukkan 14:30. Grænhöfðaeyjar og Egyptaland mætast klukkan 17 og loks Króatía og Slóvenía klukkan 19:30. Líklega ræðst það því ekki fyrr en klukkan nálgast níu í kvöld hvort að Ísland kemst í 8-liða úrslit mótsins, en líklegast er að Króatía og Egyptaland vinni sína leiki og taki tvö efstu sætin. Argentínumenn hafa unnið tvo leiki á mótinu til þessa, gegn Barein og Grænhöfðaeyjum, en steinlegið gegn sterkari mótherjum. Þeir töpuðu 34-23 gegn Slóveníu, 33-18 gegn KRóatíu og 39-25 gegn Egyptalandi. Þegar Argentínu hefur tekist að stríða Evrópuþjóðum á HM, eða hreinlega vinna þær eins og í stórsigrinum á Norður-Makedónínu fyrir tveimur árum, hafa Simonet-bræður verið áberandi. Þeir Diego, sem orðinn er 35 ára, og yngri bróðir hans Pablo eru hins vegar ekki með á mótinu í ár og það er mikið áfall fyrir argentínska liðið. Liðsfélagi Orra og hornamaður Benidorm Af lykilmönnum í liði Argentínu núna mætti því kannski helst nefna miðjumanninn Pedro Martínez Cami, sem er liðsfélagi Orra Freys Þorkelssonar hjá Sporting Lissabon. Þeir Nicolás Bono, sem leikur með næstneðsta liði Frakklands, Istres, hafa skorað 13 mörk hvor í fimm leikjum á mótinu til þessa en hægri hornamaðurinn Ramiro Martínez, sem spilar með Benidorm á Spáni, er langmarkahæstur Argentínu með 22 mörk. Markvörðurinn Leonel Maciel er einnig titlaður sem einn af lykilmönnum Argentínu en hann stendur Viktori Gísla Hallgrímssyni hins vegar langt að baki og er aðeins með 25% markvörslu á mótinu til þessa. Eins og fyrr segir verður Ísland að vinna Argentínu í dag til að eiga enn möguleika á að komast í 8-liða úrslit. Engu máli skiptir hve stóran sigur Ísland vinnur. Liðið þarf bara að vinna og treysta á að Egyptum og Króötum takist ekki báðum að vinna sinn leik síðar í dag. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Þrír síðustu leikirnir í milliriðli Íslands eru spilaðir í Zagreb í dag, allir á sama stað, og eiga Ísland og Argentína fyrsta leik klukkan 14:30. Grænhöfðaeyjar og Egyptaland mætast klukkan 17 og loks Króatía og Slóvenía klukkan 19:30. Líklega ræðst það því ekki fyrr en klukkan nálgast níu í kvöld hvort að Ísland kemst í 8-liða úrslit mótsins, en líklegast er að Króatía og Egyptaland vinni sína leiki og taki tvö efstu sætin. Argentínumenn hafa unnið tvo leiki á mótinu til þessa, gegn Barein og Grænhöfðaeyjum, en steinlegið gegn sterkari mótherjum. Þeir töpuðu 34-23 gegn Slóveníu, 33-18 gegn KRóatíu og 39-25 gegn Egyptalandi. Þegar Argentínu hefur tekist að stríða Evrópuþjóðum á HM, eða hreinlega vinna þær eins og í stórsigrinum á Norður-Makedónínu fyrir tveimur árum, hafa Simonet-bræður verið áberandi. Þeir Diego, sem orðinn er 35 ára, og yngri bróðir hans Pablo eru hins vegar ekki með á mótinu í ár og það er mikið áfall fyrir argentínska liðið. Liðsfélagi Orra og hornamaður Benidorm Af lykilmönnum í liði Argentínu núna mætti því kannski helst nefna miðjumanninn Pedro Martínez Cami, sem er liðsfélagi Orra Freys Þorkelssonar hjá Sporting Lissabon. Þeir Nicolás Bono, sem leikur með næstneðsta liði Frakklands, Istres, hafa skorað 13 mörk hvor í fimm leikjum á mótinu til þessa en hægri hornamaðurinn Ramiro Martínez, sem spilar með Benidorm á Spáni, er langmarkahæstur Argentínu með 22 mörk. Markvörðurinn Leonel Maciel er einnig titlaður sem einn af lykilmönnum Argentínu en hann stendur Viktori Gísla Hallgrímssyni hins vegar langt að baki og er aðeins með 25% markvörslu á mótinu til þessa. Eins og fyrr segir verður Ísland að vinna Argentínu í dag til að eiga enn möguleika á að komast í 8-liða úrslit. Engu máli skiptir hve stóran sigur Ísland vinnur. Liðið þarf bara að vinna og treysta á að Egyptum og Króötum takist ekki báðum að vinna sinn leik síðar í dag.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira