Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 27. janúar 2025 06:51 Trump á leið til Flórída um borð í forsetavél sinni. Kollegi hans í Kólumbíu hefur boðist til þess að hans vél verði notuð til að flytja brottrekna frá Bandaríkjunum í stað herflutningavéla. AP Photo/Mark Schiefelbein Svo virðist sem ekkert verði úr hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að setja 25 prósenta refsitoll á allar vörur frá Kólumbíu. Hvíta húsið segir í það minnsta að samkomulag hafi náðst í deilu ríkjanna en Trump og forseti Kólumbíu, Gustavo Pedro, deildu harkalega í gærkvöldi og í nótt en deilan fór að mestu fram í gegnum samfélagsmiðla. Átökin hófust þegar Kólumbía neitaði að veita bandarískum herflugvélum sem voru með ólöglega innflytjendur innanborðs lendingarleyfi í Kólumbíu. Forseti landsins sagðist ekki taka við brottfluttu fólki við slíkar niðurlægjandi aðstæður og krafðist þess að herflugvélar yrðu ekki notaðar við verkið, heldur venjulegar farþegaflugvélar. Á einum tímapunkti bauðst hann meira að segja til þess að nota flugvél forsetaembættisins til þess arna. Trump brást ókvæða við þessum umkvörtunum Kólumbíuforseta og svaraði um hæl að refsitollur yrði þegar í stað lagður á allar kólumbískar vörur. Kaffútflutningur til Bandaríkjanna er Kólumbíu til dæmis gríðarlega mikilvægur og því mikið í húfi. Skömmu síðar kom yfirlýsing frá Hvíta húsinu um að Kólumbía ætli eftir allt saman að leyfa lendingu herflugvéla með ólöglega innflytjendur. Þær flugvélar eru hinsvegar ekki lentar og segja bandarísk stjórnvöld að refsitollarnir verði til reiðu og þeir settir á samstundis, verði flugvélunum snúið frá. Donald Trump Kólumbía Bandaríkin Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Hvíta húsið segir í það minnsta að samkomulag hafi náðst í deilu ríkjanna en Trump og forseti Kólumbíu, Gustavo Pedro, deildu harkalega í gærkvöldi og í nótt en deilan fór að mestu fram í gegnum samfélagsmiðla. Átökin hófust þegar Kólumbía neitaði að veita bandarískum herflugvélum sem voru með ólöglega innflytjendur innanborðs lendingarleyfi í Kólumbíu. Forseti landsins sagðist ekki taka við brottfluttu fólki við slíkar niðurlægjandi aðstæður og krafðist þess að herflugvélar yrðu ekki notaðar við verkið, heldur venjulegar farþegaflugvélar. Á einum tímapunkti bauðst hann meira að segja til þess að nota flugvél forsetaembættisins til þess arna. Trump brást ókvæða við þessum umkvörtunum Kólumbíuforseta og svaraði um hæl að refsitollur yrði þegar í stað lagður á allar kólumbískar vörur. Kaffútflutningur til Bandaríkjanna er Kólumbíu til dæmis gríðarlega mikilvægur og því mikið í húfi. Skömmu síðar kom yfirlýsing frá Hvíta húsinu um að Kólumbía ætli eftir allt saman að leyfa lendingu herflugvéla með ólöglega innflytjendur. Þær flugvélar eru hinsvegar ekki lentar og segja bandarísk stjórnvöld að refsitollarnir verði til reiðu og þeir settir á samstundis, verði flugvélunum snúið frá.
Donald Trump Kólumbía Bandaríkin Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira