Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 09:00 Freyr Alexandersson vildi halda hinum fertuga Erik Huseklepp en Huseklepp er á förum frá Brann. @sportsklubbenbrann Freyr Alexandersson er tekinn við sem þjálfari Brann en hann hefur nú misst öflugan aðstoðarþjálfara frá félaginu. Erik Huseklepp hefur tekið þá ákvörðun að hætta hjá norska úrvalsdeildarfélaginu eftir þriggja ára farsælt starf. Brann staðfestir fréttirnar á heimasíðu sinni. Þegar Freyr tók við liðinu þá talaði hann um það að hann vildi halda Huseklepp. „Ég hef verið að velta þessu fyrir mér undanfarna daga. Hlutirnir eru nú að þróast í aðra átt en áður. Það er því best fyrir mig, Brann og þjálfarateymið að þeir haldi áfram án mín. Ég er rosalega ánægður með Brann og óska þeim alls hins besta,“ sagði Erik Huseklepp í viðtali á heimasíðu Brann. „Þetta hefur verið algjörlega frábær tími og ég verð alltaf þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu ferðalagi. Ég kveð þennan hóp leikmanna dapur í bragði af því að þeir eru að leggja meira á sig en ég hef séð áður. Þeir eru samheldnir, skila mikilli vinnu og það hefur verið heiður fyrir mig að vinna með þeim og restinni af starfsliðinu,“ sagði Huseklepp. Huseklepp talaði um framtíð sína þegar Freyr var búinn að vera þar í tvo daga. Þar sagðist hann vera að íhuga framtíð sína. „Bæði félagið og Freyr höfum talað hreint út um það að við vildum hafa Erik áfram sem hluta af þessu þjálfarateymi. Því miður hefur hann ákveðið að hætta þrátt fyrir að við höfum boðið honum að halda sinni stöðu,“ sagði Per-Ove Ludvigsen, íþróttastjóri Brann. Freyr kom með aðstoðarþjálfarann Jonathan Hartmann með sér en þeir hafa unnið saman hjá bæði Kortrijk í Belgíu og Lyngby í Danmörku. View this post on Instagram A post shared by Sportsklubben Brann (@sportsklubbenbrann) Norski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Erik Huseklepp hefur tekið þá ákvörðun að hætta hjá norska úrvalsdeildarfélaginu eftir þriggja ára farsælt starf. Brann staðfestir fréttirnar á heimasíðu sinni. Þegar Freyr tók við liðinu þá talaði hann um það að hann vildi halda Huseklepp. „Ég hef verið að velta þessu fyrir mér undanfarna daga. Hlutirnir eru nú að þróast í aðra átt en áður. Það er því best fyrir mig, Brann og þjálfarateymið að þeir haldi áfram án mín. Ég er rosalega ánægður með Brann og óska þeim alls hins besta,“ sagði Erik Huseklepp í viðtali á heimasíðu Brann. „Þetta hefur verið algjörlega frábær tími og ég verð alltaf þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu ferðalagi. Ég kveð þennan hóp leikmanna dapur í bragði af því að þeir eru að leggja meira á sig en ég hef séð áður. Þeir eru samheldnir, skila mikilli vinnu og það hefur verið heiður fyrir mig að vinna með þeim og restinni af starfsliðinu,“ sagði Huseklepp. Huseklepp talaði um framtíð sína þegar Freyr var búinn að vera þar í tvo daga. Þar sagðist hann vera að íhuga framtíð sína. „Bæði félagið og Freyr höfum talað hreint út um það að við vildum hafa Erik áfram sem hluta af þessu þjálfarateymi. Því miður hefur hann ákveðið að hætta þrátt fyrir að við höfum boðið honum að halda sinni stöðu,“ sagði Per-Ove Ludvigsen, íþróttastjóri Brann. Freyr kom með aðstoðarþjálfarann Jonathan Hartmann með sér en þeir hafa unnið saman hjá bæði Kortrijk í Belgíu og Lyngby í Danmörku. View this post on Instagram A post shared by Sportsklubben Brann (@sportsklubbenbrann)
Norski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira