Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Lovísa Arnardóttir skrifar 27. janúar 2025 09:10 Áslaug Arna segir flokkinn ekki þannig að þau krýni einn leiðtoga, þau séu fjöldahreyfing sem snýst um stefnu en ekki einn aðila. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir fylgi Sjálfstæðisflokksins óásættanlegt og ljóst að mikla vinnu þurfi innan flokksins til að endurheimta það. Flokkurinn sé samt langt því frá að vera brotinn. Með mikinn stuðning í grasrót og fjölda sveitarstjórnarfulltrúa. Það séu fjórtán þingmenn, sem mætti vera fleiri, en þau séu með skýra hugsjón. Hún segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi í gær og séð að í hópnum var fólk sem hefur undanfarið verið fráhverft honum. Fólk á fjölskyldualdri og reynsluboltar og fólk sem hefur verið að takast á innan flokksins. „Það veitti mér fullvissu fyrir því sem ég hef fundið í símtölum síðustu vikna, að ég gæti leitt flokkinn saman og náð meiri árangri.“ Áslaug Arna segir flokkinn þurfa að gera nokkra hluti núna. Eitt sé að líta inn á við, að flokksstarfi sínu. Það hafi ekki verið rætt nógu mikið við flokksmenn og því séu þeir farnir að ræða út á við það sem þarf að ræða innan flokksins. Þegar hún byrjaði hafi slíkar umræður reglulega farið fram og þegar þeim lauk hafi fólk gengið samhent af fundi, með skýra stefnu. Þetta skorti í dag. Aðeins þannig sé hægt að halda í fylgið og ná í nýtt fólk. Þá segir Áslaug að stutt sé í sveitarstjórnarkosningar. Þær séu mikilvægar og gera þurfi betur í til dæmis borginni. Þörf sé á nýjum borgarstjóra og að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gangi saman í takt við Sjálfstæðisstefnuna. Ekki flokkur sem krýnir eina manneskju Áslaug segir að þær Þórdís hafi ekki komist að samkomulagi um að hún skyldi fara í formanninn frekar en Þórdís. Þórdís hafi tekið sína eigin ákvörðun en þær átt mikilvæg samtöl um stöðu flokksins. Slík samtöl hafi hún líka átt við Guðlaug Þór Þórðarson og Guðrúnu Hafsteinsdóttur. „Við erum ekki þannig flokkur, sem krýnir einn formann eða snýst um eina manneskju. Við erum fjöldahreyfing fólks á öllu landinu sem snýst um stefnu, en ekki einn aðila,“ segir Áslaug. Hún segir þurfa að opna þá umræðu hvort eigi að opna kosningu um formann enn frekar. Hópurinn sem sitji landsfund sé lítill og það hafi verið átök á milli landsfunda vegna takmarkaðs sætafjölda. Ræða þurfi strúktúrinn eins og annað. „Enda skiptir öllu máli að Sjálfstæðisflokkurinn nái vopnum sínum til þess að gera betur fyrir fólkið í þessu landi,“ segir Áslaug og að þau þurfi að hlusta betur til að ná betur til þeirra. Áslaug segist ekki vera betri kostur en hinir sem mögulega munu bjóða sig fram. Hún sé samt sem áður tilbúin í þetta verkefni, telji sig vera með breiða skírskotun, geti leitt breytingar og talað skýrt fyrir stefnunni. „Ég treysti Sjálfstæðismönnum eftir fimm vikur til að velja sér forystu og ég mun fylkja mér á bakvið þá forystu sem verður kjörin sama hver það verða.“ Les ekkert sérstakt úr mætingu þingflokks Fjallað var um það í gær að þingflokkur flokksins hefði ekki látið sjá þig á framboðsfundi Áslaugar. Hún segist sýna því skilning. Þau séu fjórtán manna hópur og í hópnum séu margir sem séu að máta sig við embætti í flokknum. Því hafi hún skilning á því að þau hafi ekki mætt. „Þetta var fyrsti fundurinn og kannski svolítill ísbrjótur í þessari stöðu sem er komin upp eftir að Bjarni Benediktsson ákvað að stíga til hliðar.“ Hún segist ekki vera búin að „velja sér“ varaformann. Flokkurinn eigi að gera það og þau bjóði ekki fram í hópum eða listum. Hún segir Bjarna ekki hafa hvatt sig til að stíga fram. Hann hafi verið skýr með það þegar hann hætti að það væri nú þeirra hlutverk að velja sér forystu. Áslaug telur best fyrir fyrrverandi forystu að halda sig til hlés á meðan valið fer fram svo það sé ekki fráfarandi formaður sem ákveði hver leiðir flokkinn. „Þetta er risaákvörðun, af því að ákvörðunin felst bæði í að bjóða sig fram á landsfundi, en ekki síst að vera tilbúin að sinna verkefninu af alúð og fullum þunga næstu árin. Sú ákvörðun er ekki tekin í léttu rúmi,# segir Áslaug. Til að taka þessa ákvörðun hafi hún þurft að taka púlsinn á flokksmönnum um land allt og eftir þau samtöl hafi hún tekið þessa ákvörðun. Gildin týnst í stjórnarsamstarfi Hún segir þurfa að skýra betur grunngildi stefnunnar. Þau hafi týnst í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græn þar sem þau þurftu að málamiðla verulega í sjö ár. Áslaug Arna ræddi einnig stöðu Flokks fólksins og telur að þau eigi að skila öllum gögnum eins og þau hefðu verið skráður stjórnmálaflokkur ella skila peningunum sem þau fengu sem slíkur. Þá telur hún áríðandi að þau skrái sig strax sem stjórnmálaflokk en bíði ekki landsfundar. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Bítið Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Tengdar fréttir Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Eitthvert alverst geymda leyndarmál íslenskra stjórnmála var afhjúpað í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins. Á svæðinu voru gamlar kempur úr flokknum, stuðningsmenn annarra formannsefna, en enginn úr þingflokknum nema Áslaug sjálf. Vísir var á svæðinu. 27. janúar 2025 09:00 Áslaug hafi þennan „x-factor“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir heitir því að verða formaður allra sjálfstæðismanna nái hún kjöri. Hún tilkynnti formannsframboð fyrir fullum sal af stuðningsfólki sínu í dag. Fyrrverandi og núverandi kjörnir fulltrúar flokksins segja Áslaugu boða nýtt upphaf fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 26. janúar 2025 19:18 Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar „Ég vona að flokkurinn fái val um fólk til að velja í forystuna. Ég hef sýnt að ég víla ekki fyrir mér að biðja um embætti og treysti mér til þess að sinna því, stíga inn í framtíðina og líta inn á við á sama tíma og ekki síst að vera öflugur málsvari sjálfstæðisstefnunnar. Og ég ætla að gefa sjálfstæðismönnum það val á landsfundi.“ 26. janúar 2025 17:00 Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Sjá meira
Hún segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi í gær og séð að í hópnum var fólk sem hefur undanfarið verið fráhverft honum. Fólk á fjölskyldualdri og reynsluboltar og fólk sem hefur verið að takast á innan flokksins. „Það veitti mér fullvissu fyrir því sem ég hef fundið í símtölum síðustu vikna, að ég gæti leitt flokkinn saman og náð meiri árangri.“ Áslaug Arna segir flokkinn þurfa að gera nokkra hluti núna. Eitt sé að líta inn á við, að flokksstarfi sínu. Það hafi ekki verið rætt nógu mikið við flokksmenn og því séu þeir farnir að ræða út á við það sem þarf að ræða innan flokksins. Þegar hún byrjaði hafi slíkar umræður reglulega farið fram og þegar þeim lauk hafi fólk gengið samhent af fundi, með skýra stefnu. Þetta skorti í dag. Aðeins þannig sé hægt að halda í fylgið og ná í nýtt fólk. Þá segir Áslaug að stutt sé í sveitarstjórnarkosningar. Þær séu mikilvægar og gera þurfi betur í til dæmis borginni. Þörf sé á nýjum borgarstjóra og að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gangi saman í takt við Sjálfstæðisstefnuna. Ekki flokkur sem krýnir eina manneskju Áslaug segir að þær Þórdís hafi ekki komist að samkomulagi um að hún skyldi fara í formanninn frekar en Þórdís. Þórdís hafi tekið sína eigin ákvörðun en þær átt mikilvæg samtöl um stöðu flokksins. Slík samtöl hafi hún líka átt við Guðlaug Þór Þórðarson og Guðrúnu Hafsteinsdóttur. „Við erum ekki þannig flokkur, sem krýnir einn formann eða snýst um eina manneskju. Við erum fjöldahreyfing fólks á öllu landinu sem snýst um stefnu, en ekki einn aðila,“ segir Áslaug. Hún segir þurfa að opna þá umræðu hvort eigi að opna kosningu um formann enn frekar. Hópurinn sem sitji landsfund sé lítill og það hafi verið átök á milli landsfunda vegna takmarkaðs sætafjölda. Ræða þurfi strúktúrinn eins og annað. „Enda skiptir öllu máli að Sjálfstæðisflokkurinn nái vopnum sínum til þess að gera betur fyrir fólkið í þessu landi,“ segir Áslaug og að þau þurfi að hlusta betur til að ná betur til þeirra. Áslaug segist ekki vera betri kostur en hinir sem mögulega munu bjóða sig fram. Hún sé samt sem áður tilbúin í þetta verkefni, telji sig vera með breiða skírskotun, geti leitt breytingar og talað skýrt fyrir stefnunni. „Ég treysti Sjálfstæðismönnum eftir fimm vikur til að velja sér forystu og ég mun fylkja mér á bakvið þá forystu sem verður kjörin sama hver það verða.“ Les ekkert sérstakt úr mætingu þingflokks Fjallað var um það í gær að þingflokkur flokksins hefði ekki látið sjá þig á framboðsfundi Áslaugar. Hún segist sýna því skilning. Þau séu fjórtán manna hópur og í hópnum séu margir sem séu að máta sig við embætti í flokknum. Því hafi hún skilning á því að þau hafi ekki mætt. „Þetta var fyrsti fundurinn og kannski svolítill ísbrjótur í þessari stöðu sem er komin upp eftir að Bjarni Benediktsson ákvað að stíga til hliðar.“ Hún segist ekki vera búin að „velja sér“ varaformann. Flokkurinn eigi að gera það og þau bjóði ekki fram í hópum eða listum. Hún segir Bjarna ekki hafa hvatt sig til að stíga fram. Hann hafi verið skýr með það þegar hann hætti að það væri nú þeirra hlutverk að velja sér forystu. Áslaug telur best fyrir fyrrverandi forystu að halda sig til hlés á meðan valið fer fram svo það sé ekki fráfarandi formaður sem ákveði hver leiðir flokkinn. „Þetta er risaákvörðun, af því að ákvörðunin felst bæði í að bjóða sig fram á landsfundi, en ekki síst að vera tilbúin að sinna verkefninu af alúð og fullum þunga næstu árin. Sú ákvörðun er ekki tekin í léttu rúmi,# segir Áslaug. Til að taka þessa ákvörðun hafi hún þurft að taka púlsinn á flokksmönnum um land allt og eftir þau samtöl hafi hún tekið þessa ákvörðun. Gildin týnst í stjórnarsamstarfi Hún segir þurfa að skýra betur grunngildi stefnunnar. Þau hafi týnst í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græn þar sem þau þurftu að málamiðla verulega í sjö ár. Áslaug Arna ræddi einnig stöðu Flokks fólksins og telur að þau eigi að skila öllum gögnum eins og þau hefðu verið skráður stjórnmálaflokkur ella skila peningunum sem þau fengu sem slíkur. Þá telur hún áríðandi að þau skrái sig strax sem stjórnmálaflokk en bíði ekki landsfundar.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Bítið Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Tengdar fréttir Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Eitthvert alverst geymda leyndarmál íslenskra stjórnmála var afhjúpað í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins. Á svæðinu voru gamlar kempur úr flokknum, stuðningsmenn annarra formannsefna, en enginn úr þingflokknum nema Áslaug sjálf. Vísir var á svæðinu. 27. janúar 2025 09:00 Áslaug hafi þennan „x-factor“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir heitir því að verða formaður allra sjálfstæðismanna nái hún kjöri. Hún tilkynnti formannsframboð fyrir fullum sal af stuðningsfólki sínu í dag. Fyrrverandi og núverandi kjörnir fulltrúar flokksins segja Áslaugu boða nýtt upphaf fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 26. janúar 2025 19:18 Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar „Ég vona að flokkurinn fái val um fólk til að velja í forystuna. Ég hef sýnt að ég víla ekki fyrir mér að biðja um embætti og treysti mér til þess að sinna því, stíga inn í framtíðina og líta inn á við á sama tíma og ekki síst að vera öflugur málsvari sjálfstæðisstefnunnar. Og ég ætla að gefa sjálfstæðismönnum það val á landsfundi.“ 26. janúar 2025 17:00 Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Sjá meira
Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Eitthvert alverst geymda leyndarmál íslenskra stjórnmála var afhjúpað í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins. Á svæðinu voru gamlar kempur úr flokknum, stuðningsmenn annarra formannsefna, en enginn úr þingflokknum nema Áslaug sjálf. Vísir var á svæðinu. 27. janúar 2025 09:00
Áslaug hafi þennan „x-factor“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir heitir því að verða formaður allra sjálfstæðismanna nái hún kjöri. Hún tilkynnti formannsframboð fyrir fullum sal af stuðningsfólki sínu í dag. Fyrrverandi og núverandi kjörnir fulltrúar flokksins segja Áslaugu boða nýtt upphaf fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 26. janúar 2025 19:18
Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar „Ég vona að flokkurinn fái val um fólk til að velja í forystuna. Ég hef sýnt að ég víla ekki fyrir mér að biðja um embætti og treysti mér til þess að sinna því, stíga inn í framtíðina og líta inn á við á sama tíma og ekki síst að vera öflugur málsvari sjálfstæðisstefnunnar. Og ég ætla að gefa sjálfstæðismönnum það val á landsfundi.“ 26. janúar 2025 17:00