85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 27. janúar 2025 13:02 Elfar Friðriksson er Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF)og skrifar á Vísi að íslenskum laxeldisfyrirtækjum hafi verið gefnar á silfurfati 85 milljarðar króna árið 2019 þar sem framleiðsluleyfi hafi ekki verið boðin út. “Vegleg gjöf það frá íslensku þjóðinni til sjókvíaeldisfyrirtækja.“ skrifar Elfar. Þegar skoðuð er heimildin sem Elfar vísar til fyrir staðhæfingu sinni kemur í ljós að um er að ræða verðmat fréttamanns Stundarinnar frá nóvember 2020 á 25 þúsund tonna framleiðslurétti. Miðar hann við verð á uppboðnum kvóta í Noregi árið 2018. 350 milljarðar króna verðmæti Lítum nánar á þetta. Útgefin leyfi til laxeldis á íslandi eru fyrir um 100 þúsund tonn á ári. Það er um fjórum sinnum meira en þau 25 þúsund tonn sem Elfar gerir að umfjöllunarefni. Miðað við verðmætamat Elfars væri hægt að bjóða upp þessi leyfi fyrir um 350 milljarða króna. Segðu okkur meira, Elfar, um þessar tekjur sem þú vilt ekki að þjóðin fái. Sérstaklega segðu okkur hvernig verðmatið þitt er fengið. Viltu þá selja framleiðsluréttinn um aldur og ævi? En Elfar vill það ekki, hann vill banna laxeldið og hafa af þjóðinni, að eigin sögn, um 350 milljarða króna tekjur. Ástæðan er sú að hann vill vernda laxveiði á stöng. Það sé svo mikilvæg atvinnugrein að laxeldið verði að víkja. Það er því rétt að bera saman laxeldið og stangveiðina. Laxeldið gefur mikið Útflutningstekjur af laxeldi voru meira en 50 milljarðar króna í fyrra. Bein störf voru fyrstu 9 mánuði síðasta árs orðin 822 og atvinnutekjur í fiskeldinu voru 974 þúsund krónur á mánuði. Það eru 24% hærri tekjur en meðaltal allra atvinnutekna. Stór hluti þessara starfa er á Vestfjörðum og hefur laxeldið valdið straumhvörfum í fjórðungnum. Stangveiðin gefur ekkert Öðru máli gegnir um stangveiðina. Hún gefur ekkert á Vestfjörðum. Ekkert skráð starf er við þá atvinnugrein, engar útflutningstekjur, engar skatttekjur og það er ekki einu sinni greiddur virðisaukaskattur af sölu veiðileyfa. Það er reyndar að vonum. Á Vestfjörðum er lítið um lax og það er einmitt ástæðan fyrir því að laxeldi er þar leyft. Engar upplýsingar Þegar leitað er eftir upplýsingum frá opinberum aðilum um stangveiði fást engar Upplýsingar. Hvorki Hagstofan né fjármálaráðuneytið hafa neinar upplýsingar um þessa atvinnugrein sem þó er í umræðunni svo mikilvæg að allt annað verður að víkja fyrir hagsmunum þeirra sem selja veiðileyfi í laxveiðiár landsins. Veiðifélög gefa ekki upplýsingar um tekjur sínar og almennt telja ekki fram til skatts. Einu upplýsingarnar sem eru tiltækar eru frá Elfari og félögum sjálfum og engir aðrir fá aðgang að. Það veit enginn opinber aðili neitt um helstu kennitölur stangveiðinnar, svo sem tekjur, störf, laun, skattgreiðslur o.s.frv. Laxeldið hefur engin áhrif á stangveiði Stóra villan í málflutningi Elfars er að kenna laxeldinu um ofveiði stangveiðimanna í laxveiðiám landsins. Hvergi hefur verið sýnt fram á að laxeldi hafi dregið úr stangveiði. Samdáttur í stangveiði hefur staðið yfir áratugum saman og hófst áður en núverandi laxeldi komst á legg. Það á við hér á landi og víðar. Stangveiðimenn og veiðiréttarhafar stunda á hverju ári stórfellt fiskeldi í veiðiánum og svo virðist að þeir gangi mjög frjálslega um lög og reglur sem gilda um það. Aðalatriði þeirra er að hámarka tekjur af sölu veiðileyfa. Laxeldið skaðar engan og eflir þjóðarhag Niðustaðan er að laxeldið eflir þjóðarhag og er forsenda bættra lífskjara almennings síðustu ár og í náinni framtíð. Laxeldið eflir byggðir á Vestfjörðum og Austfjörðum og bætir okkur að nokkru leyti ranglæti kvótakerfisins. Laxeldið veldur engum skaða á öðrum atvinnugreinum og ótti stangveiðimanna er ástæðulaus hræðsluáróður. Eins og í öðrum atvinnugreinum eru í laxeldi áskoranir eins og það heitir nú til dags. Í þeim efnum er unnið að úrbótum og framförum og gengur það vel. Atvinnugreinin er öflug, framsækin og nær árangri – okkur öllum til heilla. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lax Sjókvíaeldi Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Elfar Friðriksson er Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF)og skrifar á Vísi að íslenskum laxeldisfyrirtækjum hafi verið gefnar á silfurfati 85 milljarðar króna árið 2019 þar sem framleiðsluleyfi hafi ekki verið boðin út. “Vegleg gjöf það frá íslensku þjóðinni til sjókvíaeldisfyrirtækja.“ skrifar Elfar. Þegar skoðuð er heimildin sem Elfar vísar til fyrir staðhæfingu sinni kemur í ljós að um er að ræða verðmat fréttamanns Stundarinnar frá nóvember 2020 á 25 þúsund tonna framleiðslurétti. Miðar hann við verð á uppboðnum kvóta í Noregi árið 2018. 350 milljarðar króna verðmæti Lítum nánar á þetta. Útgefin leyfi til laxeldis á íslandi eru fyrir um 100 þúsund tonn á ári. Það er um fjórum sinnum meira en þau 25 þúsund tonn sem Elfar gerir að umfjöllunarefni. Miðað við verðmætamat Elfars væri hægt að bjóða upp þessi leyfi fyrir um 350 milljarða króna. Segðu okkur meira, Elfar, um þessar tekjur sem þú vilt ekki að þjóðin fái. Sérstaklega segðu okkur hvernig verðmatið þitt er fengið. Viltu þá selja framleiðsluréttinn um aldur og ævi? En Elfar vill það ekki, hann vill banna laxeldið og hafa af þjóðinni, að eigin sögn, um 350 milljarða króna tekjur. Ástæðan er sú að hann vill vernda laxveiði á stöng. Það sé svo mikilvæg atvinnugrein að laxeldið verði að víkja. Það er því rétt að bera saman laxeldið og stangveiðina. Laxeldið gefur mikið Útflutningstekjur af laxeldi voru meira en 50 milljarðar króna í fyrra. Bein störf voru fyrstu 9 mánuði síðasta árs orðin 822 og atvinnutekjur í fiskeldinu voru 974 þúsund krónur á mánuði. Það eru 24% hærri tekjur en meðaltal allra atvinnutekna. Stór hluti þessara starfa er á Vestfjörðum og hefur laxeldið valdið straumhvörfum í fjórðungnum. Stangveiðin gefur ekkert Öðru máli gegnir um stangveiðina. Hún gefur ekkert á Vestfjörðum. Ekkert skráð starf er við þá atvinnugrein, engar útflutningstekjur, engar skatttekjur og það er ekki einu sinni greiddur virðisaukaskattur af sölu veiðileyfa. Það er reyndar að vonum. Á Vestfjörðum er lítið um lax og það er einmitt ástæðan fyrir því að laxeldi er þar leyft. Engar upplýsingar Þegar leitað er eftir upplýsingum frá opinberum aðilum um stangveiði fást engar Upplýsingar. Hvorki Hagstofan né fjármálaráðuneytið hafa neinar upplýsingar um þessa atvinnugrein sem þó er í umræðunni svo mikilvæg að allt annað verður að víkja fyrir hagsmunum þeirra sem selja veiðileyfi í laxveiðiár landsins. Veiðifélög gefa ekki upplýsingar um tekjur sínar og almennt telja ekki fram til skatts. Einu upplýsingarnar sem eru tiltækar eru frá Elfari og félögum sjálfum og engir aðrir fá aðgang að. Það veit enginn opinber aðili neitt um helstu kennitölur stangveiðinnar, svo sem tekjur, störf, laun, skattgreiðslur o.s.frv. Laxeldið hefur engin áhrif á stangveiði Stóra villan í málflutningi Elfars er að kenna laxeldinu um ofveiði stangveiðimanna í laxveiðiám landsins. Hvergi hefur verið sýnt fram á að laxeldi hafi dregið úr stangveiði. Samdáttur í stangveiði hefur staðið yfir áratugum saman og hófst áður en núverandi laxeldi komst á legg. Það á við hér á landi og víðar. Stangveiðimenn og veiðiréttarhafar stunda á hverju ári stórfellt fiskeldi í veiðiánum og svo virðist að þeir gangi mjög frjálslega um lög og reglur sem gilda um það. Aðalatriði þeirra er að hámarka tekjur af sölu veiðileyfa. Laxeldið skaðar engan og eflir þjóðarhag Niðustaðan er að laxeldið eflir þjóðarhag og er forsenda bættra lífskjara almennings síðustu ár og í náinni framtíð. Laxeldið eflir byggðir á Vestfjörðum og Austfjörðum og bætir okkur að nokkru leyti ranglæti kvótakerfisins. Laxeldið veldur engum skaða á öðrum atvinnugreinum og ótti stangveiðimanna er ástæðulaus hræðsluáróður. Eins og í öðrum atvinnugreinum eru í laxeldi áskoranir eins og það heitir nú til dags. Í þeim efnum er unnið að úrbótum og framförum og gengur það vel. Atvinnugreinin er öflug, framsækin og nær árangri – okkur öllum til heilla. Höfundur er fyrrverandi þingmaður
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun