Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. janúar 2025 13:01 Björg Eva Erlendsdóttir er fyrrverandi framkvæmdastjóri VG. Landvernd Umræðan um mögulega ofgreidd framlög til stjórnmálaflokka er hávær umfram tilefni og tekur ekki nægt mið af kjarna málsins og markmiði laga um gagnsæi. Þetta segir fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sem var formaður nefndar sem undirbjó breytingar að lögum um styrki til stjórnmálaflokka. Sjálfstæðisflokkurinn telur sig ekki þurfa að greiða styrki til baka. Fram kom í fréttum í gær að alls hafi fimm stjórnmálaflokkar fengið greidd fjárframlög frá ríkinu, þrátt fyrir að hafa ekki verið skráðir sem stjórnmálasamtök hjá Ríkisskattstjóra þegar styrkur var greiddur út eftir breytingar á lögum þar um tóku gildi. Flokkur fólksins er eini flokkurinn sem enn hefur ekki breytt skráningu sinni, en Vinstri græn eru í hópi þeirra flokka sem breyttu skráningu eftir að nýjar reglur tóku gildi. Björg Eva Erlendsdóttir, var framkvæmdastjóri Vinstri Grænna, þegar breyttar reglur um framlög til stjórnmálaflokka tóku gildi. Aukið gagnsæi og upplýsingaskylda lykilatriðið „Mér finnst umræðan svolítið stór miðað við tilefnið og svolítið óljóst um hvað hún er. Ég var formaður í nefnd framkvæmdastjóra flokka sem voru að reyna að auka gagnsæi og gera allt opnara, þetta umhverfi, vegna styrkja til stjórnmálaflokka. Aðalatriðið þar var ekki í hvaða skúffu hjá Skattinum upplýsingarnar væru vistaðar, heldur að þær væru réttar, að það væri gagnsæi og það væri á hreinu í hvað peningar stjórnmálaflokka færu, að það væru upplýsingar um hverjir styrktu stjórnmálaflokka og þar eftir götunum,“ segir Björg Eva. „Innihaldið var nú í mínum huga mikilvægara heldur en formið og aðalatriðið hlýtur að vera að flokkarnir uppfylli öll skilyrði til þess að taka á móti þessum peningum og þá efnisleg skilyrði, þannig það sé jafnræði á milli flokka og það sé hægt að finna út hvaðan allir peningar koma og í hvað þeir fara.“ Skráningu VG var ekki breytt fyrr en á síðasta ári en breyttar reglur tóku gildi árið 2022. Sjálf beri hún ábyrgð á því að ekki hafi verið fyrr gegnið frá réttri skráningu VG. „Ég gleymdi þessari skráningu en öll skilyrði voru hins vegar uppfyllt til að fá skráninguna. Við höfum svo sem farið í gegnum hvort að, við vorum ekkert minnt á þetta sérstaklega því að auðvitað þá skiluðum við ársreikningum á réttum tímum og við skiluðum inn löglega kosinni stjórn og öllu þessu. Þannig það er ekki annað að sjá en að þeir sem greiða út peninginn hafi líka talið að þetta væri allt í góðu lagi,“ útskýrir Björg. Eftir standi að hennar mati að mestu máli skipti hvort flokkarnir uppfylli efnisleg skilyrði um gagnsæi og upplýsingaskildu. „Hvert er málið eiginlega efnislega, þegar að allar upplýsingar um flokkana liggja fyrir inni hjá skattinum í skrá þar sem þeir hafa alltaf verið, það er bara ekki búið að færa þá úr einni skrá í aðra en þetta liggur allt inni á sama stað,“ segir Björg. Telja sig ekki þurfa að greiða til baka Sjálfstæðisflokkurinn fékk einnig greiddan út styrk í lok janúar árið 2022, nokkru áður en breytt skráning hjá flokknum var frágengin hjá Skattinum. Ingvar P. Guðbjörnsson, upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn hins vegar líta svo á að skilyrði væru uppfyllt. „Það kemur í ljós að það er ekki tilbúið þetta form til þess að skila þessu inn fyrr en 12. janúar og það var ekkert sem kom fram um að það væri krafa um að við yrðum búin að því. Það var ekki heldur neitt í lögunum um neina tímapressu á því og það hlýtur þá að liggja í hlutarins eðli að fjárheimildirnar eru bara til 31. desember hvert ár,“ útskýrir Ingvar spurður um afstöðu flokksins. Ríkið hafi ekki gert neinar athugasemdir við umsókn flokksins. „Við skiluðum þessu frekar hratt og vel. Þetta var mjög umfangsmikil vinna að skila þessu inn. Það lá ekkert fyrir, þó í lögunum kæmi fram upp og ofan hvernig ætti að gera þetta, þá lá ekkert fyrir nákvæm útfærsla á því og þetta var bara mikið verk að ná þessu öllu saman. Að lista upp allar flokkseiningar innan flokksins, hlutverk þeirra og svo framvegis. og það má vel vera að Fjársýslan hefði átt að bíða með að borga þetta út en við teljum að það sé alveg absolute að við höfum náð að uppfylla þetta á þessu ári,“ svarar Ingvar. Aðeins fjórir flokkar, Framsókn, Miðflokkur, Samfylking og Viðreisn, höfðu gengið að fullu frá réttri skráningu hjá Skattinum þegar fyrst var greitt út samkvæmt nýjum reglum 25. Janúar 2022. Hefðuð þið getað gengið hraðar í málið til að ganga frá réttri skráningu fyrr? „Við vorum náttúrlega byrjuð að undirbúa þetta en við vissum ekkert nákvæma útfærslu. Við vissum ekkert nákvæma útfærslu, við vissum ekki hversu ítarlega þyrfti að skila þessum gögnum, hvort það væri nóg að skila bara lista eða hvað. Það lá ekki fyrir fyrr en 12. janúar og þá voru bara einhverjir örfáir virkir dagar í þennan 25. janúar, en það kom eins og ég sagði áðan ekkert fram um það að það væri skilyrði að það yrði gert og manni virðist sem að það hafi ekki heldur verið sá skilningur hjá ríkinu vegna þess að þessir styrkir voru bara greiddir út þarna,“ segir Ingvar. Ef það kæmi á daginn að þið og aðrir flokkar þurfið að greiða til baka, mynduð þið fallast á það? „Við mundum að sjálfsögðu ekki fallast á það held ég, en það er auðvitað eitthvað sem bara þá verður að bíða síðari tíma að taka ákvörðun um og ræða,“ svarar Ingvar. Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Styrkir til stjórnmálasamtaka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira
Fram kom í fréttum í gær að alls hafi fimm stjórnmálaflokkar fengið greidd fjárframlög frá ríkinu, þrátt fyrir að hafa ekki verið skráðir sem stjórnmálasamtök hjá Ríkisskattstjóra þegar styrkur var greiddur út eftir breytingar á lögum þar um tóku gildi. Flokkur fólksins er eini flokkurinn sem enn hefur ekki breytt skráningu sinni, en Vinstri græn eru í hópi þeirra flokka sem breyttu skráningu eftir að nýjar reglur tóku gildi. Björg Eva Erlendsdóttir, var framkvæmdastjóri Vinstri Grænna, þegar breyttar reglur um framlög til stjórnmálaflokka tóku gildi. Aukið gagnsæi og upplýsingaskylda lykilatriðið „Mér finnst umræðan svolítið stór miðað við tilefnið og svolítið óljóst um hvað hún er. Ég var formaður í nefnd framkvæmdastjóra flokka sem voru að reyna að auka gagnsæi og gera allt opnara, þetta umhverfi, vegna styrkja til stjórnmálaflokka. Aðalatriðið þar var ekki í hvaða skúffu hjá Skattinum upplýsingarnar væru vistaðar, heldur að þær væru réttar, að það væri gagnsæi og það væri á hreinu í hvað peningar stjórnmálaflokka færu, að það væru upplýsingar um hverjir styrktu stjórnmálaflokka og þar eftir götunum,“ segir Björg Eva. „Innihaldið var nú í mínum huga mikilvægara heldur en formið og aðalatriðið hlýtur að vera að flokkarnir uppfylli öll skilyrði til þess að taka á móti þessum peningum og þá efnisleg skilyrði, þannig það sé jafnræði á milli flokka og það sé hægt að finna út hvaðan allir peningar koma og í hvað þeir fara.“ Skráningu VG var ekki breytt fyrr en á síðasta ári en breyttar reglur tóku gildi árið 2022. Sjálf beri hún ábyrgð á því að ekki hafi verið fyrr gegnið frá réttri skráningu VG. „Ég gleymdi þessari skráningu en öll skilyrði voru hins vegar uppfyllt til að fá skráninguna. Við höfum svo sem farið í gegnum hvort að, við vorum ekkert minnt á þetta sérstaklega því að auðvitað þá skiluðum við ársreikningum á réttum tímum og við skiluðum inn löglega kosinni stjórn og öllu þessu. Þannig það er ekki annað að sjá en að þeir sem greiða út peninginn hafi líka talið að þetta væri allt í góðu lagi,“ útskýrir Björg. Eftir standi að hennar mati að mestu máli skipti hvort flokkarnir uppfylli efnisleg skilyrði um gagnsæi og upplýsingaskildu. „Hvert er málið eiginlega efnislega, þegar að allar upplýsingar um flokkana liggja fyrir inni hjá skattinum í skrá þar sem þeir hafa alltaf verið, það er bara ekki búið að færa þá úr einni skrá í aðra en þetta liggur allt inni á sama stað,“ segir Björg. Telja sig ekki þurfa að greiða til baka Sjálfstæðisflokkurinn fékk einnig greiddan út styrk í lok janúar árið 2022, nokkru áður en breytt skráning hjá flokknum var frágengin hjá Skattinum. Ingvar P. Guðbjörnsson, upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn hins vegar líta svo á að skilyrði væru uppfyllt. „Það kemur í ljós að það er ekki tilbúið þetta form til þess að skila þessu inn fyrr en 12. janúar og það var ekkert sem kom fram um að það væri krafa um að við yrðum búin að því. Það var ekki heldur neitt í lögunum um neina tímapressu á því og það hlýtur þá að liggja í hlutarins eðli að fjárheimildirnar eru bara til 31. desember hvert ár,“ útskýrir Ingvar spurður um afstöðu flokksins. Ríkið hafi ekki gert neinar athugasemdir við umsókn flokksins. „Við skiluðum þessu frekar hratt og vel. Þetta var mjög umfangsmikil vinna að skila þessu inn. Það lá ekkert fyrir, þó í lögunum kæmi fram upp og ofan hvernig ætti að gera þetta, þá lá ekkert fyrir nákvæm útfærsla á því og þetta var bara mikið verk að ná þessu öllu saman. Að lista upp allar flokkseiningar innan flokksins, hlutverk þeirra og svo framvegis. og það má vel vera að Fjársýslan hefði átt að bíða með að borga þetta út en við teljum að það sé alveg absolute að við höfum náð að uppfylla þetta á þessu ári,“ svarar Ingvar. Aðeins fjórir flokkar, Framsókn, Miðflokkur, Samfylking og Viðreisn, höfðu gengið að fullu frá réttri skráningu hjá Skattinum þegar fyrst var greitt út samkvæmt nýjum reglum 25. Janúar 2022. Hefðuð þið getað gengið hraðar í málið til að ganga frá réttri skráningu fyrr? „Við vorum náttúrlega byrjuð að undirbúa þetta en við vissum ekkert nákvæma útfærslu. Við vissum ekkert nákvæma útfærslu, við vissum ekki hversu ítarlega þyrfti að skila þessum gögnum, hvort það væri nóg að skila bara lista eða hvað. Það lá ekki fyrir fyrr en 12. janúar og þá voru bara einhverjir örfáir virkir dagar í þennan 25. janúar, en það kom eins og ég sagði áðan ekkert fram um það að það væri skilyrði að það yrði gert og manni virðist sem að það hafi ekki heldur verið sá skilningur hjá ríkinu vegna þess að þessir styrkir voru bara greiddir út þarna,“ segir Ingvar. Ef það kæmi á daginn að þið og aðrir flokkar þurfið að greiða til baka, mynduð þið fallast á það? „Við mundum að sjálfsögðu ekki fallast á það held ég, en það er auðvitað eitthvað sem bara þá verður að bíða síðari tíma að taka ákvörðun um og ræða,“ svarar Ingvar.
Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Styrkir til stjórnmálasamtaka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira