Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2025 22:31 Dagur Sigurðsson sýndi nú alveg tilfinningar á hliðarlínunni í Zagreb í kvöld. Getty/Slavko Midzor Eftir tíu mánuði í starfi er Dagur Sigurðsson kominn með Króatíu í undanúrslit á HM í handbolta og því öruggt að liðið mun spila um verðlaun á mótinu. Króatíski miðillinn 24 Sata segir Dag hafa sýnt á sér nýja hlið eftir ótrúlegan sigur á Ungverjum í kvöld. Ungverjar voru á góðri leið með að landa sigri og náðu fjögurra marka forskoti þegar fimm og hálf mínúta voru eftir. Króatar skoruðu hins vegar fimm síðustu mörkin, það síðasta gerði Marin Sipic á síðustu sekúndu leiksins, og þeir unnu 31-30. Króatískir fjölmiðlamenn báðu Dag, sem virðist hafa einstakt lag á að halda yfirvegun á ögurstundu í spennuleikjum, um að sýna tilfinningar sínar eftir sigurinn dramatíska í gærkvöld. Dagur mun þá hafa lyft höndum og sagt: „Ég er glaður“. Enda ekki annað hægt eftir rússíbanareiðina í gær, fyrir framan smekkfulla höll í Zagreb. Dagur bendir á að sigurinn sé enn kærkomnari eftir tvo erfiða leiki við Ísland og Slóveníu í aðdragandanum, og mikil meiðsli í herbúðum Króata. „Gerist bara á tíu ára fresti“ „Ungverjar spiluðu frábærlega. Þetta var erfitt fyrir okkur því við þurftum að berjast fyrir hverju einasta marki í síðustu tveimur leikjum. Það tók mikla orku frá okkur. Við það bætast svo öll meiðslin,“ sagði Dagur samkvæmt 24 Sata. Mario Sostaric og Filip Glavas fögnuðu vel eftir sigurinn í kvöld.Getty/Sanjin Strukic „Lokin á leiknum voru töfrum líkust. Ótrúleg. Það sem gerðist á lokasekúndunum gerist bara á tíu ára fresti. Ég verð að þakka öllum stuðningsmönnunum og leikmönnum því þeir gáfust ekki upp. Sumir þeirra fórnuðu líkamanum bókstaflega í þetta,“ sagði Dagur. Undir mikilli pressu en kominn í undanúrslit „Það voru margir leikmenn tilbúnir að taka ábyrgð og hjálpa liðinu. Við vissum að menn væru mjög þreyttir, og að það væri einstaklega mikið um meiðsli, en það var alltaf einhver nýr tilbúinn að stökkva til og hjálpa liðinu. Stórkostlegt,“ sagði Dagur og bætti við að ekkert sérstakt plan hefði verið varðandi síðustu sóknina sem endaði svo vel. Hann var ráðinn til að ná árangri í Króatíu, eftir mögur ár króatíska liðsins, og byrjaði á að koma liðinu inn á Ólympíuleikana í París en þar gekk hins vegar illa. Við það jókst pressan á Íslendingnum, og ekki síður þegar Króatar töpuðu fyrir Egyptalandi í fyrstu alvöru prófraun sinni á HM, á heimavelli. Síðan þá hefur hins vegar allt gengið Degi í hag. „Ég er kominn í undanúrslit eftir tíu mánuði [í starfi]. Við erum á réttri braut. Við spiluðum vel fyrir Ólympíuleikana og núna erum við í undanúrslitum. Þetta er ekki auðvelt starf, sjáið bara liðin sem blómstruðu í París því mörg þeirra eru ekki lengur á HM. Við verðum að njóta þessarar stundar. Við njótum þess að spila á heimavelli,“ sagði Dagur sem á nú fyrir höndum leik við Frakka á fimmtudagskvöld áður en spilað verður um verðlaun í Bærum í Noregi. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira
Ungverjar voru á góðri leið með að landa sigri og náðu fjögurra marka forskoti þegar fimm og hálf mínúta voru eftir. Króatar skoruðu hins vegar fimm síðustu mörkin, það síðasta gerði Marin Sipic á síðustu sekúndu leiksins, og þeir unnu 31-30. Króatískir fjölmiðlamenn báðu Dag, sem virðist hafa einstakt lag á að halda yfirvegun á ögurstundu í spennuleikjum, um að sýna tilfinningar sínar eftir sigurinn dramatíska í gærkvöld. Dagur mun þá hafa lyft höndum og sagt: „Ég er glaður“. Enda ekki annað hægt eftir rússíbanareiðina í gær, fyrir framan smekkfulla höll í Zagreb. Dagur bendir á að sigurinn sé enn kærkomnari eftir tvo erfiða leiki við Ísland og Slóveníu í aðdragandanum, og mikil meiðsli í herbúðum Króata. „Gerist bara á tíu ára fresti“ „Ungverjar spiluðu frábærlega. Þetta var erfitt fyrir okkur því við þurftum að berjast fyrir hverju einasta marki í síðustu tveimur leikjum. Það tók mikla orku frá okkur. Við það bætast svo öll meiðslin,“ sagði Dagur samkvæmt 24 Sata. Mario Sostaric og Filip Glavas fögnuðu vel eftir sigurinn í kvöld.Getty/Sanjin Strukic „Lokin á leiknum voru töfrum líkust. Ótrúleg. Það sem gerðist á lokasekúndunum gerist bara á tíu ára fresti. Ég verð að þakka öllum stuðningsmönnunum og leikmönnum því þeir gáfust ekki upp. Sumir þeirra fórnuðu líkamanum bókstaflega í þetta,“ sagði Dagur. Undir mikilli pressu en kominn í undanúrslit „Það voru margir leikmenn tilbúnir að taka ábyrgð og hjálpa liðinu. Við vissum að menn væru mjög þreyttir, og að það væri einstaklega mikið um meiðsli, en það var alltaf einhver nýr tilbúinn að stökkva til og hjálpa liðinu. Stórkostlegt,“ sagði Dagur og bætti við að ekkert sérstakt plan hefði verið varðandi síðustu sóknina sem endaði svo vel. Hann var ráðinn til að ná árangri í Króatíu, eftir mögur ár króatíska liðsins, og byrjaði á að koma liðinu inn á Ólympíuleikana í París en þar gekk hins vegar illa. Við það jókst pressan á Íslendingnum, og ekki síður þegar Króatar töpuðu fyrir Egyptalandi í fyrstu alvöru prófraun sinni á HM, á heimavelli. Síðan þá hefur hins vegar allt gengið Degi í hag. „Ég er kominn í undanúrslit eftir tíu mánuði [í starfi]. Við erum á réttri braut. Við spiluðum vel fyrir Ólympíuleikana og núna erum við í undanúrslitum. Þetta er ekki auðvelt starf, sjáið bara liðin sem blómstruðu í París því mörg þeirra eru ekki lengur á HM. Við verðum að njóta þessarar stundar. Við njótum þess að spila á heimavelli,“ sagði Dagur sem á nú fyrir höndum leik við Frakka á fimmtudagskvöld áður en spilað verður um verðlaun í Bærum í Noregi.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira