Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Árni Sæberg skrifar 29. janúar 2025 10:32 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Íslandsbanki spáir því að verðbólga verði þrjú prósent að jafnaði á næsta ári. Þá verði stýrivextir komnir niður í 6,5 prósent í árslok. Þetta kemur fram í þjóðhagsspá greiningardeildar Íslandsbanka, sem gefin var út í morgun. Í samantekt á vef bankans segir að eftir kraftmikinn hagvaxtarkipp árin 2021 og 2022 hafi dregið umtalsvert úr vextinum eftir því sem lengra leið á árið 2023. Segja megi að hagkerfið hafi jafnt og þétt snúist frá þenslu til aðlögunar. Sú þróun hafi einnig einkennt fyrstu þrjá fjórðunga síðasta árs, enda hafi eitt prósent samdráttur mælst í vergri landsframleiðslu, VLF, að jafnaði á tímabilinu. Greiningardeildin áætli að VLF hafi skroppið saman um 0,5 prósent að raungildi árið 2024. Hagvöxtur fari vaxandi Á þessu ári telji deildin að hagvöxtur mælist 2,2 prósent. Vaxandi neysla, sér í lagi einkaneysla, eigi drýgstan þátt í þeim vexti. Þar komi til örari kaupmáttarvöxtur, áframhaldandi fólksfjölgun og ráðstöfun á hluta af uppsöfnuðum sparnaði. Síðari tvö ár spátímans sé útlit fyrir heldur hraðari hagvöxt eða um 2,5 prósenta árið 2026 og 2,6 prósenta árið 2027. Eftir viðskiptaafgang ársins 2023 hafi slegið nokkuð í bakseglin á viðskiptajöfnuði á síðasta ári. Útlit sé fyrir að viðskiptahalli á síðasta ári hafi alls numið tæplega 70 milljörðum króna, sem samsvari um það bil 1,5 prósentum af VLF ársins. „Við teljum horfur á heldur hagfelldari þróun á spátímanum þó trúlega verði lítilsháttar viðskiptahalli í ár, eða sem nemur 0,3% af VLF ársins. Á næsta ári eru horfur á að viðskiptajöfnuður verði rétt við núllið og á árinu 2027 gæti viðskiptaafgangur numið 0,5% af VLF. Við gerum einnig ráð fyrir lítilsháttar styrkingu krónu á fyrri hluta spátímans. Eftir því sem líður á aukast hins vegar líkurnar á einhverri veikingu krónu ef fram heldur sem horfir að verðlag hérlendis hækki hraðar en í nágrannalöndum.“ Vinnumarkaður nærri fullri atvinnu Þá segir að verðbólga hafi hjaðnað talsvert frá því hún náði hápunkti á fyrri hluta árs 2023. Atvinnuleysi hafi þó ekki aukist verulega og vinnumarkaður sé enn nálægt því sem kalla mætti fulla atvinnu. Langtímakjarasamningar við stærstan hluta vinnumarkaðar hafi þó eytt töluverðri óvissu varðandi framhaldið. Horfur séu á að íbúðamarkaður gefi aðeins eftir á spátímanum þó hóflegar raunverðshækkanir séu í kortunum að mati greiningardeildarinnar. Verðbólga í viðskiptalöndum Íslands hafi hjaðnað og náð markmiði víða en nokkur óvissa varðandi framhaldið sé enn til staðar. „Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði 3,6% á þessu ári, 3,0% árið 2026 og 3,2% árið 2027. Vaxtalækkunarferli er loksins hafið eftir alllangt hávaxtatímabil. Við gerum ráð fyrir að vaxtalækkunarferli haldi áfram fram á mitt ár 2026. Stýrivextir verða 6,5% í árslok 2025 og á bilinu 5,0% - 5,5% á seinni hluta spátímans að okkar mati.“ Íslandsbanki Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Sjá meira
Þetta kemur fram í þjóðhagsspá greiningardeildar Íslandsbanka, sem gefin var út í morgun. Í samantekt á vef bankans segir að eftir kraftmikinn hagvaxtarkipp árin 2021 og 2022 hafi dregið umtalsvert úr vextinum eftir því sem lengra leið á árið 2023. Segja megi að hagkerfið hafi jafnt og þétt snúist frá þenslu til aðlögunar. Sú þróun hafi einnig einkennt fyrstu þrjá fjórðunga síðasta árs, enda hafi eitt prósent samdráttur mælst í vergri landsframleiðslu, VLF, að jafnaði á tímabilinu. Greiningardeildin áætli að VLF hafi skroppið saman um 0,5 prósent að raungildi árið 2024. Hagvöxtur fari vaxandi Á þessu ári telji deildin að hagvöxtur mælist 2,2 prósent. Vaxandi neysla, sér í lagi einkaneysla, eigi drýgstan þátt í þeim vexti. Þar komi til örari kaupmáttarvöxtur, áframhaldandi fólksfjölgun og ráðstöfun á hluta af uppsöfnuðum sparnaði. Síðari tvö ár spátímans sé útlit fyrir heldur hraðari hagvöxt eða um 2,5 prósenta árið 2026 og 2,6 prósenta árið 2027. Eftir viðskiptaafgang ársins 2023 hafi slegið nokkuð í bakseglin á viðskiptajöfnuði á síðasta ári. Útlit sé fyrir að viðskiptahalli á síðasta ári hafi alls numið tæplega 70 milljörðum króna, sem samsvari um það bil 1,5 prósentum af VLF ársins. „Við teljum horfur á heldur hagfelldari þróun á spátímanum þó trúlega verði lítilsháttar viðskiptahalli í ár, eða sem nemur 0,3% af VLF ársins. Á næsta ári eru horfur á að viðskiptajöfnuður verði rétt við núllið og á árinu 2027 gæti viðskiptaafgangur numið 0,5% af VLF. Við gerum einnig ráð fyrir lítilsháttar styrkingu krónu á fyrri hluta spátímans. Eftir því sem líður á aukast hins vegar líkurnar á einhverri veikingu krónu ef fram heldur sem horfir að verðlag hérlendis hækki hraðar en í nágrannalöndum.“ Vinnumarkaður nærri fullri atvinnu Þá segir að verðbólga hafi hjaðnað talsvert frá því hún náði hápunkti á fyrri hluta árs 2023. Atvinnuleysi hafi þó ekki aukist verulega og vinnumarkaður sé enn nálægt því sem kalla mætti fulla atvinnu. Langtímakjarasamningar við stærstan hluta vinnumarkaðar hafi þó eytt töluverðri óvissu varðandi framhaldið. Horfur séu á að íbúðamarkaður gefi aðeins eftir á spátímanum þó hóflegar raunverðshækkanir séu í kortunum að mati greiningardeildarinnar. Verðbólga í viðskiptalöndum Íslands hafi hjaðnað og náð markmiði víða en nokkur óvissa varðandi framhaldið sé enn til staðar. „Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði 3,6% á þessu ári, 3,0% árið 2026 og 3,2% árið 2027. Vaxtalækkunarferli er loksins hafið eftir alllangt hávaxtatímabil. Við gerum ráð fyrir að vaxtalækkunarferli haldi áfram fram á mitt ár 2026. Stýrivextir verða 6,5% í árslok 2025 og á bilinu 5,0% - 5,5% á seinni hluta spátímans að okkar mati.“
Íslandsbanki Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Sjá meira