Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Kjartan Kjartansson skrifar 29. janúar 2025 10:48 Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, og Trygve Slagsvold Vedum, fjármálaráðherra og leiðtogi Miðflokksins. Flokkar þeirra gætu haldið hvor í sína áttina eftir fundarhöld dagsins. Vísir/EPA Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna í Noregi funda um framtíð samstarfs þeirra í dag. Óeining á milla flokkanna um svonefndan fjórða orkupakka Evrópusambandsins gæti splundrað stjórninni. Þingmönnum bæði Verkamannaflokks Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, og Miðflokksins hefur verið sagt að vera tilbúnir fyrir skyndifundi í dag og í kvöld fyrir utan þingflokksfundi sem eiga að fara fram um miðjan dag, að sögn norska ríkisútvarpsins. Deilurnar á milli flokkanna tveggja snúast um innleiðingu á þremur tilskipunum Evrópusambandsins sem eru hluti af svonefndum fjórða orkupakka þess. Verkamannaflokkurinn vill innleiða þá strax í anda góðs Evrópusamstarfs. Það vill Miðflokkurinn ekki sjá þar sem hann er á móti nánara samstarfi við ESB. Rafmagnsverð hefur verið í hæstu hæðum í Noregi að undanförnu og eru orkumál efst á baugi í norskum stjórnmálum. Bæði Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn hafa sagst vilja hætta að flytja út rafmagn til Danmerkur þegar samningur um útflutninginn rennur út á næsta ári. Miðflokkurinn er meðal annars á móti fjórða orkupakkanm þar sem hann segir tilskipanirnar skapa enn frekari óvissu á raforkumarkaði. Hugsanlegt er talið að Miðflokkurinn gangi út úr ríkisstjórninni. Norska ríkisútvarpið segir að þá stæði eftir minnihlutastjórn Verkamannaflokksins sem væri langt frá meirihluta á þingi. Slík stjórn þyrfti að reiða sig á stuðning nokkurra flokka til þess að koma málum í gegnum. Þingkosningar eiga að fara fram í Noregi í september. Noregur Evrópusambandið Orkumál EES-samningurinn Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
Þingmönnum bæði Verkamannaflokks Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, og Miðflokksins hefur verið sagt að vera tilbúnir fyrir skyndifundi í dag og í kvöld fyrir utan þingflokksfundi sem eiga að fara fram um miðjan dag, að sögn norska ríkisútvarpsins. Deilurnar á milli flokkanna tveggja snúast um innleiðingu á þremur tilskipunum Evrópusambandsins sem eru hluti af svonefndum fjórða orkupakka þess. Verkamannaflokkurinn vill innleiða þá strax í anda góðs Evrópusamstarfs. Það vill Miðflokkurinn ekki sjá þar sem hann er á móti nánara samstarfi við ESB. Rafmagnsverð hefur verið í hæstu hæðum í Noregi að undanförnu og eru orkumál efst á baugi í norskum stjórnmálum. Bæði Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn hafa sagst vilja hætta að flytja út rafmagn til Danmerkur þegar samningur um útflutninginn rennur út á næsta ári. Miðflokkurinn er meðal annars á móti fjórða orkupakkanm þar sem hann segir tilskipanirnar skapa enn frekari óvissu á raforkumarkaði. Hugsanlegt er talið að Miðflokkurinn gangi út úr ríkisstjórninni. Norska ríkisútvarpið segir að þá stæði eftir minnihlutastjórn Verkamannaflokksins sem væri langt frá meirihluta á þingi. Slík stjórn þyrfti að reiða sig á stuðning nokkurra flokka til þess að koma málum í gegnum. Þingkosningar eiga að fara fram í Noregi í september.
Noregur Evrópusambandið Orkumál EES-samningurinn Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira