Gunnar mætir Kevin Holland í búrinu í London Aron Guðmundsson skrifar 29. janúar 2025 15:30 Áhugaverður bardagi í vændum milli Gunnars og Kevin Holland Vísir/Getty Gunnar Nelson mun að öllum líkindum mæta Kevin Holland í bardagabúrinu á vegum UFC á O2 leikvanginum London þann 22.mars næstkomandi. Þetta hefur Vísir eftir öruggum heimildum en Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars staðfestir viðræður kappanna á milli í samtali við Vísi. Kapparnir séu búnir að samþykkja að mætast í bardagabúrinu og er nú beðið eftir því að bæði Gunnar og Kevin Holland riti undir formlegan samning varðandi bardagann. Um stóran bardaga verður að ræða fyrir Gunnar á leikvangi sem er farinn að teljast sem hans heimavöllur í UFC. Á O2 leikvanginum hefur hann oft barist, þar líður honum vel. Kevin Holland er vel þekkt stærð í UFC bardagaheiminum og hefur barist mjög oft undanfarin ár, nú síðast þann 18.janúar síðastliðinn er hann laut í lægra haldi gegn Reinier de Ridder. Holland hefur tapað fjórum af síðustu fimm bardögum sínum en hann ber þó að varast. Þetta er bardagamaður sem hefur unnið 26 bardaga á sínum bardagaferli, fjórtán þeirra með rothöggi og átta með uppgjafartaki. Bandaríkjamaðurinn Holland er afar litríkur karakter. Hann fagnaði með Donald Trump, Bandaríkjaforseta, eftir sigur á bardagakvöldi UFC í fyrra. Þá sneri hann niður byssumann á veitingastað í Houston hér um árið. Þegar kemur að bardaganum við Holland verða liðin tvö ár frá síðasta bardaga Gunnars, sem átti sér einmitt stað á O2 leikvanginum gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena. Bardagi sem Gunnar kláraði í fyrstu lotu. Gunnar er á tveggja bardaga sigurgöngu en langt hefur liðið á milli hans bardaga fyrir UFC sambandið upp á síðkastið. Alls státar Gunnar sig af afar myndarlegri tölfræði á atvinnumannaferlinu: 19 sigra og aðeins fimm töp MMA Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira
Þetta hefur Vísir eftir öruggum heimildum en Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars staðfestir viðræður kappanna á milli í samtali við Vísi. Kapparnir séu búnir að samþykkja að mætast í bardagabúrinu og er nú beðið eftir því að bæði Gunnar og Kevin Holland riti undir formlegan samning varðandi bardagann. Um stóran bardaga verður að ræða fyrir Gunnar á leikvangi sem er farinn að teljast sem hans heimavöllur í UFC. Á O2 leikvanginum hefur hann oft barist, þar líður honum vel. Kevin Holland er vel þekkt stærð í UFC bardagaheiminum og hefur barist mjög oft undanfarin ár, nú síðast þann 18.janúar síðastliðinn er hann laut í lægra haldi gegn Reinier de Ridder. Holland hefur tapað fjórum af síðustu fimm bardögum sínum en hann ber þó að varast. Þetta er bardagamaður sem hefur unnið 26 bardaga á sínum bardagaferli, fjórtán þeirra með rothöggi og átta með uppgjafartaki. Bandaríkjamaðurinn Holland er afar litríkur karakter. Hann fagnaði með Donald Trump, Bandaríkjaforseta, eftir sigur á bardagakvöldi UFC í fyrra. Þá sneri hann niður byssumann á veitingastað í Houston hér um árið. Þegar kemur að bardaganum við Holland verða liðin tvö ár frá síðasta bardaga Gunnars, sem átti sér einmitt stað á O2 leikvanginum gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena. Bardagi sem Gunnar kláraði í fyrstu lotu. Gunnar er á tveggja bardaga sigurgöngu en langt hefur liðið á milli hans bardaga fyrir UFC sambandið upp á síðkastið. Alls státar Gunnar sig af afar myndarlegri tölfræði á atvinnumannaferlinu: 19 sigra og aðeins fimm töp
MMA Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira