Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar 29. janúar 2025 17:00 Þegar kerfið bregst, neyðast þolendur til að bíða en gerendur ganga lausir. Það getur ekki talist réttlæti. Nýlega hafa einstaklingar tekið sig saman til að afhjúpa meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, meðal annars í svokölluðum tálbeituhópum. Þessi þróun er hættuleg og afhjúpar alvarlegar brotalamir í réttarkerfinu. Þegar lögreglan og dómskerfið sinna ekki skyldu sinni að vernda brotaþola, verður reiði almennings skiljanleg en einnig vísbending um djúpstæðan vanda. Skiljanlegt er að samfélagið bregðist við með þessum hætti þegar yfirvöld gera lítið eða ekkert, en það er óásættanlegt að brotaþolar og aðstandendur þeirra upplifi að eina leiðin til réttlætis sé að grípa sjálfir til aðgerða. Þetta sýnir hvernig réttarkerfið hefur ítrekað brugðist brotaþolum með vanrækslu og skorti á viðbrögðum. Dómsmál frá 2012 sýnir skýrt hvernig kerfið bregst. Árið 2003 tilkynnti frænka barns um kynferðisofbeldi sem það hafði trúað henni fyrir. Lögreglan gerði ekkert í málinu. Árið 2010 kærði annar brotaþoli sama mann. Þá fyrst hafði lögreglan samband við frænkuna og kom þá í ljós að skýrsla hennar hafði legið gleymd í skúffu í sjö ár. Frænkan, sem ekki var tekin trúanleg árið 2003, var nú kölluð til sem vitni í máli drengs sem hún ekki þekkti. Á meðan hafði gerandinn gengið laus og framið fleiri brot. Hefði lögreglan hlustað á frænkuna árið 2003, hefði verið hægt að koma í veg fyrir sjö ár af áframhaldandi misnotkun. Af hverju þurfti annar brotaþoli að kæra til að málið yrði tekið alvarlega? Hversu oft hefur slíkt gerst áður? Hversu mörg brot mætti koma í veg fyrir ef yfirvöld tækju allar frásagnir alvarlega strax? Ríkisvaldið getur ekki lengur vikist undan ábyrgð. Það þarf tafarlausar umbætur í meðferð kynferðisbrotamála – áður en fleiri brotaþolar neyðast til að þegja eða almenningur til að grípa til sinna ráða. Við þurfum breytingar strax. Við getum ekki horft aðgerðalaus á meðan fleiri börn falla í sömu gildru. Höfundur er frænkan sem tilkynnti árið 2003 – en enginn hlustaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Þegar kerfið bregst, neyðast þolendur til að bíða en gerendur ganga lausir. Það getur ekki talist réttlæti. Nýlega hafa einstaklingar tekið sig saman til að afhjúpa meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, meðal annars í svokölluðum tálbeituhópum. Þessi þróun er hættuleg og afhjúpar alvarlegar brotalamir í réttarkerfinu. Þegar lögreglan og dómskerfið sinna ekki skyldu sinni að vernda brotaþola, verður reiði almennings skiljanleg en einnig vísbending um djúpstæðan vanda. Skiljanlegt er að samfélagið bregðist við með þessum hætti þegar yfirvöld gera lítið eða ekkert, en það er óásættanlegt að brotaþolar og aðstandendur þeirra upplifi að eina leiðin til réttlætis sé að grípa sjálfir til aðgerða. Þetta sýnir hvernig réttarkerfið hefur ítrekað brugðist brotaþolum með vanrækslu og skorti á viðbrögðum. Dómsmál frá 2012 sýnir skýrt hvernig kerfið bregst. Árið 2003 tilkynnti frænka barns um kynferðisofbeldi sem það hafði trúað henni fyrir. Lögreglan gerði ekkert í málinu. Árið 2010 kærði annar brotaþoli sama mann. Þá fyrst hafði lögreglan samband við frænkuna og kom þá í ljós að skýrsla hennar hafði legið gleymd í skúffu í sjö ár. Frænkan, sem ekki var tekin trúanleg árið 2003, var nú kölluð til sem vitni í máli drengs sem hún ekki þekkti. Á meðan hafði gerandinn gengið laus og framið fleiri brot. Hefði lögreglan hlustað á frænkuna árið 2003, hefði verið hægt að koma í veg fyrir sjö ár af áframhaldandi misnotkun. Af hverju þurfti annar brotaþoli að kæra til að málið yrði tekið alvarlega? Hversu oft hefur slíkt gerst áður? Hversu mörg brot mætti koma í veg fyrir ef yfirvöld tækju allar frásagnir alvarlega strax? Ríkisvaldið getur ekki lengur vikist undan ábyrgð. Það þarf tafarlausar umbætur í meðferð kynferðisbrotamála – áður en fleiri brotaþolar neyðast til að þegja eða almenningur til að grípa til sinna ráða. Við þurfum breytingar strax. Við getum ekki horft aðgerðalaus á meðan fleiri börn falla í sömu gildru. Höfundur er frænkan sem tilkynnti árið 2003 – en enginn hlustaði
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar