Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2025 21:41 Ahmad al-Sharaa, er formlega orðinn forseti Sýrlands, samkvæmt ríkismiðli landsins. AP/Mosa'ab Elshamy Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. Þetta mun hafa verið ákveðið á stórum leiðtogafundi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Samkvæmt Reuters sóttu leiðtogar uppreisnarhópa Sýrlands fundinn auk ráðherra sem skipaðir hafa verið i starfstjórn á undanförnum vikum. Þá var tilkynnt í kvöld að núgildandi stjórnarskrá Sýrlands, sem samin var í valdatíð Bahshars al Assad, hefði verið felld úr gildi og þingið leyst upp. Her Assads hefur sömuleiðis verið leystur upp. Sharaa hefur lengi verið leiðtogi uppreisnarhóps sem kallast HTS í norðurhluta Sýrlands. hann hefur stýrt eigin smáríki í Idlib-héraði undanfarin ár en í desember gerðu HTS-liðar og aðrir uppreisnarmenn skyndisókn gegn stjórnarher Assads og tókst þeim að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Síðan þá hefur Sharaa í raun stýrt Sýrlandi en það gerir hann nú formlega. Sharaa var áður meðlimur í al-Qaeda og átti það einnig við uppreisnarhóp hans. Á árum áður heyrði Sharaa undir Abu Bakr al-Baghdadi, sem stofnaði síðar Íslamska ríkið, og sendi hann Sharaa til Sýrlands til að ná þar fótfestu fyrir hryðjuverkasamtökin. Árið 2016 lýsti Sharaa þó yfir að hann ætlaði að slíta öll tengsl við al-Qaeda og breytti hann nafni hópsins sem hann leiddi úr Jabhat Al Nusra í Hayat Tahrir al-Sham. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Sharaa hét í kvöld umfangsmiklum breytingum í Sýrlandi. Hann sagði að halda ætti landsfund, semja nýja stjórnarskrá og stofna ætti ríkisstjórn sem starfaði fyrir alla Sýrlendinga. Hann hefur einnig heitið því að halda kosningar en segir að það gæti tekið allt að fjögur ár. Fjölmiðlar ytra hafa eftir Sharaa að þarfir Sýrlands séu miklar en núverandi leiðtogar séu staðráðnir í að endurbyggja ríkið. Búist er við því að Sharaa muni stofna tímabundið ráð til að stýra landinu þar til búið er að semja nýja stjórnarskrá. Sýrland Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Þetta mun hafa verið ákveðið á stórum leiðtogafundi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Samkvæmt Reuters sóttu leiðtogar uppreisnarhópa Sýrlands fundinn auk ráðherra sem skipaðir hafa verið i starfstjórn á undanförnum vikum. Þá var tilkynnt í kvöld að núgildandi stjórnarskrá Sýrlands, sem samin var í valdatíð Bahshars al Assad, hefði verið felld úr gildi og þingið leyst upp. Her Assads hefur sömuleiðis verið leystur upp. Sharaa hefur lengi verið leiðtogi uppreisnarhóps sem kallast HTS í norðurhluta Sýrlands. hann hefur stýrt eigin smáríki í Idlib-héraði undanfarin ár en í desember gerðu HTS-liðar og aðrir uppreisnarmenn skyndisókn gegn stjórnarher Assads og tókst þeim að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Síðan þá hefur Sharaa í raun stýrt Sýrlandi en það gerir hann nú formlega. Sharaa var áður meðlimur í al-Qaeda og átti það einnig við uppreisnarhóp hans. Á árum áður heyrði Sharaa undir Abu Bakr al-Baghdadi, sem stofnaði síðar Íslamska ríkið, og sendi hann Sharaa til Sýrlands til að ná þar fótfestu fyrir hryðjuverkasamtökin. Árið 2016 lýsti Sharaa þó yfir að hann ætlaði að slíta öll tengsl við al-Qaeda og breytti hann nafni hópsins sem hann leiddi úr Jabhat Al Nusra í Hayat Tahrir al-Sham. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Sharaa hét í kvöld umfangsmiklum breytingum í Sýrlandi. Hann sagði að halda ætti landsfund, semja nýja stjórnarskrá og stofna ætti ríkisstjórn sem starfaði fyrir alla Sýrlendinga. Hann hefur einnig heitið því að halda kosningar en segir að það gæti tekið allt að fjögur ár. Fjölmiðlar ytra hafa eftir Sharaa að þarfir Sýrlands séu miklar en núverandi leiðtogar séu staðráðnir í að endurbyggja ríkið. Búist er við því að Sharaa muni stofna tímabundið ráð til að stýra landinu þar til búið er að semja nýja stjórnarskrá.
Sýrland Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira