Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2025 07:59 Kennarar segja foreldra vilja vel en hafa áhyggjur af miklum skjátíma. Getty Fjórðungur barna sem hefja undirbúningsnám í grunnskóla á Bretlandseyjum er enn í bleyjum. Þá virðast mörg þeirra skorta styrk og hreyfigetu, sem kennarar rekja til mikillar skjánotkunar. Þetta eru niðurstöður skýrslu sem unnin var upp úr svörum grunnskólakennara um undirbúningsstigið í grunnskólanum. Um er að ræða svokallaðan R-bekk, þar sem R stendur fyrir „reception“, sem hér heima væri kallað „mótttaka“ eða „aðlögun“. Börn hefja yfirleitt aðlögun fjögurra til fimm ára. „Það er tvö börn [í bekknum] mínum sem geta ekki, líkamlega, setið á teppinu. Þau hafa ekki styrk til þess,“ sagði einn kennari í samtali við rannsakendur. Þá sagði yfirmaður í skóla að þeim börnum fjölgaði sem gætu ekki gengið almennilega, væru klaufaleg í hreyfingum og kæmust ekki upp stiga, svo eitthvað sé nefnt. Um það bil 40 prósent kennara sögðu sóttvarnaaðgerðir í kórónuveirufaraldrinum eiga þátt í því að börnin væru ekki betur undirbúin, á meðan aðrir sögðu erfitt að nota það sem afsökun til lengri tíma. Foreldrar, þrátt fyrir að vilja vel, þyrftu að gera betur. Umrædd rannsókn, sem framkvæmd var af samtökunum Kindred2, náði einnig til foreldra en aðeins um 44 prósent þeirra töldu að börn ættu að kunna að nota bækur, það er að segja fletta blaðsíðum í stað þess að pota í þær eins og um væri að ræða spjaldtölvu, þegar þau hæfu skólagöngu. Þrír af hverjum fjórum sögðu að börn ættu að vera laus við bleyju. Nokkur munur var á svörum kennara og foreldra; til að mynda sögðust 90 prósent foreldra telja að börn þeirra væru tilbúin til að hefja grunnskólanám en kennarar sögðu að þriðjungur barna væri það ekki. Guardian fjallar ítarlega um málið. Bretland Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Þetta eru niðurstöður skýrslu sem unnin var upp úr svörum grunnskólakennara um undirbúningsstigið í grunnskólanum. Um er að ræða svokallaðan R-bekk, þar sem R stendur fyrir „reception“, sem hér heima væri kallað „mótttaka“ eða „aðlögun“. Börn hefja yfirleitt aðlögun fjögurra til fimm ára. „Það er tvö börn [í bekknum] mínum sem geta ekki, líkamlega, setið á teppinu. Þau hafa ekki styrk til þess,“ sagði einn kennari í samtali við rannsakendur. Þá sagði yfirmaður í skóla að þeim börnum fjölgaði sem gætu ekki gengið almennilega, væru klaufaleg í hreyfingum og kæmust ekki upp stiga, svo eitthvað sé nefnt. Um það bil 40 prósent kennara sögðu sóttvarnaaðgerðir í kórónuveirufaraldrinum eiga þátt í því að börnin væru ekki betur undirbúin, á meðan aðrir sögðu erfitt að nota það sem afsökun til lengri tíma. Foreldrar, þrátt fyrir að vilja vel, þyrftu að gera betur. Umrædd rannsókn, sem framkvæmd var af samtökunum Kindred2, náði einnig til foreldra en aðeins um 44 prósent þeirra töldu að börn ættu að kunna að nota bækur, það er að segja fletta blaðsíðum í stað þess að pota í þær eins og um væri að ræða spjaldtölvu, þegar þau hæfu skólagöngu. Þrír af hverjum fjórum sögðu að börn ættu að vera laus við bleyju. Nokkur munur var á svörum kennara og foreldra; til að mynda sögðust 90 prósent foreldra telja að börn þeirra væru tilbúin til að hefja grunnskólanám en kennarar sögðu að þriðjungur barna væri það ekki. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Bretland Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira